Kynning
Deila

Hollir og næringarríkir drykkir eftir æfinguna

Kristján Jónsson, einkaþjálfari hjá Þjálfun.is, mælir með fljótlegum próteinsjeik eftir æfingar.

Ég mæli eindregið með þessum drykkjum eftir æfinguna,“ segir Kristján Jónsson, einkaþjálfari hjá Þjálfun.is.

Kristján Jónsson, einkaþjálfari hjá Þjálfun.is, segir að gott sé að fá sér hollan og næringarríkan drykk eftir æfingar. Mynd | Hari
Kristján Jónsson, einkaþjálfari hjá Þjálfun.is, segir að gott sé að fá sér hollan og næringarríkan drykk eftir æfingar. Mynd | Hari

Kristján er þrautreyndur einkaþjálfari og hann segir mikilvægt að nærast eftir æfingar. „Það hjálpar fólki að geta fengið sér hollan og næringarríkan drykk eftir æfinguna. Eftir æfingar þarf kroppurinn mikið á því að halda að fá góð kolvetni í kerfið, prótein, vítamín og andoxunarefni. Það hjálpar kroppnum að vinna betur úr æfingunni og ná jafnvægi á ný.“

Kristján segir að íþróttasjeikar, sem einnig eru kallaðir boost eða smoothies, hafi reynst fólki sérstaklega vel. „Bæði eru þeir einfaldir og það er fljótlegt að gera þá en svo gefa þeir fólki góða og fína næringu inn í daginn. Kolvetnisinnihaldið er líka passlega mikið í svona sjeikum.“

Auglýsing

 

Kristján Jónsson, einkaþjálfari hjá Þjálfun.is, mælir með þessum drykkjum


olgerdin_heilsusafar_ny-6 olgerdin_heilsusafar_ny-1

Floridana Weetaboost

220 ml
eða 1 glas
   Floridana Goji safi
1 kaka         Weetabix
70 g.            Frosnir ávextir

  • Sett í blandara í 1 mínútu.

olgerdin_heilsusafar_ny-2

Heilsuhristingur

Sérlega bragðgóður og hressandi

2dl               Floridana heilsusafi
1/2               banani
10-15           græn vínber
1                   lítið avókadó
1/2              safi úr 1/2 límónu

  • Öllu blandað vel saman þar til silkimjúkt.
  • Þessi er líka frábær í frostpinna fyrir krakkana!

olgerdin_heilsusafar_ny-4

Kókos hristingur

220 ml       Floridana Goji safi
3 msk         kókosflögur
1                   banani
5                  fersk jarðaber
1-2              weetabix prótein kökur

  • Bæta klökum út í eftir smekk.
  • Hræra saman í blandara í c.a 30-40 sekúndur.
  • Bæta við vatni eftir smekk hvers og eins.

olgerdin_heilsusafar_ny-5

Banana blandan

250 ml      Floridana heilsusafi
1-2             weetabix prótein kökur
1                 banani

  • Bæta klökum út í eftir smekk.
  • Hræra saman í blandara í c.a 30-40 sekúndur.
  • Bæta við vatni eftir smekk hvers og eins.

Unnið í samstarfi við Ölgerðina

 

 

Ef þú telur að Fréttatíminn eigi erindi getur þú styrkt útgáfu blaðsins með því að gerast stofnfélagi í Frjálsri fjölmiðlun, stuðningsfélagi óháðrar blaðamennsku og Fréttatímans. Með framlagi sínu efla félagar ritstjórn Fréttatímans og færa blaðið til fleiri heimila.

Frjáls fjölmiðlun í almannaþjónustu er mikilvæg undirstaða heilbrigðs samfélags og nauðsynlegt mótvægi við þá fjölmiðla sem nú eru komnir í eigu sérhagsmunaaðila.