Deila

Glimmersprengja á gamlárs

Það getur verið vandasamt að velja dress fyrir gamlárskvöld, fyrst og fremst vegna of mikilla væntinga. Þetta er ekki kvöldið sem þú hendir þér í kósígallann heldur er þetta kvöldið sem þú átt að skemmta þér vel, brosa og vera glöð undir marglitum rakettuhimni, og þá þarftu að sjálfsögðu dress í stíl.

Það er alls ekki við hæfi að taka á móti nýju ári í svörtum jarðarfararlit, náttfötum eða hversdagslegri kaðlapeysu heldur passar miklu betur að fagna því sem koma skal í einhverju sem glitrar og glansar því þannig á nýja árið að vera; marglitt, gleðilegt, farsælt og svo hamingjuríkt að það stirnir á það.
Búðirnar eru að sjálfsögðu fullar af slíkri glimmergleði en á mörkuðum og í búðum sem selja notuð föt er oftast hægt að finna mestu gersemarnar, fyrir miklu minni peninga. Þar er að finna haug af geggjuðum partídressum frá sjöunda, áttunda og níunda áratugnum úr skínanandi gerviefnum og oftar en ekki með ísaumuðum pallíettum, glimmeri og kögri sem eru til þess gerð að dansa inn í nýja árið, án þess að það kosti hálf mánaðarlaun. Það er oft talað um að nauðsynlegt sé að stilla væntingunum í hóf á gamlárskvöld til að enda ekki grátandi úti í horni í upphafi nýs árs, en dressaðu þig upp í glimmer og glamúr því þannig geta engar vonir brostið.

doce-gabbana gucci balmain gucci-2 glitter-and-sequin-dresses-for-fall-winter-2014-2015-1-600x899 dolce-gabbana nina-ricci bregazzi dior BERLIN, GERMANY - JANUARY 15: A model walks the runway at the Anja Gockel show during Mercedes-Benz Fashion Week Autumn/Winter 2014/15 at Brandenburg Gate on January 15, 2014 in Berlin, Germany. (Photo by Peter Michael Dills/Getty Images for IMG) 3694 sonia-rikiel

Ef þú telur að Fréttatíminn eigi erindi getur þú styrkt útgáfu blaðsins með því að gerast stofnfélagi í Frjálsri fjölmiðlun, stuðningsfélagi óháðrar blaðamennsku og Fréttatímans. Með framlagi sínu efla félagar ritstjórn Fréttatímans og færa blaðið til fleiri heimila.

Frjáls fjölmiðlun í almannaþjónustu er mikilvæg undirstaða heilbrigðs samfélags og nauðsynlegt mótvægi við þá fjölmiðla sem nú eru komnir í eigu sérhagsmunaaðila.