Kynning
Deila

Hæfir þjálfarar og hóptímar sem henta öllum

Birkir Vagn, einkaþjálfari í World Class, segir að árið fari vel af stað og allir geti fundið þjálfun við sitt hæfi í World Class stöðvunum.

Það er alltaf mikið af fólki hjá okkur í World Class-stöðvunum í janúar og það er nóg í boði fyrir alla,“ segir Birkir Vagn Ómarsson, íþróttafræðingur og einkaþjálfari í World Class í Laugum.

Heilsuræktin á hug og hjörtu landsmanna nú á nýju ári og í World Class er mikill fjöldi af hæfum einkaþjálfurum og hóptímar sem henta öllum.
„Það er mjög vinsælt að leita til einkaþjálfara og fólk gerir það af ýmsum ástæðum. Sumir þurfa einfaldlega félaga til að koma sér á æfingu. Þeir kunna kannski alveg æfingarnar en þurfa hvatninguna sem felst í því að vera með einkaþjálfara. Svo eru það byrjendur sem þurfa á leiðsögn að halda. Það er mjög gott að fá persónulega þjónustu í byrjun, þá lærir fólk rétta líkamsbeitingu við framkvæmd æfinga.

Fólk sem er í góðu formi leitar líka til einkaþjálfara og sækir þá í að hafa æfingarnar erfiðar og hvetjandi. Það er mjög algengt að fólk sem æfir sjálft sé að taka æfingar sem því finnst skemmtilegar eða æfingar sem það er gott í. Það eru mjög fáir sem nenna að gera eitthvað sem þeir eru ­lélegir í. Einkaþjálfari lætur þig líka gera það sem er leiðinlegt og þú færð meira út úr æfingunni fyrir vikið,“ segir Birkir Vagn. „Það er misjafnt hvort fólki finnst henta að vera eitt og sér hjá einkaþjálfara eða í hópi. Vinsælt er að vera þrír, fjórir eða fimm saman í hópi, þá kemur aukin hvatning og pressa frá þeim sem eru með þér í hópi,“ segir Birkir Vagn sem er einn vinsælasti þjálfarinn í World Class.

Auglýsing

Mikill fjöldi einkaþjálfara starfar í World Class og er hægt að kynna sér þá á heimasíðunni, www.worldclass.is.
Birkir Vagn kennir vinsæla tabata-tíma í Laugum í hádeginu á virkum dögum. Allt að hundrað manns æfa hjá honum í hverju hádegi svo væntanlega er um vinsælustu hóptímana hér á landi að ræða. „Það er oft býsna mikil stemning,“ segir Birkir Vagn.

Birkir Vagn Ómarsson íþróttafræðingur er einn vinsælasti þjálfari í World Class. Það er alltaf fullt af fólki í tabata-tímum hans í hádeginu og Unglingahreysti hefur sömuleiðis notið mikilla vinsælda.  Mynd | Hari
Birkir Vagn Ómarsson íþróttafræðingur er einn vinsælasti þjálfari í World Class. Það er alltaf fullt af fólki í tabata-tímum hans í hádeginu og Unglingahreysti hefur sömuleiðis notið mikilla vinsælda. Mynd | Hari

„Þetta er mikil keyrsla í 45 mínútur, brennsla og lyftingar í bland. Sumir láta sér nægja að mæta í þessa tíma þrisvar í viku, skella sér kannski í hot jóga hina tvo dagana,“ segir Birkir Vagn þegar hann er beðinn að lýsa tabata-tímunum.

„Þetta eru mjög fjölbreyttir tímar sem henta öllum. Þarna eru einfaldar æfingar sem eru gerðar í miklu tempói, eins og að hlaupa á staðnum og hnébeygjur með léttum þyngdum. Þeir sem mæta í tabata-tímana eru alveg frá 18-20 ára krökkum upp í sextugt fólk,“ segir hann.

Aðrir hóptímar sem notið hafa mikilla vinsælda að undanförnu eru Unglingahreysti sem eru fyrir krakka í 7.-10. bekk.
„World Class reynir að koma til móts við alla og þessir tíma eru frábærir fyrir krakkana, hvort sem þú ert í íþróttum eða ekki. Líka þá sem finna sig ekki í hefðbundnum æfingum en vilja fá hreyfinguna. Krakkarnir æfa tvisvar í viku undir leiðsögn þjálfara og þarna hefur myndast mjög góð ­stemning. ­Tímarnir hafa líka þjappað krökkum úr mismunandi skólum saman,“ segir Birkir Vagn.

Fjöldi frábærra þjálfara eru í World Class stöðvunum.  Mynd | Hari
Fjöldi frábærra þjálfara eru í World Class stöðvunum. Mynd | Hari

Hann segir að æfingarnar í Unglingahreysti séu hefðbundnar. Mikið sé unnið með eigin líkamsþyngd og ekki séu neinar þungar lyftingar. „Þegar ég er að þjálfa reyni ég að blanda saman leikjum sem krakkar þekkja. Við förum til dæmis stundum í skotbolta þannig að ef þú ert skotinn þarftu að taka tíu froskahopp eða eitthvað slíkt. Krakkarnir fá fræðslu um mataræði og almenn heilsuráð, sem virðist oft ekki veita af. En fyrst og fremst á þetta að vera skemmtilegt.“

Unnið í samstarfi við World Class

Ef þú telur að Fréttatíminn eigi erindi getur þú styrkt útgáfu blaðsins með því að gerast stofnfélagi í Frjálsri fjölmiðlun, stuðningsfélagi óháðrar blaðamennsku og Fréttatímans. Með framlagi sínu efla félagar ritstjórn Fréttatímans og færa blaðið til fleiri heimila.

Frjáls fjölmiðlun í almannaþjónustu er mikilvæg undirstaða heilbrigðs samfélags og nauðsynlegt mótvægi við þá fjölmiðla sem nú eru komnir í eigu sérhagsmunaaðila.