Fréttatíminn

image description
05.04 2012

Ég meina’ða

Nemendur á öðru ári í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands hafa gert sköpunargáfu sína að söluvöru til að safna fé fyrir útskriftarferð sína haustið 2013. Þeir selja ýmsar nýstárlegar vörur í Grafíunni við Þverholt 11 en meðal þess sem þar er í boði er mynd af Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sem Arnar Fells hefur farið höndum um.

Hann tilfærir sígilda setningu Geir í hruninu: „Guð blessi Ísland“ og bætir svo við eða öllu heldur múlbindur Geir með „ég meina ða.“ Þeir sem vilja skreyta sig með þessum snúningi á fleygum og alræmdum orðum Geirs geta fengið myndina á bol.

Til baka

Kaupstaður