Heilsutíminn

Glóandi Veganúar

Gló er einn af stoltum styrktaraðilum Veganúar annað árið í röð. Í tilefni mánaðarins er ómótstæðilegt tilboð á vegan mat á öllum Gló stöðunum. Á Laugavegi og í Kópavogi eru grænmetisréttir dagsins á aðeins 1.499 kr. út mánuðinn en í Fákafeni og á Engjateigi er hægt að fá sérsniðna vegan skál á sama tilboðsverðinu. Veganskálarnar aldrei vinsælli

SAFAR SEM HREINSA

Oft er mikið álag á líkamanum, ónæmiskerfinu og meltingarkerfinu – sérstaklega eftir þá miklu matarveislutíð sem nýafstaðin er. Til þess að aðstoða líkamann við að losa sig við óæskileg eiturefni og bjúg, er auk holls mataræðis gagnlegt að innbyrða grænmetis- og ávaxtasafa sem búnir eru þekktum heilsubætandi eiginleikum. En það er ekki sama hvernig safar það eru. Best er að drekka lífræna, kaldpressaða safa sem ekki innihalda neinn viðbættan sykur og ekki eru búnir til úr þykkni. Beutelsbacher býður upp á 15 mismunandi grænmetis- og ávaxtasafa sem margir hverjir eru sérlega gagnlegir í hreinsun líkamans.

Styrkir ónæmiskerfið og meltinguna

Íris Ásmundardóttir er á fullu í framhaldskólanámi og æfir ballett í rúmlega tuttugu klukkustundir á viku ásamt því að vinna sem aðstoðarkennari í ballett fyrir þau sem eru að taka fyrstu sporin. „Þegar ég lærði að stærsti hluti ónæmiskerfisins væri í meltingarfærunum ákvað ég að gera eins vel og ég gæti til að styðja við og halda þeim í sem bestu standi. Ég ætla mér langt í ballettinum og mér hefur undanfarin tvö ár hlotnast sá heiður að fá að stunda nám við sumarskóla Boston Ballet ásamt því að hafa tekið tíma bæði í Steps on Broadway og í London. Til þess að geta stundað þetta allt saman af fullum krafti tek ég Bio-Kult á hverjum degi til að styrkja ónæmiskerfið og koma í veg fyrir að ég fái allskonar umgangspestir sem ég má ekkert vera að því að eyða tímanum í,“ segir Íris.

MS Léttmál – bragðgott og fljótlegt millimál

Við erum sífellt að reyna að finna hinn gullna meðalveg í mataræðinu og reynum flest að gera okkar besta á degi hverjum og vanda valið á því sem við neytum. Við viljum borða holla og fjölbreytta fæðu úr sem flestum fæðuflokkum og reynum hvað við getum að sneiða framhjá óhollustu þegar hungurtilfinningin lætur á sér kræla. Marga dreymir um að hafa nægan tíma til að útbúa millimál og nesti frá grunni en dagskrá hversdagsins er víða ansi þétt og því verður gjarnan lítið úr háleitum hugmyndum með tilheyrandi svekkelsi og skyndilausnum.

Losaðu þig við tóbakið með Kickup

Kickup eru orku- og vítamínpokar sem hugsaðir eru fyrir þá sem vilja draga úr neyslu munntóbaks eða þurfa á aukinni orku að halda í amstri dagsins, en varan er flokkuð sem fæðubótarefni. Guðmundur Már Ketilsson, eigandi Kickup á Íslandi, segir pokana þó aðallega ætlaða þeim sem vilja losna úr viðjum tóbaksfíknarinnar. „Þetta er sérstaklega sniðugt núna því tóbaksdósin hækkaði um 60 eða 70 prósent um áramótin. Þú getur fengið um fjórar dósir af Kickup fyrir eina neftóbaksdós,“ segir Guðmundur.

Mikilvægt að hafa þarmaflóruna í toppstandi

Verslunin Gló, sem er í Fákafeni 11, býður upp á mikið úrval af ýmiskonar heilsusamlegum og lífrænum heilsuvörum ásamt sérfæðisvörum fyrir t.d. vegan og glútenlaust mataræði. Þar er hægt að fá ráðgjöf varðandi hvaða vörur henta og leiðbeiningar um hvernig best er að nota þær.

Endurstilltu þig með djúsföstu

Að taka létta djúsföstu er tilvalin leið til að endurstilla sig fyrir árið fram undan og til þess að taka ekki sykurát og aðrar óhollar venjur með inn í nýja árið. En kostirnir við djúsföstu eru fleiri, húðin verður til dæmis betri og líkaminn fær tíma til að gera við ýmis vandamál.

Ólýsanlegt að losna við hjálpartækin

Augljós er alhliða augnlæknastöð sem sérhæfir sig í greiningu og meðferð sjónlagsgalla eins og nærsýni, fjarsýni og sjónskekkju. Stöðin varð fyrst til þess að bjóða upp á svonefndar snertilausar aðgerðir hér á landi, en í þeim aðgerðum vinna lasergeislarnir einir á hornhimnunni og enginn skurðhnífur er notaður. Þrátt fyrir að stöðin sé þekktust fyrir laseraðgerðir er hún opin öllum sem þurfa almenna augnlæknaþjónustu en þar eru greindir og meðhöndlaðir alls kyns augnsjúkdómar, líkt og gláka, ský á augasteini og sykursýkisskemmdir í sjónhimnu svo einhverjir séu nefndir og einnig er tekið á móti bráðatilfellum af öllum toga eftir því sem komið verður við.

Mundu mig og ég man þig, hið gleymda næringarefni

Fyrirtækið geoSilica Iceland ehf. var stofnað árið 2012 af Fidu Abu Libdeh og Burkna Pálssyni og hefur það að markmiði að framleiða hágæða kísilríkar heilsuvörur, úr jarðhitavatni jarðvarmavirkjana á Íslandi, til að stuðla að bættri heilsu. Fida og Burkni fengu hugmyndina út frá lokaverkefnum sínum í orku- og umhverfisfræði við Háskóla Íslands og hafa nú þegar fengið fjölda viðurkenninga fyrir þróunarstarf sitt.

Batteríin endurhlaðin á Balí

Við ætlum að draga okkur frá hinni daglegu rútínu, skilja álagið og allt stressið eftir heima og endurhlaða batteríin. Þetta snýst fyrst og fremst um að byggja sig upp og endurnæra líkama og sál – og umfram allt að hafa gaman,“ segir Þóra Hlín Friðriksdóttir, yogakennari og hjúkrunarfræðingur, en hún og yogakennarinn og leikkonan María Dalberg eru búnar að skipuleggja yoga- og heilsuferð fyrir konur til eyjunnar Balí, í Indónesíu, dagana 7.-21. mars, í samvinnu við ferðaskrifstofuna Tripical Travel.

Breytti um lífsstíl og losnaði við lyfin

Fyrir tæpum fimm árum var Sólveig Sigurðardóttir alltof þung og mjög veik af MS sjúkdómnum. Hún var föst í vítahring sem hún kunni ekki að koma sér út úr þegar hún sá umfjöllun um Heilsuborg í sjónvarpinu. Hún sá að þar var boðið upp á heildstæða þjónustu fagaðila og leið að betri heilsu. Hana langaði að skrá sig og mæta á kynningarfund, en þorði það ekki. Þetta var stórt skref fyrir hana.

Fituminni hnetusmjörsdýfa

Að dýfa eplabitum í hreint hnetusmjör er dýrinds heilsunammi. Það er svo fullkomið jafnvægi á milli sætubragðsins af eplinu og saltbragðsins af hnetusmjörinu. En þó hreint hnetusmjör sé vissulega í hollari kantinum þá er það mjög fitandi og því ekki æskilegt að borða það í miklu magni í einu. Þetta vandamál má hins vegar leysa á auðveldan hátt. Blandaðu saman hnetusmjöri og fitulítilli grískri jógúrt og notaðu sem dýfu fyrir eplabitana. Blandaðu dýfuna eftir smekk, en hafðu hana samt þannig að saltbragðið nái ágætlega í gegn. Þá ertu í góðum málum og getur borðað mun meira af eplum með hnetusmjörsdýfu.

Sýrt grænmeti er allra meina bót

Mjólkursýring er ævagömul náttúruleg leið til að geyma grænmeti en sýrt grænmeti er löngu þekkt fyrir hollustu sína. Flestir kannast líklega við súrkál, en færri vita kannski að það hægt er að sýra næstum allt grænmeti. Sé það unnið með hefðbundnum aðferðum kallar það fram ýmsar góðar bakteríur og mjólkursýrugerla sem eru góðir fyrir þarmaflóruna og í raun nauðsynlegir fyrir meltinguna. Vítamín varðveitast vel með þessari geymsluaðferð og aukast jafnvel. C-vítamín er eitt þeirra. Þá er sýrt grænmeti auðmeltanlegra en það ferska. Mjólkursýrubakteríur eru náttúrulega til staðar á grænmetinu en aðferðin snýst um að skapa réttar aðstæður til að þær nái yfirhöndinni og komi af stað gerjun.

Gefðu hrotunum gaum

Hrotur ætti aldrei að líta á sem eðlilegan fylgifisk svefns, jafnvel þó þær séu lágværar og trufli engan. Hrotur geta nefnilega bent til undirliggjandi sjúkdóma sem vert er að gefa gaum. Þær gætu til dæmis verið vísbending um kæfisvefn sem getur orsakað blóþrýstingshækkun og leitt til sjúkdóma í hjarta- og æðakerfi. Ef þú eða einhver í kringum þig hrýtur, eða vaknar alltaf þreyttur, skaltu benda viðkomandi á að leita til læknis. Það er auðvelt að greina kæfisvefn og grípa til viðeigandi ráðstafana. Fólk á öllum aldri getur þjáðst af kæfisvefni en þeir sem eru í yfirþyngd eru í sérstökum áhættuhópi.

Nýttu hreyfingu til að fá tíma fyrir sjálfan þig

„Fyrst og fremst finnst mér mikilvægt að við séum ekki að hugsa um hreyfingu til þess að refsa okkur fyrir óhollt mataræði eða af því að okkur finnst við feit og ætlum að hlaupa af okkur spikið,“ segir Rósa Soffía Haraldsdóttir einkaþjálfari, sem heldur úti síðunni rosafitness.is og snapchatreikningnum: rosasoffia.