Kynning
Deila

Hálendisferðir í sérflokki

Mountaineers of Iceland er leiðandi ­ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í jeppa-, trukka- og vélsleðaferðum á Langjökli. Fyrirtækið hefur verið starfrækt síðan árið 1996.

Fyrirtækið býður upp á dagsferðir fyrir bæði hópa og einstaklinga ásamt því að taka að sér skipulagningu og framkvæmd á lengri ferðum. Mountaineers of Iceland tók nýverið við Vakanum sem er gæða og umhverfisstaðall aðila í ferðaþjónustu. Auk þess fékk fyrirtækið nýverið viðurkenningu frá Credit Info fyrir að vera framúrskarandi fyrirtæki en þetta er í þriðja árið í röð sem fyrirtækið hlýtur þá viðurkenningu.

32535 TrukkurSandra Dögg Björgvinsdóttir er markaðsfulltrúi hjá Mountaineers of Iceland. Þegar hún er spurð um hverjar séu vinsælustu ferðirnar sem þau bjóða upp á segir Sandra:
„Vinsælustu ferðirnar ­okkar eru The Pearl Tour sem er leiðsögð ferð í súper jeppa þar sem farið er á Geysi, Gullfoss og Þingvelli og klukkutíma sleðaferð. Önnur ferð sem hefur notið mikilla vinsælda hjá okkur er Hot Spring and Cool Glacier, það er súper jeppaferð þar sem stoppað er í Secret Lagoon á Flúðum, klukkutíma sleðaferð á Langjökli og hádegismatur innifalinn. Þriðja ferðin sem mig langar til þess að nefna er Snowmobile Into the ­Glacier. Sleðaferð vestanmegin við jökulinn og klukkutíma ferð um íshellinn (Into the Glacier). Að lokum verð ég að nefna Meet us at Gullfoss. Þá mætir fólk á Gullfoss og er keyrt þaðan á stórum trukk upp á sleðasvæði þar sem farið er í klukkutíma sleðaferð. Sú ferð er tilvalin fyrir þá sem eru búnir að fara Gullna hringinn og langar einfaldlega bara að koma á sleða.“

En hvernig skyldi ­sumarið líta út með bókanir ?
„Það er nóg að gera hjá okkur allan ársins ­hring og er ­sumarið engin undantekning. Á sumrin erum við oftar en ekki að taka á móti mjög stórum hópum og það eru margar bókanir komnar og fleiri eru að detta inn núna fyrir sumarið og þá bæði stórir hópar sem og einstaklingsbókanir,“ segir Sandra.
Eru þetta aðallega erlendir ferðamenn sem eru að sækja í ferðirnar ykkar?
„Það eru fyrst og fremst ­erlendir ferðamenn sem eru að sækja í ferðirnar okkar, en alltaf ­einhverjir ­Íslendingar. Við sjáum mikla aukningu á fjöldanum hjá okkur í ár miðað við fyrstu tvo mánuðina 2016. Þannig það er aukning á milli ára og það væri skemmtilegt ef við myndum fá fleiri Íslendinga til ­okkar. Því ferðirnar okkar eru alls ekki bara fyrir erlenda ferðamann, þetta eru líka skemmtilegar ferðir fyrir ­Íslendinga,“ segir Sandra.

32535 Mountaineers of Iceland trukkurEruð þið með ferðir á fleiri staði en Langjökul ?
„Við erum með nokkrar skipulagðar súper jeppaferðir og þá skoðum við hina ýmsu staði á Suðurlandinu. Síðan bjóðum við upp á sérsniðnar ferðir og þá setur sölufólkið okkar saman frábærar ferðir að óskum viðskiptavinarins,“ segir Sandra.
Eruð þið eitthvað að nýta ­ykkur Into the Glacier ?
„Já, við erum með samstarfsferðir með Into the Glacier. Við erum með eina Súper jeppaferð (Lava & Ice Into the Glacier) þar sem við tökum meðal annars Borgarfjörðinn og förum svo í íshellinn. Síðan erum við með nokkrar samstarfsferðir þar sem farið er á sleða og Íshellirinn skoðaður í miðri sleðaferðinni,“ segir Sandra.

Unnið í samstarfi við Mountaineers of Iceland

32535_MOI-logo-langt_es06

Auglýsing

Ef þú telur að Fréttatíminn eigi erindi getur þú styrkt útgáfu blaðsins með því að gerast stofnfélagi í Frjálsri fjölmiðlun, stuðningsfélagi óháðrar blaðamennsku og Fréttatímans. Með framlagi sínu efla félagar ritstjórn Fréttatímans og færa blaðið til fleiri heimila.

Frjáls fjölmiðlun í almannaþjónustu er mikilvæg undirstaða heilbrigðs samfélags og nauðsynlegt mótvægi við þá fjölmiðla sem nú eru komnir í eigu sérhagsmunaaðila.