Deila

Gera heimildarmynd um ævintýraferð Fjallabræðra

Meðlimir hljómsveitarinnar Fjallabræðra lögðust í mikla för til London á dögunum. Hljómsveitin tók upp ellefu lög fyrir nýja plötu sem kemur út fyrir jólin. Upptökurnar fóru fram í hinu goðsagnakennda hljóðveri Abbey Road, sem starfrækt hefur verið síðan 1931 og frægast er fyrir samnefnda plötu Bítlanna sem þar var tekin upp.

Fjallabræður eru 53 talsins en auk þeirra sungu inn á plötuna Lay Low, Mugison, Jónas Sig, Magnús Þór Sigmundsson, Sveinbjörn Hafsteinsson, Sverrir Bergmann og Unnur Birna Bassadóttir. Þrír kvikmyndagerðarmenn frá Republik voru einnig með í för og festu þeir þetta mikla ævintýri á filmu. Lárus Jónsson er leikstjóri myndarinnar, Víðir Sigurðsson tökumaður og Hannes Friðbjarnarson framleiðandi. Heimildarmyndin kemur út á DVD í desember og verður sýnd á RÚV eftir áramót.

Ef þú telur að Fréttatíminn eigi erindi getur þú styrkt útgáfu blaðsins með því að gerast stofnfélagi í Frjálsri fjölmiðlun, stuðningsfélagi óháðrar blaðamennsku og Fréttatímans. Með framlagi sínu efla félagar ritstjórn Fréttatímans og færa blaðið til fleiri heimila.

Frjáls fjölmiðlun í almannaþjónustu er mikilvæg undirstaða heilbrigðs samfélags og nauðsynlegt mótvægi við þá fjölmiðla sem nú eru komnir í eigu sérhagsmunaaðila.