Heilsutíminn

Hvaðan kemur prumpulykt?

Vindgangur (prump) er mjög algengt umkvörtunarefni. Vindgangur hefur ekkert með sveppi að gera eða loft sem fólk gleypir. Magn lofts sem kemur frá endaþarmi er mjög mismunandi mikið, allt frá 500 ml til 1500 ml á sólarhring. Að meðaltali prumpar einstaklingur um 14 sinnum á dag (+/- 6). Loft frá endaþarmi er samsett að 99% af 5 lofttegundum (nítrat, koltvíoxíð, methan, vetni og súrefnissambandi). Magn vindgangs fer mikið eftir því hvað fólk borðar og valda sumar fæðutegundir (ávextir, grænmeti, baunir) meiri vindgangi en aðrar vegna þess að hvatar í smáþörmunum ná ekki að melta þær þannig að bakteríurnar í ristlinum hafa meira úr að moða og mynda loft.

Heilsutíminn: Allt um stoðkerfið

Beinþynning var á meðal umræðuefna og tók Gígja Þórðardóttir á móti Halldóru Björnsdóttur, framkvæmdastjóra Beinverndar og Hildi Gunnarsdóttur sem greindist með beinþynningu, einungis 37 ára gömul og hefur þurft að laga líf sittað  brothættum beinum. Hildur var einnig í viðtali í Fréttatímanum um helgina sem lesa má hér. Sjúkraþálfarahornið var á sínum stað og að þessu sinni talaði Hildur Kristín Sveinsdóttir um áhrif spjaldtölvu-  og snjallsímanotkunar á stoðkerfi barna og unglinga, en sífellt fleiri ungmenni leita til sjúkraþjálfara vegna háls og höfuðverkja. Einnig var fjallað um forvarnarvikuna, viku 43, og Hrefna Sigurjónsdóttir frá Heimili og skóla talaði um sjálfsmynd unglinga og barna. Teitur Guðmundsson læknir var svo að lokum með stutt innlegg um stoðkerfið og mikilvægi þess að passa upp á líkamann.

Langvinn lungnateppa

Langvinn lungnateppa er samheiti yfir ýmsa sjúkdóma, m.a. lungnaþembu, langvinna berkjubólgu og reykingalungu. Um er að ræða bólguástand sem leiðir til ertingar í berkjunum, aukinnar slímmyndunar og stækkunar og eyðileggingar á lungnablöðrunum. Lungnateppa einkennist af hósta og mæði sem versnar smám saman með árunum. Nauðsynlegasta „meðferðin“ er að hætta að reykja. Lokastig sjúkdómsins er í raun mjög kvalafullur dauðadagi þar sem sjúklingurinn nánast kafnar hægt og rólega.

Með beinþéttni á við níræða konu

Hildur Gunnarsdóttir er fimmtug þriggja barna móðir. Hún fann fyrir bakverkjum á meðgöngu tvö og þrjú og leitaði til sjúkraþjálfara á síðustu meðgöngunni. „Grindargliðnun var talin eðlilegasta orsökin en eftir fæðinguna versnaði ég rosalega í bakinu. Eftir myndatöku og rannsóknir kom í ljós að ég var með beinþéttni á við níræða konu og fjögur samföll í hryggnum,“ segir Hildur. Læknarnir áttu erfitt með að greina ástæður beinþynningarinnar. „Það var ekki hægt að rekja þetta til hormóna og það er í lagi með kalkið í blóðinu og ég er há í d-vítamíni,“ segir Hildur, sem þurfti að hætta að vinna fljótlega eftir greininguna. „Ég varð ekki vinnufær fyrr en fimm árum seinna og það var rosalega erfitt að koma sér aftur í gang.“

Blóðleysi vegna járnskorts

Blóðleysi felur í sér skort á rauðum blóðkornum. Ef rauðu blóðkornin eru of fá eða starfa ekki sem skyldi koma fram einkenni súrefnisskorts, t.d. þreyta og slappleiki. Rauðu blóðkornin eru framleidd í beinmerg og lifa í u.þ.b. 4 mánuði. Til framleiðslunnar þarf m.a. járn, B12 vítamín og fólínsýru. Ef eitthvert þessara efna vantar eða er í litlum mæli í líkamanum minnkar framleiðsla rauðu blóðkornanna með tímanum og einkenni blóðleysis koma fram.

Þekkir þú einkenni hjartabilunar?

Hlutverk hjartans er að dæla blóði sem inniheldur súrefni og næringu til vefja líkamans. Vinstri helmingur hjartans tekur við súrefnisríku blóði frá lungunum og dælir því um líkamann. Hægri helmingur hjartans fær súrefnissnautt blóð frá vefjum líkamans og dælir því til lungnanna þar sem það mettast súrefni á ný. Við hjartabilun uppfyllir dælugeta hjartans ekki þarfir líkamans. Mikilvægt er að þekkja einkenni hjartabilunar:

Stendurðu á öndinni?

Þeir sem hafa upplifað andnauð af hvaða toga sem hún kann að orsakast vita að henni fylgir mikil vanlíðan og varnarleysi. Frumþörf líkama okkar að anda að sér súrefni og skila út koltvísýringi er megin verkefni lungnanna sem tryggja þannig loftskiptin. Það að anda er okkur öllum lífsnauðsynlegt og þrátt fyrir að hver fullorðinn einstaklingur hreyfi marga lítra af lofti á hverri mínútu, þá tökum við ekkert sérstaklega eftir því nema ef eitthvað bjátar á.

Heilsutíminn: Fimmti þáttur í heild sinni

Nýjasti þáttur Heilsutímans er helgaður mýkri hreyfingu líkt og jóga, hugleiðslu og streitustjórnun. Þátturinn hefst með heimsókn í Sporthúsið þar sem Helga Lind Björgvinsdóttir kennir námskeið sem miða að því að beita líkamanum rétt og styrkja stoðkerfisvöðvana. Guðni Gunnarsson, Rope Yoga kennari er svo í skemmtilegu spjalli um lífið og tilveruna þar sem hann ræðir meðal annars hvað varð til þess að hugarrækt varð að hans megin heilsurækt.

„Ég elska þig Guðni“

Hvernig byrjar þú daginn? Ég byrja daginn á að segja: Ég elska þig Guðni. Síðan fæ ég mér matskeið af kókosolíu sem ég svissa í munninum á meðan ég afgreiði Facebook statusa og les þau skilaboð sem hafa borist bæði í tölvupósti og á Facebook. Þegar þessu er lokið þá losa ég mig við olíuna og hreinsa munninn vel með köldu vatni, drekk síðan hálfan lítra af vatni á meðan ég útbý stórt glas af heitu sítrónuvatni sem inniheldur hálfa sítrónu og einn fjórða af lime. Þessu leyfi ég að standa í hálftíma á meðan ég hugleiði. Eftir hugleiðsluna framkvæmi ég sérstakar öndunaræfingar til að hámarka virkni lungnanna og hjartans. Áhugasamir geta haft samband á gg@ropeyoga.com og fengið nákvæmar lýsingar á æfingunum.  Í framhaldi af öndunaræfingunum geri ég síðan superbrain yoga hnébeygjur og upphífingar og þá tekur rakstur og sturta við. Í sturtunni legg ég mikla áherslu á að vera þakklátur fyrir allt, sérstaklega góða heilsu, yndislega fjölskyldu og hreint vatn.

Brothætt fólk

Ungir einstaklingar eru oftsinnis þeirrar skoðunar að þeir séu ósigrandi, sérstaklega þegar kemur að heilsu þeirra, hrörnun er ekki farin að eiga sér stað og sjúkdómar eru bara fyrir gamalt fólk, hugsa sumir. Líkaminn fyrirgefur syndirnar iðulega fljótt og vel og maður jafnar sig. Auðvitað koma upp veikindi, þau eru þó sjaldgæfari en á efri árum og fyrirbyggjandi aðgerðir kannski ekki í forgangi, en þetta er að breytast sem betur fer. Það einkennir forvarnir að þær eru jafnan hugsaðar til lengri tíma og árangur erfiðis okkar kemur hugsanlega ekki fram fyrr en eftir mörg ár.

Mæðravernd stuðlar að heilbrigði móður og barns

Í Heilsutímanum, nýjum heilsuþætti á Hringbraut, 28. september síðastliðinn var heilsa móður og barns í fyrirrúmi. Alma María Rögnvaldsdóttir, hjúkrunarfræðingur sagði frá mæðravernd og ungbarnavernd sem er í umsjá Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mæðravernd stendur öllum verðandi mæðrum og foreldrum til boða og er þeim að kostnaðarlausu. Hver heilsugæslustöð sinnir þeim sem búsettir eru á  þjónustusvæði stöðvarinnar eða hafa heimilislækni á stöðinni.

Heilsutíminn: Fjórði þáttur í heild sinni

Fjórði þáttur Heilsutímans var sýndur á Hringbraut í gærkvöldi. Þátturinn var helgaður krabbameini í tilefni af Bleiku slaufunni, árveknismánuði Krabbameinsfélags Íslands. Rætt var við meltingalækni sem leiddi Gígju, umsjónarmann þáttanna, um risavaxinn ristil sem nú er til sýnis í Smáralindinni. G. Haukur Guðmundsson, sjúkraþjálfari hjá Ljósinu, kom í spjall og ræddi hvernig eigin reynsla af krabbameini hefur hjálpað honum í starfi sínu og Lára Guðrún Sigurðardóttir, læknir hjá Krabbameinsfélaginu talaði um mikilvægi þess að fara í ristilspeglun. Einnig má finna innslög frá Róberti sjúkraþjálfara og Teiti lækni í þættinum.

Heilbrigð meðganga

Teitur Guðmundsson, læknir, er með regluleg heilsutengd innslög í Heilsutímanum, sem sýndur er alla mánudaga á Hringbraut. Í Heilsutímanum er upplýsandi umfjöllun um hreyfingu, matarræði og bættan lífsstíl í umsjón Gígju Þórðardóttur. Í síðasta þætti var áhersla lögð á heilsu móður og barns og fjallaði Teitur um mikilvægi heilbrigðrar meðgöngu og hvernig hægt er að stuðla að henni.

Vistvæn hús bæta líðan okkar og heilsu

Björn Guðbrandsson, arkitekt hjá Arkís og einn höfunda bókarinnar „Val á vistvænum byggingarefnum“, segir aukna umhverfisvitund nauðsynlega nú á tímum þegar allt að 40% orkunotkunar og losunar gróðurhúsalofttegunda megi rekja til byggingariðnaðar. Aukin sjálfbærni og rétt val á efnum séu grundavallaratriði allrar hönnunar í dag. Rannsóknir sýni auk þess að vistvænar byggingar skapi heilnæmara umhverfi sem hefur jákvæð áhrif á heilsu okkar.

Bleikur litur og krabbamein

Október er átaksmánuður um krabbamein kvenna á Íslandi og heldur leitin áfram að týndu konunum sem ekki mæta nægjanlega markvisst til leghálsskoðunar einhverra hluta vegna. Þess utan er lögð áhersla á ristilkrabbamein og auðvitað brjóstakrabbamein sem er algengasta mein kvenna á Vesturlöndum. Mikil umræða hefur skapast á undanförnum árum um það hvort ekki megi gera betur í tengslum við forvarnir gegn krabbameini og þá sérstaklega í því að finna meinin nægjanlega snemma til að bæta megi horfur sjúklinga.

Heilsutíminn: Þriðji þáttur í heild sinni

Þriðji þáttur Heilsutímans var á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar á mánudagskvöld. Aðaláherslan í þættinum að þessu sinni var á heilsu móður og barns. Rætt var við Elleni Ölmu Tryggvadóttur, næringafræðing sem fjallaði um niðurstöður rannsóknar sinnar á áhrifum fæðu á áhættu á meðgöngusýki. Einnig var rætt við Ölmu Maríu Rögnvaldsdóttur, hjúkrunarfræðing hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og fjallaði hún um mikilvægi mæðra- og ungbarnaverndar. Þá var kíkt í heimsókn í Sporthúsið þar sem Dagmar Heiða Reynisdóttir kennir barnshafandi konum og nýbökuðum mæðrum leikfimi. Regína Ósk söngkon bauð í heimsókn og ræddi hún um áhrif tónlistar á heilsu. Innslag Teits Guðmundssonar læknis er einnig á sínum stað.