Heilsutíminn

Meiri áhersla á pabbana en áður

„Við ætlum að bæta við um 100 síðum og þar mun kenna ýmissa grasa. Ég á ótrúlegt magn af efni sem mig langar að deila, aðallega frá öðrum foreldrum. Síðan bætast nýir pistlahöfundar og sérfræðingar í hópinn auk þess sem við munum leggja meiri áherslu á pabbana og parasambandið,“ segir Þóra Sigurðardóttir um nýja útgáfu Foreldrahandbókarinnar sem gefin verður út á næstunni.

Silkimjúkar úrvalsbleyjur sem fara vel með viðkvæma húð

Það er óhætt að segja að Libero Touch bleyjurnar hafi fengið góðar viðtökur hér á landi á síðustu mánuðum. Margir hafa spurst fyrir um stærri stærðir og því er gleðiefni að tilkynna að fyrsta sendingin af Libero Touch í stærðum 3-6 er á leiðinni til landsins og verða bleyjurnar fáanlegar í verslunum í mars.

Meðgönguleikfimi og mömmutímar

World Class hugsar sérstaklega um konur sem eru barnshafandi með tímum sem heita meðgönguleikfimi. Einnig er boðið upp á tíma sem heita mömmutímar en báðir tímarnir njóta mikilla vinsælda. Í meðgönguleikfiminni er lögð áhersla á að styrkja þá vöðva sem mest álag er á meðan á meðgöngu stendur og við fæðinguna sjálfa, bak og mjaðmasvæði. Þórdís Anna Hermannsdóttir er meðgönguleikfimikennari hjá World Class. „Meðgönguleikfimi er fyrir konur sem vilja stunda markvissa og örugga líkamsrækt á meðgöngu. Þjálfun á meðan á meðgöngu stendur stuðlar að meiri vellíðan og betri líkamsstöðu. Auk þess hafa rannsóknir sýnt fram á minni þreytu, minni bjúg og styttri fæðingartíma hjá konum sem stunda hreyfingu á meðgöngu,“ segir Þórdís. Í World Class er fjölbreytt úrval af tímum og dekri fyrir barnshafandi konur og þær konur sem hafa nýlega eignast barn. Þórdís segir að meðgönguleikfimi sé fyrir allar óléttar konur. „Æfingarnar taka mið af þeim breytingum sem eiga sér stað á meðgöngu og eru aðlagaðar að formi hverrar konu og að því hversu langt þær eru gengnar. Það er mjög gott andrúmsloft í tímunum og konurnar ná vel saman.“

Öruggar og skaðlausar vörur fyrir barnið þitt

Nuby hefur með áralangri reynslu sinni og þrotlausri vinnu þróað náttúrulega línu af hreinsi- og snyrtivörum sérstaklega með velferð barnsins þíns í huga. Nuby All Natural línan inniheldur Citroganix sem unnið er einungis úr náttúrulegum efnum eins og appelsínuberki af Murcia appelsínum.

Acidophillus fyrir börnin

Það er fátt sem skiptir jafn miklu máli fyrir heilsuna okkar og heilbrigð og rétt samsett þarmaflóra. Þarmaflóran í venjulegri manneskju inniheldur yfir þúsund mismunandi tegundir gerla og baktería. Jafnvægi þessara baktería getur auðveldlega raskast vegna veikinda, inntöku sýklalyfja, mikillar kaffidrykkju og ýmissa lífsstílstengdra þátta eins og mikils álags, neyslu næringarsnauðrar fæðu og fæðu sem er mikið unnin. Fyrir 2000 árum sagði Hippókrates: „Allir sjúkdómar hefjast í meltingarvegi.“ Það er ekki fyrr en nú hin síðar ár sem við erum að skilja hversu mikið er til í þessum orðum.

Léttara líf með Active Liver

Active liver taflan er byltingarkennd uppfinning og ólík öllum þeim megrunarvörum sem eru á markaði, en hún er sérstaklega gerð til að stuðla að virkni lifrarinnar og gallsins. Það er alveg rökrétt að það er erfitt að léttast þegar lifrin safnar fitu vegna óheilbrigðs lífsstíls. Þess vegna er dagleg notkun á Active Liver heilsutöflunum frábær fyrir þá sem vilja njóta lífsins en samt léttast.

Fegurð að innan

Leyndarmál Carmen ­Electra í viðhaldi unglegrar og geislandi húðar er hollt mataræði og Skin Care Collagen Filler töflurnar. Töflurnar eru þróaðar með skandinavískri tækni sem getur minnkað hrukkur verulega eftir 14 daga notkun.

Aukin áhersla á netverslun

Við leggjum mikla áherslu á þarfir ungra mæðra og að þær séu ánægðar með þá þjónustu sem Móðurást býður upp á. Því höfum lagt aukna áherslu á netverslunina,“ segir Guðrún Jónasdóttir, verslunarstjóri í Móðurást. Móðurást er sérverslun sem leggur áherslu á allt sem viðkemur móður og barni. Þar er einstaklega gott úrval af vörum sem eru ætlaðar mæðrum og börnum þeirra.

Hentugur og ­hollur valkostur fyrir barnið þitt

Næring ungbarna er einstaklega mikilvæg og skiptir miklu máli til að þau dafni vel. Fyrstu mánuðirnir eru tiltölulega einfaldir að þessu leyti, en fylgi barnið sinni vaxtarkúrfu og sé vært dugir móðurmjólk og/eða rétt blönduð þurrmjólk því vel. Í kringum sex mánaða aldurinn fer barnið að kynnast nýjum fæðutegundum og smám saman byrjar það að borða fjölbreyttan mat með öðru heimilisfólki. Samfara þessu tímabili kynna margir foreldrar stútkönnu fyrir börnunum og þá er gott að gefa börnunum vatn og Stoðmjólk við þorsta og með mat. Stoðmjólk er unnin úr íslenskri kúamjólk og mælt er með notkun hennar í stað nýmjólkur fyrir börn frá sex mánaða til tveggja ára aldurs. Stoðmjólkin var þróuð af MS að beiðni og í samvinnu við samstarfshóp um næringu ungbarna á vegum Manneldisráðs, Landlæknisembættisins, barnalækna við Landspítalann, félags barnahjúkrunarfræðinga og félags heilsugæsluhjúkrunarfræðinga. „Við framleiðslu hennar er tekið sérstakt tillit til næringarþarfa ungra barna og hún er líkari móðurmjólk að samsetningu en venjuleg kúamjólk. Stoðmjólk hefur lægra próteininnihald en kúamjólk en það, ásamt járnbætingu Stoðmjólkur, hefur jákvæð áhrif á járnbúskap barna sem er viðkvæmur á þessu aldursskeiði,“ segir Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS. „Enn fremur er bætt í Stoðmjólk C-vítamíni sem örvar járnupptöku og ­sérstaða Stoðmjólkurinnar umfram ­erlendar þurrmjólkurblöndur er að hún er tilbúin til drykkjar og próteinsamsetningin í henni er æskilegri en í þurrmjólkurafurðum,“ bætir Björn við. Nýjustu ­rannsóknir hafa sýnt að íslenska Stoðmjólkin hefur haft jákvæð áhrif á járnbúskap í aldurshópnum 6 mánaða til tveggja ára og mælist hann nú mun betri en áður. Hún er seld í 500 ml fernu sem talin er hæfilegur dagskammtur af mjólk og mjólkurmat þegar barnið er farið að borða úr öllum fæðuflokkum. Stoðmjólk hentar vel samhliða brjóstagjöf en mælt er með áframhaldandi brjóstagjöf svo lengi sem hugur stendur til hjá móður og barni.

Snufflebabe auðveldar öndun

Snufflebabe vörulínan er sérhönnuð til að losa erfiðar nefstíflur hjá ungabörnum, til að auðvelda öndunum og auðvelda þeim að nærast. Snufflebabe Vapour rub inniheldur eucalyptus oliu, mentol og tímían, allt náttúruleg efni sem hafa verið notuð í gegnum aldaraðir til að losa stíflur í efri öndunarvegir og auðvelda þannig öndun. ­Vapour rub er borið á háls eða bringu barna. Má nota á börn eldri en 3. mánaða. Snufflebabe nefsugan er með margnota filter sem má þvo í volgu vatni og má nota frá fæðingu. Snufflebabe nefsugan hefur ­hlotið viðurkenningu breskra barnalækna. Ekki er mælt með að nota nefsugur á börn nema notað sé t.d. Stérimar með sem leysir upp þykkt og harnað hor áður en sogið er. Verum góð við börnin okkar.

Ver sárar geirvörtur

Lansinoh HPA kremið var þróað fyrir mæður með barn á brjósti til að draga úr eymslum og vernda sprungnar og aumar geirvörtur. Helsta orsök sárra geirvarta er sú að barn er ekki staðsett rétt við brjóstið og er mikilvægt að leiðrétta það sem fyrst. Helstu einkenni eru roði á vörtum, sprungur eða sáramyndum. Það er sannað að Lansinoh kremið dregur úr eymslum og ver sprungnar og sárar vörtur.

Stérimar gegn stífluðum ungbarnanösum

Þegar efri ­öndunarvegur ungbarna stíflast geta foreldrar búist við ýmsum vandamálum, s.s. truflun á svefni, vandamál við að ­nærast, drekka og almennum pirringi barnsins. Málið er nefnilega að lítil börn kunna ekki að snýta sér. Hnerri er náttúrulegt viðbragð barns til þess að hreinsa á sér nefið en ef það er alveg stíflað þá virkar hnerrinn ekki sem skyldi. ­Ungbörn eiga mjög erfitt með að næra sig með stíflað nef, því þau kunna ekki að anda í gegnum munn. Því er mjög mikilvægt að nef barns sé hreint við hverja næringargjöf svo barnið geti nært sig án erfiðleika.

Ilmefnalaus lína fyrir verðandi mæður og börn þeirra

Regalo ehf. setti nýverið á markað nýja línu sem sérstaklega er hönnuð fyrir verðandi mæður og nýfædd börn þeirra. Margar konur upplifa á meðgöngu næmni fyrir ilmefnum og breyting verður á lyktarskyni. Pure Mother To Be er grænvottuð ilmefnalaus lína sem er sérstaklega hönnuð fyrir þær sem eru viðkvæmar og þola ekki ilmefni. Línan er einnig frábær eftir meðgöngu þar sem margar konur vilja hreint og fallegt hár án ilmefna. Línan er það mild að einnig má nota hana á börn. Pure Mother inniheldur sjampó, næringu og sérstaklega hannað líkamskrem sem koma á í veg fyrir slit á meðgöngu.

Laus við hita, verki og bólgur!

Nutrilenk Gold og Nutrilenk Active eru vel þekkt liðbætiefni á Íslandi og þúsundir Íslendinga segjast ekki geta verið án þessara mögnuðu liðbætiefna. Það fjölgar stöðugt reynslusögunum því sífellt fleiri eru að uppgötva virkni þessa efnis. „Þetta virkar augljóslega“

Reglulegar hægðir – lykill að góðri heilsu

Inulin eru vatnsleysanlegar trefjar á duftformi. Þessar trefjar finnast í lauk, blaðlauk, hvítlauk, banönum, spergli og í kaffifífli (sikoría) en Inulin er einmitt unnið úr honum. Inulin, eins og aðrar vatnsleysanlegar trefjar, verða seigfljótandi og geta örvað vöxt æskilegra baktería í ristlinum með því að vera fæða ­ (e. prebiotics) fyrir þær. Þær eru því góður áburður fyrir góðu gerlana í þörmunum.

Náttúruleg jöfn brúnka

Minetan eru byltingarkenndar nýjar brúnkuvörur unnar úr náttúrulegum efnum. Þær koma alla leið frá Ástralíu, Mekka brúnkunnar, og fást hjá Tan Reykjavík í Holtagörðum, á www.tan.is og einnig er hægt að fylgjast með okkur á Snapchat – TanReykjavik. Vörurnar eru fyrst og fremst auðveldar í notkun, innihalda enga appelsínugula tóna, blandast vel, skilja ekki eftir flekki, smita ekki frá sér lit í föt og gefa enga lykt.

Kaktusinn sem dregur úr ofáti

Helga Lind Björgvinsdóttir er lærður pilates kennari og einkaþjálfai. Hún hefur rekið líkamsræktarfyrirtækið Balance í sjö ár sem er starfrækt í Sporthúsinu, Kópavogi. Þar kennir hún meðal annars Pilates og aðhaldsnámskeiðið Betra form. „Ég hef lifað og hrærst í íþróttum alla ævi og vissi alltaf að líkamsrækt væri mín hilla.“