Heilsutíminn

Ert þú með ofnæmiskvef?

Ofnæmisnefkvef er tegund nefslímubólgu og er algengasti ofnæmissjúkdómurinn í heiminum; u.þ.b. 15% íbúa iðnaðarsamfélaga hafa það. Einkenna verður fyrst vart á barnsaldri en það dregur úr þeim eftir 30-40 ára aldur. Ofnæmisnefkvef getur verið ættgengt.

Exem og ofnæmi

Exem er langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Atopískt exem er algengasta tegundin og er algengast hjá börnum. Orsök atopísks exems er óþekkt en fylgni við ofnæmi er vel þekkt. Atopic merkir að viðkomandi er viðkvæmur fyrir ofnæmisvökum.

Stérimar gegn stífluðum ungbarnanösum

Þegar efri öndunarvegur ungbarna stíflast geta foreldrar búist við ýmsum vandamálum, s.s. truflun á svefni, vandamál við að nærast, drekka og almennum pirringi barnsins. Málið er nefnilega að lítil börn kunna ekki að snýta sér. Hnerri er náttúrulegt viðbragð barns til þess að hreinsa á sér nefið en ef það er alveg stíflað þá virkar hnerrinn ekki sem skyldi. Ungbörn eiga mjög erfitt með að næra sig með stíflað nef, því þau kunna ekki að anda í gegnum munn. Því er mjög mikilvægt að nef barns sé hreint við hverja næringargjöf svo barnið geti nært sig án erfiðleika.

Máttur móður jarðar

„Okkar markmið er að færa fólki hágæða heilsuvörur víðs vegar að úr heiminum,“ segir Ösp Viðarsdóttir, næringarþerapisti og ráðgjafi hjá Mamma veit best. „Við erum lítill hópur sem höfum margra ára reynslu úr þessum bransa. Tvær okkar eru næringarþerapistar og sjáum við um að viðskiptavinir fái faglega og persónulega ráðgjöf en góð þjónusta skiptir okkur miklu máli.“

Að vera myglaður

Mikil umræða hefur verið um myglu upp á síðkastið og iðulega er hún tengd við rakaskemmdir í húsnæði og vöxt sem getur skapast í kjölfar þessa. Margir kvarta um einkenni þessu tengd og er okkur ákveðinn vandi á höndum því það getur verið afar flókið að staðfesta að um slíkt sé að ræða og eru ekki til neinir fastmótaðir verkferlar í raun og veru. Það er staðreynd að líkami okkar er stöðugt að glíma við sveppi, sem í flestum tilvikum er tækifærissinnaður sýkingarvaldur. Þeir sem eru almennt hraustir eiga yfirleitt ekki í miklum vandræðum, ónæmiskerfið og hin eðlilega bakteríuflóra heldur sveppunum í skefjum, en hjá þeim sem eru ónæmisbældir vegna sjúkdóms, lyfja eða annarra ástæðna geta sveppir hreinlega tekið yfirhöndina og valdið alvarlegum veikindum.

Nærandi smyrsl úr íslenskum jurtum

Minkaolía og handtíndar íslenskar jurtir eru uppistaðan í vörunum frá Gandi. Minkaolía hefur óvenjuhátt hlutfall af ómettuðum fitusýrum sem gefa henni einstaka eiginleika í snyrtivörum. Hún er græðandi og mýkjandi náttúruleg afurð fyrir húð bæði manna og dýra. Minkaolían sogast hratt inn í húðina og getur þannig hjálpað til við að loka sárum og sprungum sem í kjölfarið gróa hraðar. Í smyrslunum er einnig að finna handtíndar íslenskar jurtir, bývax og E-vítamín.

Á ég að nota kaffipásuna í sjálfsfróun?

„Á ég að fara að finna auka 20 mínútur til að stunda sjálfsfróun? Á ég að vera inni á baði? Er þetta kaffihléið mitt?“ Að þessu spyr kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir í tengslum við ráðleggingar um sjálfsfróun, en meðal ráðlegginga sem hún hefur heyrt er að konur eigi að gefa sér 20 mínútur á dag til að stunda sjálfsfróun. Sigga Dögg er hins vegar ekki alveg tilbúin til að sleppa latte bollanum fyrir sjálfsfróun, en hún hefur aðrar leiðir.

Röddin er vöðvi sálarinnar

„Það má segja að röddin sé í raun vöðvi sálarinnar,“ segir Þórey. „Það hvernig okkur líður endurspeglast í röddinni og þegar við þjálfum röddina hefur það góð áhrif á sálina.“ Þórey kynntist mætti raddarinnar fyrst fyrir um það bil 20 árum og í dag kennir hún sjálfstyrkingarnámskeið fyrir þá sem vilja styrkja framkomu sína og rödd undir yfirskriftinni „Röddin – vöðvi sálarinnar.“

Kynlíf í öllum regnbogans litum

„Um leið og maður þjáist af streitu eða kvíða hefur það áhrif á allt sem maður gerir, og þar er kynlífið alls ekki undanskilið. Höfuðið fer á yfirsnúning, maður nær ekki að slaka á og það segir sig sjálft að það er mjög erfitt að koma sér í stuð eða halda sér í stuði ef maður er að hugsa um eitthvað allt annað,“ segir Sigga Dögg kynfræðingur.

Locobase verndar og mýkir húðina

„Kremin innihalda engin ilm- eða litarefni og henta öllum, ungum sem öldnum,“ segir Jódís Brynjarsdóttir, markaðstengill hjá Vistor sem sér meðal annars um markaðssetningu Locobase á Íslandi. Locobase kremin henta einstaklingum með viðkvæma húð og hafa meðal annars hlotið viðurkenningu frá dönsku og sænsku astma- og ofnæmissamtökunum. Það eru þrjár mismunandi gerðir af Locobase kremum, Locobase Fedtcreme, Locobase Repair og Locobase LPL.

Hvernig er best að forðast sykur í mat?

Sykraðir drykkir eru afar vinsælir á Íslandi og eru grunn orsakavaldur mikillar sykurneyslu  íslendinga að því að talið er. En það er líka sykur í vörum sem okkur finnst ekki vera sætar og að ekki ætti að vera sykur í  eins og morgunkorni og pastasósum.  Þess vegna er mikilvægt er að kynna sér vel innihald þess sem borðað er dags daglega og forðast þær vörur sem innihalda mikinn sykur. Besta ráðið er að nota sykur sparlega, nota sætindi og sætabrauð eingöngu spari eða á hátíðis og tyllidögum og lesa innihaldslýsingu matvæla. Annað sem hægt er að gera er:

Ertu sjúk/ur í sykur?

Það mætti halda það þegar við erum að horfa á einstaklinga sem glíma við þann erfiða sjúkdóm sem sykursýki er að þeir hefðu einhvern sérstakan áhuga á sykri eða borðuðu hann óhóflega, en því fer auðvitað fjarri. Orðið er í raun mjög gott og lýsir krankleikanum við að vinna úr orkuefnum sem í daglegu tali eru nefnd sykur. Eðlilegra er í raun að tala um kolvetni sem eru hluti af grunnorkuefnum þeim sem líkaminn þarfnast og svona til einföldunar eru hinir kallaðir fita og prótein.

Lyfjalaus meðferð við gyllinæð

Óþægindi sem fylgja gyllinæð eru til dæmis blæðingar og særindi þegar hafðar eru hægðir auk stöðugs kláða yfir daginn. Um það bil 30-40% kvenna fá gyllinæð á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu barns. Lykilatriði fyrir barn og móður er lyfjalaus meðferð við gyllinæð á meðan á meðgöngu og brjóstagjöf stendur. Engir sterar eða endaþarmstílar sem innihalda efni sem geta skaðað móður eða barn.

Dýpri svefn og betri hvíld með Magnolia

Garðar Sigvaldason starfar sem einkaþjálfari hjá Sporthúsinu og hefur í nægu að snúast, enda meðal eftirsóttustu einkaþjálfara stöðvarinnar. Garðar er einnig eigandi matardagbok.is og er afar fróður um samspil mataræðis og hreyfingar. Hann kynntist Magnolia í gegnum viðskiptavin. „Það heillaði mig að varan er náttúruleg og því ákvað ég að prófa. Ég vakna klukkan fimm á morgnana og þarf að vera í topp standi frá því eldsnemma og fram á eftirmiðdag og því er góður nætursvefn mér mjög mikilvægur til að vera ferskur og með fókusinn í lagi allan daginn.“

Þörf á aukinni fræðslu um augnþurrk

„Mér hefur fundist umfjöllun um þurr augu í þjóðfélaginu vera of lítil og að sumu leyti villandi. Það er því nauðsynlegt að fræða almenning um þetta efni,“ segir Jóhannes Kári Kristinsson, augnlæknir hjá Augljósi, laser augnlækningum. Hann hefur því farið af stað með fyrirlestra þar sem hann fjallar um eðli þurra augna, einkenni og meðferð.