Heilsutíminn

Ullarfatnaður er ómissandi fyrir íslenskan vetur

Við erum með gífurlega mikið úrval af ullarfatnaði. Hérna er eitthvað í boði fyrir alla,“ segir Olga Ingrid Heiðarsdóttir hjá versluninni Ullarkistunni við Laugaveg. Nú þegar veturinn er genginn í garð og framundan eru kaldir dagar er vissara að vera vel búinn. Þá er sniðugt að kíkja við í Ullarkistunni þar sem er bæði mikið úrval af ullarfatnaði fyrir börn og fyrir fullorðna, hvort sem er til daglegra nota eða til útivistar.

Fimm verslanir undir sama hatti

Bestseller.is er fyrsta vefverslunin sinnar tegundar á Íslandi. Gegnum síðuna er hægt að kaupa fatnað frá þessum vörumerkjum en netverslunin er þó sjálfstæð verslun með eigið úrval. „Sumt sem fæst þar er ekki fáanlegt í verslunum í Kringlunni og Smáralind og öfugt. Pantað er sérstaklega inn í vefverslunina og viðskiptavinir hennar njóta sérstakra kjara, fá sérstök tilboð og þar fram eftir götunum,“ segir Lovísa Anna Pálmadóttir, markaðsstjóri Bestseller.

Sársaukalaus aðferð við varanlega háreyðingu

Háreyðingarvélin frá Bentlon hefur verið að gera afar góða hluti fyrir viðskiptavini Gyðjunnar en með ljóstækni eyðir vélin líkamshárum varanlega – á sársaukalausan hátt. „Vélina er hægt að nota á allan líkamann, er til dæmis sniðug til þess að eyða bakhárum af körlum. Hana má líka nota fyrir brúna bletti á höndum og andliti, háræðaslit og hrukkur,“ segir Jónína.

Ný kynslóð innleggja fyrir konur á markað

Libresse hefur sett á markað ProSkin innleggin en við framleiðslu þeirra er lögð jafn mikil áhersla á að verja húðina á kynfærasvæðinu eins og að verja nærfatnaðinn. Efnið sem var þróað í nýju Libresse innleggin andar fimmfalt betur en í fyrri innleggjum og gefur svipaða öndun og bómullarnærfatnaður. Innleggin innihalda einnig viðbætta mjólkursýrugerla í efsta lagi sem eru þekktir fyrir að stuðla að jafnvægi á sýrustigi húðarinnar.

Fallegri og heilbrigðari húð með náttúrulegum húðmeðferðum

Húðfegrun er húðmeðferðarstofa sem sérhæfir sig í heildrænum húðmeðferðum án skurðaðgerða. ­Húðfegrun var stofnuð árið 2000 og er ­stofan sú eina sinnar tegundar hér á landi. Eigendur stofunnar eru mæðgurnar Bryndís Alma Gunnarsdóttir hagfræðingur og Díana Oddsdóttir hjúkrunarfræðingur. Meðferðir á stofunni eru eingöngu framkvæmdar af ­hjúkrunarfræðingum sem hafa fengið sérhæfða þjálfun á öll þau tæki og meðferðir sem stofan ­hefur upp á að bjóða. „Hjá okkur geta allir fundið meðferð við sitt hæfi þar sem stofan hefur upp á að bjóða gríðarlega fjölbreytt úrval af húðmeðferðum,“ segir Bryndís.

Margverðlaunaðar húðvörur á Fegurð og Spa

Fegurð og Spa notar eingöngu Éminence Organic Skin Care húð- og spavörur. Heiðdís Steinsdóttir, eigandi Fegurðar og Spa, flytur inn vörurnar. Þær eru lífrænar, náttúrulegar og afar vinsælar, meðal annars meðal Hollywood leikkvenna s.s. eins og Aliciu Keys, Jennifer Beals og Madonnu. „Þetta eru vörur sem eru eingöngu notaðar á snyrtistofum. Þær eru handgerðar og hráefnið er handtínt,“ segir Heiðdís.

Alena býður upp á fyrsta flokks „cruelty free“ snyrtivörur

Snyrtistofan Alena við ­Dalbraut er með gott úrval af gæðahúðvörum. Þeirra á meðal er andlitsmaskinn Facetox sem er blanda af leir og rósavatni. „Maskinn er alveg lífrænn, cruelty-free, vegan og án parabena. Hann er fyrir allar húðtýpur og hreinsar bólur og fílapensla, jafnar út húðtóninn og minnkar svitaholur,“ segir Hera Rún Ragnarsdóttir, eigandi Alenu.

Ensím sem létta á meltingunni

Digestive Enzyme Complex inniheldur öll nauðsynleg ensím til að létta á meltingunni. Ensímin hjálpa til við niðurbrot á matnum í maganum og geta því komið í veg fyrir ýmiskonar meltingarónot og hjálpað fólki sem þolir illa ákveðnar fæðutegundir.

Okkar ástríða er að bæta heilsu fólks á öllum aldr

Við hvetjum fólk á öllum aldri til að huga að bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Við mælum með því að þið gerið litlar og varanlegar breytingar fremur en að reyna að umturna öllu á einni nóttu, því þá er hætta á að maður gefist upp. Mamma veit best er fyrirtæki með þann tilgang að færa ykkur það besta af lífrænum heilsuvörum, bætiefnum og snyrtivörum víðs vegar að úr heiminum. Nafnið vísar í þá trú okkar að Móðir jörð viti hvað er best fyrir börnin sín og hjá henni getum við fundið þær lausnir sem við leitum að. Með það að leiðarljósi gerum við okkar besta til að virða og heiðra móðurina sem við deilum öll, Jörðina.

Ljósið styður alla fjölskylduna þegar krabbamein greinist

Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda en sinnir líka allri fjölskyldunni, allt niður í ung börn,“ segir Erna Magnúsdóttir, forstöðukona, iðjuþjálfi og stofnandi Ljóssins. Fólk getur hafið uppbyggingu og fengið stuðning alveg frá greiningu. „Því fyrr sem það kemur til okkar því betra. Þetta er þverfagleg endurhæfing sem við bjóðum upp á; sálrænn stuðningur og líkamleg og félagsleg uppbygging.“ Starfið í Ljósinu er unnið út frá grunnhugmyndafræði iðjuþjálfunar sem fjallar að stórum hluta um að virkni sé besta meðalið og vera í félagsskap við aðra skiptir mjög miklu máli. „Þetta snýst um að komast framúr á morgnana, hafa hlutverk, byggja sig upp andlega og líkamlega og hafa að einhverju að stefna þennan tíma sem fólk er í veikindum. Við erum brú frá veikindum og út í atvinnulífið eða skólann eða hvað sem fólk velur sér svo að gera. Iðja - einstaklingur, umhverfi eru einkunnarorðin,“ segir Erna.

Kaldpressaður vestfirskur Dropi

Fyrirtækið True Westfjords var stofnað 2012. Tilraunir og þróun hófust 2013 og fiskiolían Dropi kom svo á markað í apríl 2015. „Hugmyndin að framleiðslunni kom út frá þessari gömlu aðferð sjómanna, þeir létu lifur í kassa eða holu fyrir utan hjá sér, létu hana sjálfa renna og settu hana svo á flösku. Þannig sprettur þessi hugmynd, að þetta hljóti að vera besta aðferðin en við færðum hana í nútímalegra horf,” segir Birgitta Baldursdóttir, ein stofnenda True Westfjords en hinar tvær eru ­Sigrún Sigurðardóttir og Anna Sigríður Jörundsdóttir.

Minni sykurlöngun og meiri orka

Raspberry Ketones frá Natures Aid er eitt af mest seldu þyngdarstjórnunarefnum í heiminum í dag. Það hefur hjálpað bæði konum og körlum að losna við sykurþörfina og þar með aukakílóin, sem margir glíma við.

PreCold® – Lausn gegn kvefi

Söngkonan og tónlistarkennarinn Guðrún Árný Karlsdóttir mælir með PreCold og segir það frábært fyrir söngvara og aðra sem þurfa að koma fram og beita röddinni að það sé loks komin vara sem geti fyrirbyggt og dregið úr líkum á kvefi. Einnig dregur það verulega úr kvíða og áhyggjum á veturna þegar umgangspestir og kvef eru allt um kring en það er jú eitt það versta sem getur komið fyrir söngvara sem búinn er að bóka „gigg“ að fá kvef segir Guðrún Árný. Auk þess sem PreCold hefur engin áhrif á röddina sjálfa, en ég hafði mestar áhyggjur af því að PreCold myndi setjast í hálsinn og valda óþægindum en það voru óþarfa áhyggjur segir Guðrún Árný hin vinsæla söngkona, alsæl með PreCold.