Deila

Gefðu hrotunum gaum

Hrotur ætti aldrei að líta á sem eðlilegan fylgifisk svefns, jafnvel þó þær séu lágværar og trufli engan. Hrotur geta nefnilega bent til undirliggjandi sjúkdóma sem vert er að gefa gaum. Þær gætu til dæmis verið vísbending um kæfisvefn sem getur orsakað blóþrýstingshækkun og leitt til sjúkdóma í hjarta- og æðakerfi.
Ef þú eða einhver í kringum þig hrýtur, eða vaknar alltaf þreyttur, skaltu benda viðkomandi á að leita til læknis. Það er auðvelt að greina kæfisvefn og grípa til viðeigandi ráðstafana. Fólk á öllum aldri getur þjáðst af kæfisvefni en þeir sem eru í yfirþyngd eru í sérstökum áhættuhópi.

Ef þú telur að Fréttatíminn eigi erindi getur þú styrkt útgáfu blaðsins með því að gerast stofnfélagi í Frjálsri fjölmiðlun, stuðningsfélagi óháðrar blaðamennsku og Fréttatímans. Með framlagi sínu efla félagar ritstjórn Fréttatímans og færa blaðið til fleiri heimila.

Frjáls fjölmiðlun í almannaþjónustu er mikilvæg undirstaða heilbrigðs samfélags og nauðsynlegt mótvægi við þá fjölmiðla sem nú eru komnir í eigu sérhagsmunaaðila.