Deila

Ingibjörg og aðrir eigendur 365 fá 1900 milljóna hlut í Vodafone

Eigendur 365 fá hlutabréf í Vodafone í skiptum fyrir bréf sín í 365.

 

Ingibjörg Pálmadóttir, og aðrir hluthafar fjölmiðlafyrirtækisins 365, fá um 1900 milljóna króna hlut í Vodafone í kjölfar kaupa fyrirtækisins á nær öllum eignum fyrirtækisins. Þetta kemur fram í fundargerð frá aðalfundi móðurfélags Vodafone, Fjarskipta hf. sem fram fór í vikunni. Vodafone er skráð á markað og geta Ingibjörg, sem er eiginkona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, selt bréf sín á markaði eftir atvikum. Hlutabréfin sem Ingibjörg, og félög á hennar vegum, eignast í Vodafone nema um 7.5 prósent af öllu hlutafé fjarskiptafyrirtækisins og verður hún þriðji stærsti hluthafi þess.

Auglýsing

Ef þú telur að Fréttatíminn eigi erindi getur þú styrkt útgáfu blaðsins með því að gerast stofnfélagi í Frjálsri fjölmiðlun, stuðningsfélagi óháðrar blaðamennsku og Fréttatímans. Með framlagi sínu efla félagar ritstjórn Fréttatímans og færa blaðið til fleiri heimila.

Frjáls fjölmiðlun í almannaþjónustu er mikilvæg undirstaða heilbrigðs samfélags og nauðsynlegt mótvægi við þá fjölmiðla sem nú eru komnir í eigu sérhagsmunaaðila.