Fréttir

Skipulagsyfirvöld segja áfengisfrumvarpið styðja við bíllausan lífsstíl

Í umsögn umhverfis- og skipulagssviðs um áfengisfrumvarpið, sem gerir ráð fyrir að afnema einkaleyfi ÁTVR af áfengissölu, þannig að matvöruverslunum sé frjáls að selja það, kemur fram að óumdeilt sé að vín og annað áfengi sé neysluvarningur og innkaup á því sé hluti af neyslumynstri stórs hluta borgarbúa. „Bætt aðgengi að þessum neysluvarningi, í formi fjölgunar staða sem hægt er að gera innkaup á áfengi, samræmist því vel þeim markmiðum.“

Einmanaleikinn: Skammast mín fyrir að vera ekki eins og margir

Þegar Tryggvi Garðarsson fann að hann var að einangrast ákvað hann að fara í klúbbinn Geysi, sem var stofnaður líkt og aðrir svokallaðir Fountain house klúbbar til að koma í veg fyrir einangrun og einmanaleika þeirra sem höfðu útskrifast af sjúkrahúsum. „Þegar maður kynnist svona athvörfum á borð við Geysi eða Hlutverkasetur þá hefur maður stað til að fara á. Þegar maður byrjar að loka sig af þá verður maður einmana en maður á ekki að þurfa að skammast sín fyrir að vera einmana. Ég fer sérstaklega á þessa staði til þess að hitta fólk.“

Ráðamenn hylja slóðina

Eftir Atla Þór Fanndal ritstjorn@frettatiminn.is Tryggingastofnun virðist líka hafa eytt öllum gögnum vegna sinna útreikninga. „Það eru engin gögn til um þetta atriði,“ segir í svari stofnunarinnar um aðgang að gögnunum. Samskipti við ráðherra vegna málsins virðast ekki hafa verið skráð og beiðni um afrit af þeim var því hafnað.

Menntaðu þig frítt í bestu háskólum heims

Vefsvæðið Class-Central.com heldur utanum háskólanámsframboð á netinu og þar gefa háskólanemar námskeiðunum einkunnir og umsagnir. Vefurinn er gagnvirkur á svipaðan hátt og TripAdvisor, Goodreads, og Internet Movie Data Base og byggir algjörlega á endurgjöf notenda. Þannig er hægt að sjá hvaða netnámskeið skara fram úr, hvaða fyrirlesarar þykja bestir og hvaða nám er vinsælast. Hér verður fjallað um nokkur þeirra námskeiða sem hafa vakið sérstaka athygli eru meðal 50 bestu samkvæmt þúsundum notenda Class-Central.com.

75 ára á puttanum milli Víkur og Selfoss til að hitta eiginmanninn

Foreldrar Lísu Bjargar eru búnir að vera saman í 59 ár, síðan mamma hennar var 15 ára og pabbi hennar 18. „Þetta er því mjög erfiður og sár aðskilnaður fyrir þau bæði. Við héldum upphaflega að þetta yrðu einungis 3 til 4 vikur, og hann kæmist á Selfoss fyrir jólin en núna eru liðnir margir mánuðir. Fyrst vonuðumst við eftir að koma honum að á Kumbaravogi en því heimili var lokað, þá á hjúkrunarheimili að rísa á Selfossi en þótt talað sé um að það sé rétt handan við hornið er staðreyndin sú að enn hefur ekki verið dregið pennastrik á blað,“ segir Lísa Björg.

Yfirvöld þurfa að girða sig í brók

Magnús H. Guðjónsson segir að þetta sé þó ekki á könnu heilbrigðiseftirlitsins nema íbúarnir sjálfir kvarti. „Við förum ekki inná heimili fólks í óþökk þess. Ég reikna þó með því að þeir sem búa við svona aðstæður geri það af hreinni neyð,“ segir hann.

Fjölskylda freka kallsins

Fyrir ekki ýkja löngu hverfðist öll stjórnmálaumræða á Íslandi um sóknarfærin á miðjunni. Nú þegar litið er á stjórnmálakannanir er hin áður yfirfulla miðja, nærri tóm. Ríkisstjórnarflokkarnir Viðreisn og Björt framtíð næðu ekki manni á þing og Framsóknarflokkurinn er í 7 prósentum.

Gjaldþrot Magnúsar: Á meiri eignir í útlöndum

Magnús Þorsteinsson fjárfestir á eignir í útlöndum sem skiptastjóri þrotabús hans bíður enn eftir að koma til Íslands. Þessar eignir eru ekki hluti af þeim tæplega 25 milljónum króna sem greiddust upp í rúmlega 24,5 milljarða króna kröfur sem lýst var í bú hans. Skiptalok Magnúsar voru auglýst í Lögbirtingablaðinu á fimmtudaginn en skiptastjórinn, Ingvar Þóroddsson, segir að sá fyrirvari sé á skiptum þess að hann sé að leita leiða til að koma eignum sem Magnús átti, og búið hefur safnað saman á einn stað, til Íslands. „Það eru eignir í útlöndum sem á eftir að koma í verð. Það tók það langan tíma að það varð að gera þetta svona.“ Ingvar segir flókið að koma eignunum, sem hann vill ekki gefa upp hverjar eru. Ingvar vill ekki gefa upp hversu miklar þessar eignir eru eða hvar þær voru. Magnús hefur hins vegar verið búsettur í Rússlandi síðustu ár og í fréttum um gjaldþrotaskipti hefur komið fram að hann hafi átt eignir í Rússlandi, meðal annars fasteignir við hafnarsvæði í Sankti Pétursborg. Ingvar segir að hann vilji ekki gefa upp hverjir voru stærstu kröfuhafarnir í búið vegna trúnaðar. Magnús var stórvirkur fjárfestir á Íslandi á árunum fyrir hrunið 2008 og var meðal annars einn af hluthöfum Landsbankans ásamt Björgólfsfeðgum. Eftir hrun hefur lítið farið fyrir honum í fjárfestingum á Íslandi.

Sagt að þetta væri ódýrara fyrir samfélagið

Árelíus Örn greiddi vanalega 1200 krónur fyrir skiptið en eftir breytinguna þarf að hann að fara til sérfræðings á Læknasetrinu og greiða 9000 krónur. „Læknirinn var steinhissa,“ segir Árelíus. „Hann sagði samt að Heilsugæslan á Sólvangi hefði verið síðasta ríkisrekna stofnunin til að aðstoða veikt fólk með blóðsjúkdóm. Ég á ansi bágt með að trúa því að það sé ódýrara fyrir samfélagið að láta sérfræðinga á einkastofum annast þetta. Í það minnsta er það níu sinnum dýrara fyrir mig. Ég er ágætlega settur, en margt fólk þyrfti eflaust að neita sér um þetta að óbreyttu, vegna efnahags. Er ekki ódýrara fyrir samfélagið hafa fólk við sæmilega heilsu,“ segir Árelíus. Heiða Davíðsdóttir svæðisstjóri Heilsugæslustöðvarinnar á Sólvangi staðfesti að þessari þjónustu hefði verið hætt í bili þar sem hún hefði verið of kostnaðarsöm fyrir heilsugæslustöðina sem væri í raun að borga með þessu. „Við viljum hinsvegar mjög gjarnan veita þessa þjónustu og höfum barist fyrir því að halda henni inni. Það standa þó enn vonir til þess að stjórnvöld sýni þessu skilning og taki meiri þátt kostnaðinum. Stjórnvöld eru að skoða það.“

Bubbar sem má hrista og slá

„Hefðbundin hljóðfæri eru dálítið alvarleg og kannski ekki alveg nógu spennandi fyrir mjög unga krakka. En Bubbarnir eru agalega hressir,“ segir hönnuðurinn Ninna Þórarinsdóttir sem sýnir um þessar mundir hjóðfæri sem hún hannaði fyrir börn í tengslum við Hönnunarmars. Ninna er nýkomin frá Gautaborg þar sem hún stundaði meistaranám í barnamenningarhönnun og þar urðu Bubbarnir einmitt til. „Ég er voðalega hrifin af tónlist og svo á ég einn litinn strák. Ég var alltaf að kaupa allskonar hljóðfæri handa honum en þegar ég var að leita og skoða þá fannst mér vanta eitthvað sem hentaði yngri börnum betur. Mig langaði svo til að setja andlit á hljóðfærin, gera hálfgerðar dúkkur sem hægt væri að búa til hljóð með. Þetta eru alls ekkert flókin hljóð en það er hægt að leika sér með Bubbana og framkalla hjóð með því að hrista þá og slá,“ segir Ninna en Bubbarnir koma í sjö mismunandi útfærslum. Ninna segir skólann sem hún lærði við vera þann eina í heiminum sem einblíni sérstaklega á hönnun fyrir börn og sem noti þeirra aðstoð í ferlinu, en þau séu sjaldnast spurð álits á einu né neinu. „Það er svo mikilvægt að við ræktum barnamenningu því þetta eru einstaklingarnir sem taka við heiminum af okkur. Þau skipta mestu máli og þau hafa svo mikið að segja. Það er mikilvægt að taka eftir börnum og hlusta vel á hvað þeim finnst,“ segir Ninna sem sýnir Bubbana í Hannesarholti á meðan Hönnunarmars stendur yfir.

Landlæknir segir að tilkynna hefði átt um atvikið

Fram kom í viðtali við Jón Örn Pálsson í Fréttatímanum fyrir viku að læknirinn hefði ekki gefið sér tíma til að hitta hann og skoða hann almennilega þótt hann væri sárkvalinn eftir að hafa farið í hnjáspeglun. Hann segir ennfremur að honum hafi ekki verið greint frá því að áhætta gæti verið samfara aðgerðinni. Hann stendur núna frammi fyrir langri sjúkrahúsdvöl og endurhæfingu, jafnvel örorku.

Mikilvægur áróður, töff útlit

Hjónin Tobba Ólafsdóttir og Sæþór Örn Ásmundsdóttir, grafískir hönnuðir og hönnunarbændur hjá Farvi, fengu nýja risograph prenvél fyrir jól og ákváðu þau að nýta vélina í vélina í skemmtilegt verkefni í tengslum við Hönnunarmars. „Við ákváðum að gera sýningu undir yfirskriftinni áróður og að fá nokkra hönnuði til samstarfs við okkur til að hanna spjöld sem við prentuðum. Vélin prentar einn lit í einu og fyrir vikið verður útkoman svolítið öðruvísi prent,“ útskýrir Tobba. En fjöldi hönnuða á öllum aldri, allt frá nemum og upp þaulreynda einstaklinga, setti sig í samband við þau og vildi vera með. „Áróðursveggspjöld ná svo langt aftur og eru kannski ekki eitthvað sem hönnuðir fá oft tækifæri til að hanna. Fólk mátti gera það sem það vildi, nema auðvitað ekki vera meiðandi gagnvart einstaklingum.

Mitt ráð við kvíða – Það erfiðasta virkar best

„Þegar ég var greind með ofsakvíða, árið 2004, var kvíði ekkert í umræðunni. Ég þurfti í raun að ganga á milli sérfræðinga til að fá greiningu. Svo fékk ég loks þetta nafn, ofsakvíða, og þá gat ég farið að leita mér upplýsinga. Þær voru mjög takmarkaðar á þeim tíma og ég þurfti sjálf að biðja um tilvísun til sálfræðings til að gera eitthvað í málinu. Þar hófst vinnan fyrir alvöru,“ segir Dagný.

Mitt ráð við kvíða – Horfast í augu við óttann

„Mér finnst hugræn atferlismeðferð vera besta leiðin til að kveða niður kvíða. Þá lærir þú leiðir til að tækla kvíðann sjálfur og það er aðferð sem þú getur alltaf gripið til og verður ekki frá þér tekin aftur. Þá lærir þú hvernig kvíðinn virkar og hvernig hægt er að rjúfa vítahringinn sem honum fylgir.“

Mitt ráð við kvíða – Vaða í hlutina og hreyfa sig

„Ég hef unnið mikið í kvíðanum og finnst það mjög gott. Ég er nýbúin að átta mig á því að ég hafi verið kvíðin í mörg ár. Hann hefur verið eins og stanslaus ólga inni í mér sem lýsir sér eins og óeirð eða fiðrildi í öllum líkamanum. Þessu fylgir hraður hjartsláttur líka þó ég sé ekkert að reyna á mig. Þetta er óöryggi sem getur hellst yfir mig af ýmsum ástæðum.“

Kærasti Amirs fær ekki áheyrn hjá ráðherra

Amir dvelur nú á Sikiley en þangað var hann sendur af íslenskum stjórnvöldum. Engir ráðherrar hafa gefið færi á því að ræða mál Amirs og hvort hægt er koma honum til hjálpar. Hann er í felum fyrir lögreglunni á Ítalíu og óttast að verða sendur aftur til Íran næstu daga gefi hann sig fram. Þar gæti hann staðið frammi fyrir dauðarefsingu.