Heilsutíminn

Mikilvægt að hlusta á líkamann og læra á hann

„Dagurinn byrjar yfirleitt í kringum 7-7.30, en þá mætir fyrsti kúnni dagsins í þjálfun. Mér finnst best að vera vöknuð svona klukkutíma fyrir þjálfun, þá get ég fengið mér morgunmat og hef tíma til að gíra mig inn í daginn í rólegheitunum,“ segir Inga Birna Ársælsdóttir, íþróttakona og einkaþjálfari í Mjölni.

Vorlúkk YSL

Nú er tími árshátíða að renna upp, þá er ­tilvalið að gera auðvelda en fallega förðun sem er á allra færi að gera. Ég byrjaði á að bera augnprimer á allt augnlokið, dekkri liturinn af Duo Smoker blýantinum er borinn á þétt upp við augnhárin og honum er blandað aðeins uppá augnbeinið. Ljósi silfraði endinn er notaður vel inní augnkrókinn og aðeins inná augnlokið til að fá bjartari lit þar. Svartur stylo blýantur er ­notaður í vatnslínu og svo vel af maskara til að fullkomna ­augnförðunina

Upphafið hjá Urban Decay

Sagan hefst um miðjan tíunda áratuginn þegar bleikir, rauðir og beige litir voru alls ráðandi á markaðnum. Wende Zomnir og félagar syntu á móti straumnum og settu á markað varalita- og naglalakkalínu sem bauð upp á mun fjölbreyttari liti. „Beauty with an edge“, allt frá fyrsta degi!

Varanleg fegurð

Varanleg förðun nýtur ­sífellt meiri vinsælda. Þau efni og tækni sem notuð er til varanlegrar förðunar hafa þróast ört síðustu ár auk þess sem sérþekking fagaðila fer vaxandi. Erla Björk Stefánsdóttir og Sólveig Birna Gísladóttir, sérfræðingar hjá Varanlegri fegurð sækja regulega námskeið erlendis til að bæta við þekkingu og kynna sér allt það nýjasta. Þær eru einnig umboðsaðilar Swiss color á Íslandi og sóttu nýverið námskeið í höfuðstöðvum þeirra í Austurríki.

Sothys fyrir viðkvæma húð

Sothys er sögulegt nafn sem táknar fágun og virðingu, heimur nákvæmni og kvenleika. Nafnið er dregið af fegurðargyðju Egypta sem var fyrir þeim tákn fullkominnar fegurðar. Sothys snyrtivörur eru einstaklega vandaðar og sérhæfðar vörur sem hafa staðið upp úr þegar kemur að rannsóknum og nýsköpun. Sothys hefur sýnt og sannað að þeir eru sannkallaðir sérfræðingar í fegurð.

B12 vítamín – skortur getur verið lífshættulegur

B12 vítamín er gríðarlega mikilvægt og gegnir það margvíslegu hlutverki í líkama okkar. Það er m.a. nauðsynlegt fyrir skiptingu frumnanna en rauðu blóðkornin eru í hópi þeirra frumna sem skipta sér oftast og því veldur B12-vítamínskortur blóðleysi. B12-vítamín er nauðsynlegt fyrir nýmyndun tauganna og spilar það því stórt hlutverk í að taugakerfinu okkar í lagi sem og heilastarfseminni.

Eftir mánuð var vandamálið horfið!

Engiferrót hefur í árþúsundir verið notuð í lækningaskyni í Kína við margskonar kvillum. Turmerikrótin er náskyld engiferi og er notuð í bæði kínverskum og indverskum náttúrulækningum. Bromelain er ensím úr ananasplöntunni sem hefur bæði góð áhrif á meltingu og bólgur og vísbendingar eru um víðtækari heilsufarsleg áhrif, til góðs.

Hefur reynst syni mínum vel

Ég er búin að gefa ­stráknum mínum Bio Kult Infantis frá því að hann var þriggja mánaða. Hann fékk slæmt bakflæði og ­honum leið betur ­eftir að ég fór að gefa honum Bio Kult Infantis.

Frábær virkni af Bio-Kult

Þegar Ragna Lóa Stefánsdóttir kom heim frá Marokkó var hún með slæma magakveisu og leið illa. Hún fór til læknis sem gaf henni lyf við kveisunni. „En það var eins og ég næði mér ekki alveg af magakveisunni og ég ákvað því að prófa Bio-Kult Original þar sem ég hafði heyrt svo gott af því áður,“ segir Ragna Lóa.

Lífið tók miklum breytingum

Ég hef prófað allt til að losna við Candida sveppinn, allt frá grasalækningum til lyfseðilsskyldra lyfja til að losna við þennan ófögnuð en ekkert hefur virkað. Ég minnkaði líka mjög neyslu á einföldum kolvetnum en það hafði ekkert að segja. Tímabilið í kringum blæðingar var algjör hryllingur, stanslaus sviði og vanlíðan, ég var orðin mjög þunglynd,“ segir Unnur.

Meiri áhersla á pabbana en áður

„Við ætlum að bæta við um 100 síðum og þar mun kenna ýmissa grasa. Ég á ótrúlegt magn af efni sem mig langar að deila, aðallega frá öðrum foreldrum. Síðan bætast nýir pistlahöfundar og sérfræðingar í hópinn auk þess sem við munum leggja meiri áherslu á pabbana og parasambandið,“ segir Þóra Sigurðardóttir um nýja útgáfu Foreldrahandbókarinnar sem gefin verður út á næstunni.

Silkimjúkar úrvalsbleyjur sem fara vel með viðkvæma húð

Það er óhætt að segja að Libero Touch bleyjurnar hafi fengið góðar viðtökur hér á landi á síðustu mánuðum. Margir hafa spurst fyrir um stærri stærðir og því er gleðiefni að tilkynna að fyrsta sendingin af Libero Touch í stærðum 3-6 er á leiðinni til landsins og verða bleyjurnar fáanlegar í verslunum í mars.

Meðgönguleikfimi og mömmutímar

World Class hugsar sérstaklega um konur sem eru barnshafandi með tímum sem heita meðgönguleikfimi. Einnig er boðið upp á tíma sem heita mömmutímar en báðir tímarnir njóta mikilla vinsælda. Í meðgönguleikfiminni er lögð áhersla á að styrkja þá vöðva sem mest álag er á meðan á meðgöngu stendur og við fæðinguna sjálfa, bak og mjaðmasvæði. Þórdís Anna Hermannsdóttir er meðgönguleikfimikennari hjá World Class. „Meðgönguleikfimi er fyrir konur sem vilja stunda markvissa og örugga líkamsrækt á meðgöngu. Þjálfun á meðan á meðgöngu stendur stuðlar að meiri vellíðan og betri líkamsstöðu. Auk þess hafa rannsóknir sýnt fram á minni þreytu, minni bjúg og styttri fæðingartíma hjá konum sem stunda hreyfingu á meðgöngu,“ segir Þórdís. Í World Class er fjölbreytt úrval af tímum og dekri fyrir barnshafandi konur og þær konur sem hafa nýlega eignast barn. Þórdís segir að meðgönguleikfimi sé fyrir allar óléttar konur. „Æfingarnar taka mið af þeim breytingum sem eiga sér stað á meðgöngu og eru aðlagaðar að formi hverrar konu og að því hversu langt þær eru gengnar. Það er mjög gott andrúmsloft í tímunum og konurnar ná vel saman.“

Öruggar og skaðlausar vörur fyrir barnið þitt

Nuby hefur með áralangri reynslu sinni og þrotlausri vinnu þróað náttúrulega línu af hreinsi- og snyrtivörum sérstaklega með velferð barnsins þíns í huga. Nuby All Natural línan inniheldur Citroganix sem unnið er einungis úr náttúrulegum efnum eins og appelsínuberki af Murcia appelsínum.

Acidophillus fyrir börnin

Það er fátt sem skiptir jafn miklu máli fyrir heilsuna okkar og heilbrigð og rétt samsett þarmaflóra. Þarmaflóran í venjulegri manneskju inniheldur yfir þúsund mismunandi tegundir gerla og baktería. Jafnvægi þessara baktería getur auðveldlega raskast vegna veikinda, inntöku sýklalyfja, mikillar kaffidrykkju og ýmissa lífsstílstengdra þátta eins og mikils álags, neyslu næringarsnauðrar fæðu og fæðu sem er mikið unnin. Fyrir 2000 árum sagði Hippókrates: „Allir sjúkdómar hefjast í meltingarvegi.“ Það er ekki fyrr en nú hin síðar ár sem við erum að skilja hversu mikið er til í þessum orðum.

Léttara líf með Active Liver

Active liver taflan er byltingarkennd uppfinning og ólík öllum þeim megrunarvörum sem eru á markaði, en hún er sérstaklega gerð til að stuðla að virkni lifrarinnar og gallsins. Það er alveg rökrétt að það er erfitt að léttast þegar lifrin safnar fitu vegna óheilbrigðs lífsstíls. Þess vegna er dagleg notkun á Active Liver heilsutöflunum frábær fyrir þá sem vilja njóta lífsins en samt léttast.

Fegurð að innan

Leyndarmál Carmen ­Electra í viðhaldi unglegrar og geislandi húðar er hollt mataræði og Skin Care Collagen Filler töflurnar. Töflurnar eru þróaðar með skandinavískri tækni sem getur minnkað hrukkur verulega eftir 14 daga notkun.

Aukin áhersla á netverslun

Við leggjum mikla áherslu á þarfir ungra mæðra og að þær séu ánægðar með þá þjónustu sem Móðurást býður upp á. Því höfum lagt aukna áherslu á netverslunina,“ segir Guðrún Jónasdóttir, verslunarstjóri í Móðurást. Móðurást er sérverslun sem leggur áherslu á allt sem viðkemur móður og barni. Þar er einstaklega gott úrval af vörum sem eru ætlaðar mæðrum og börnum þeirra.