Jólatíminn

Áramótafjörið hefst í Partýbúðinni

Partýbúðin leggur mikið upp úr því að þar sé hægt að fá flest allt í áramótapartýið. Til að mynda eru þar yfir 60 tegundir af áramótahöttum og um 20 gerðir af áramótakórónum. „Þetta kvöld vilja margar konur vera elegant með flottan hatt, hárspöng eða kórónu, hálsfesti og jafnvel grímu. Þær sem vilja ganga alla leið geta fengið sér ­fjaðralengjur til þess að setja yfir herðarnar,“ segir Halla Ýr Albertsdóttir, rekstrarstjóri Partýbúðarinnar. Hún bendir á að mennirnir láti sér oftast duga að fá sér hatt, gleraugu og jafnvel slaufu og börnin litla hatta eða kórónur.

Hefðirnar koma ekki af himnum ofan

Jólin á Íslandi árið 2016 eru haldin í friði og spekt, þó að óvissa ríki víða og barist sé í fjarlægum löndum. Aðfangadagur er laugardagur en aðföngin eru löngu komin í hús, í mörgum tilfellum eru allsnægtirnar meiri en þörf er á. Þorláksmessa er nýtt til að ná í það sem út af stendur.

Heldur vegan aðventuboð

Ylfa Helgadóttir hefur staðið í ströngu á aðventunni enda veitingastaðurinn Kopar, sem hún á og rekur, með vinsælustu stöðum borgarinnar. „Það hefur gengið rosalega vel. Veitingastaðir geta farið tvær leiðir á aðventunni, jólahlaðborð eða jólamatseðil. Við höfum alltaf farið í jólamatseðilinn og reynum að útbúa seðil sem höfðar til allra. Við reynum að vera skilningsrík á gæjann sem vill halda í hefðirnar þó að allir aðrir vilji prófa eitthvað nýtt og erum með purusteikina og laxinn meðal nýstárlegri rétta,“ segir Ylfa en jólamatseðllinn er aldrei eins milli ára.

Nýstárlegt jólaglögg með prosecco

Veitingamaðurinn Guðjón Hauksson er nú vakinn og sofinn yfir opnun Matbars sem verður, að hans sögn, vonandi fyrir jól eða milli jóla og nýárs. Á meðan biðinni stendur geta gestir gætt sér á réttum sem innblásnir eru af matseðli Matbars á Jólatorgi Hljómalindar á hjartareitnum. Þar er líka nýstárleg útgáfa af jólaglöggi sem sagan segir að sé unun að smakka. „Þetta er einstakt glögg sem er með prosecco í stað rauðvíns. Við gerum blóðappelsínusíróp sem er með kanil, anís, vanillu og negul og svo er fyllt upp með prosecco,“ segir Guðjón og lofar því að ekki verði aftur snúið þegar þessi týpa hefur verið smökkuð.

Mikil aukning í sölu á drónum

Við þjónustum mjög fjölbreyttan hóp, allt frá áhugafólki upp í ýmiss konar fagmenn. Hingað koma til dæmis ljósmyndarar, garðyrkjumenn og bændur sem nota dróna til að finna rollurnar sínar,“ segir Arnar Þór Þórsson hjá Dronefly. „Svo hafa björgunarsveitirnar verið að versla við okkur. Drónarnir hafa komið sterkir inn hjá þeim við leitir.“ Dronefly var stofnað fyrir tveimur árum og fyrirtækið hefur vaxið mjög hratt á þeim tíma.

Allt fyrir hátíðarmatinn

Stoltið er án efa Hagkaups hamborgarhryggur en hann hefur verið mest seldi hryggurinn í Hagkaup síðan hann kom á markað fyrir um 12 árum. Hagkaups hamborgarhryggur er sérvalinn af fagmönnum. Við viljum vera viss um að hátíðarmaturinn verði óaðfinnanlegur þess vegna létum við framleiða sérstakan hrygg samkvæmt okkar forskrift. Hryggurinn er saltminni og þarf ekki að sjóða.

Fersk ólífuolía ­framleidd á gamla mátann

Puglia, hérað Massimo og Katiu, er talið hið allra besta þegar kemur að ræktun ólífa á Ítalíu. Virtasta framleiðslulandsvæðið er frægur áfangastaður ferðamanna sem heitir Gargano. Úr héraðinu koma ólífur sem eru kallaðar gullið frá Gargano en viðurnefnið fengu þær vegna þess að þær eru einstaklega næringarríkar, handtíndar af trjám sem eru 1000 ára gömul. Nafnið kemur af þeim gyllta lit sem olían fær en hana er afar erfitt að nálgast, líka fyrir Ítali. Við handtínsluna er notuð aldagömul aðferð og séð til þess að einungis séu valdar ólífur sem eru á nákvæmlega réttu þroskastigi til notkunar. Ólífurnar eru kreistar með granítsteinum í köldu umhverfi þar sem hitastigið verður að vera rétt samkvæmt hefðum heimamanna. Allt er síðan staðreynt á rannsóknarstofum ítalskra yfirvalda.

Jólamatur fyrir alla í Fjarðarkaupum

Jólamatur landans hefur breyst töluvert á undanförnum árum og fjölbreytnin eykst frá ári til árs. Svo virðist sem margar hefðir séu að láta undan og fólk er ófeimið við að prófa nýja hluti sem á árum áður þótti algerlega óhugsandi á mörgum heimilum.

Aukinn stinnleiki og ynging húðarinnar

Guðrún Jóhanna ­Friðriksdóttir, eigandi snyrtistofunnar Hafbliks, sérhæfir sig í háræðaslitsmeðferðum og demantshúðslípun. „Þetta er náttúruleg leið til þess að laga og gera við húðina án stórra inngripa – það eru nefnilega til aðrar leiðir til að stinna og laga en að leggjast undir hnífinn,“ segir Guðrún. Henni þykir miður hversu illa upplýst þau eru sem ákveða að leggjast undir hnífinn. „Fólk heldur að þetta sé eina leiðin til þess að yngja húðina og er mjög ánægt með fræðsluna sem ég veiti um það hvernig þetta raunverulega virkar,“ segir Guðrún og bendir á að þegar lagst er undir hnífinn sé verið að fara gegn lögmálinu og strekkja húðina þannig að færri húðfrumur eru á hverjum húðfleti.

Fátt betra en kósíkvöld í miðborginni

„Jólaverslunin fer vel af stað. Íslendingarnir halda enn í hefðirnar og koma í miðborgina. Í miðbænum sérðu líka oftar en ekki eigandann sjálfan við afgreiðsluborðið sem mér finnst alltaf svo heillandi. Svona kaupmaðurinn á horninu fílingurinn,“ segir Anna Kristín Magnúsdóttir, eigandi verslunarinnar Kjólar & konfekt við Laugaveg 92.

Miðborgin okkar rokkar á aðventunni

Opnunarhátíð Jólatorgsins við Hljómalind þar sem Hjartatorgið stóð forðum hefst í dag klukkan 15:00. Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar, er afar ánægður með útkomuna á nýja torginu enda einkar glæsileg. „Við fáum marga góða gesti í heimsókn í dag, bæði tengda jólum og áramótum. Það er Dagur Eggertsson borgarstjóri sem opnar Jólatorgið formlega með pompi og pragt að viðstöddu fjölmenni; kór og hljómsveit, jólasveinum og uppistöndurum að ógleymdum prúðbúnum plötusnúðum, en opið verður á Jólatorginu sérhvern dag til jóla frá klukkan 14:00-22:00 rétt eins og verslanirnar sem eru opnar til 22:00 á kvöldin fram að jólum frá og með deginum í dag,“ segir Jakob kampakátur enda jólin tími þar sem miðborgin blómstrar. „Markaðurinn sjálfur verður með áherslu á jóla- og árstíðabundna matvöru. Hann kallast skemmtilega á við skautasvellið og smærri markað kringum það á Ingólfstorginu.“

Súkkulaði úr Vínberinu gleður og kætir

Verslunin Vínberið var stofnuð árið 1976 og hefur verið við Laugaveg 43 alla tíð. Í upphafi var verslunin rekin sem matvöruverslun og rekur nafn sitt til vínberja sem þá voru fátíð sjón í búðum. Eftir að lágvöruverslanir komu á markaðinn, breyttust forsendur til rekstrar kaupmannsins á horninu og ákvað eigandinn, Logi Helgason, að breyta búðinni í sérvöruverslun með konfekt og sælgæti. Á 40 ára afmæli verslunarinnar, sem var í apríl á þessu ári, tók næsta kynslóð við búðinni og er hún nú í eigu sonar Loga og tengdadóttur, Guðrúnar Völu Davíðsdóttir, sem rekur verslunina.

Ekta íslenskt í Álafossi

Við Laugaveg stendur lítið og notalegt útibú frá hinu goðsagnakennda fyrirtæki Álafossi sem hvert mannsbarn þekkir. Þar er hægt að fá ekta íslenskar lopavörur; peysur, húfur, trefla, vettlinga, sokka og fleira. „Aðaláherslan hjá okkur er á ullarvörur úr íslenskri ull. Síðan erum við með heilmikið af íslenskri gjafavöru, langstærstur hluti varanna okkar er íslensk hönnun. Við erum mjög stolt af því úrvali sem við erum með af lopapeysum og getum með sanni sagt að þær séu gerðar á Íslandi,“ segir Guðmundur Arnar Jónsson, framkvæmdastjóri Álafoss.

Allir óðir í plötuspilara og kassettutæki

Nýjustu tækni og gamalli hönnun er blandað saman í retró hljómtækjunum sem rjúka úr hillunum hjá Símabæ um þessar mundir. Þetta eru plötuspilarar, kassettu- og útvarpstæki sem líta út eins og gömul hljómtæki frá miðri síðustu öld en eru búin stafrænni tækni sem gerir fólki meðal annars kleift að taka upp plötur og kassettur og færa yfir á stafrænt form. Útilit þessara tækja heilla marga, enda stuðst við hönnun hljómtækja frá þeim tíma sem þau voru á stærð við húsgögn og voru hugsuð sem sem stofustáss.

Einstök upplifun undir jökli

Into the Glacier býður upp á einstakar ævintýraferðir upp á Langjökul og inn í göng sem voru rúm fimm ár í undirbúningi og gerð. Helstu jarðfræðingar, jöklafræðingar, verkfræðingar, arkitektar, ljósahönnuðir og listamenn landsins komu að undirbúningi. „Við förum nánast upp á topp á jöklinum og þar bíða okkar lengstu jöklagöng í heimi,“ segir Hjalti Rafn Gunnarsson, markaðsstjóri Into the Glacier. Farið er á átta hjóla trukkum sem áður voru notaðir sem eldflaugabílar hjá NATO en hefur verið breytt í fullkomna jöklajeppa. Ökuferðin er ævintýri út af fyrir sig en útsýnið af toppi jökulsins í 1260 metra hæð er dásamlegt;