Fréttatíminn

image description
26.04 2012

Hjörtur til 365

Íþróttafréttamaðurinn Hjörtur Hjartarson, sem var rekinn frá RÚV í janúar vegna máls sem kom upp á milli hans og Eddu Sifjar Pálsdóttur, dóttur Páls Magnússonar útvarpsstjóra, mun birtast á skjám landsmanna áður en langt um líður. Hjörtur hefur verið ráðinn á íþróttadeild Stöðvar 2 sport og mun verða í hópnum sem fjallar um Pepsideild karla í fótbolta, bæði í sjónvarpi og vefnum.

Ljóst er að koma Hjartar er hvalreki fyrir íþróttadeildina en hann hefur meðal annars stýrt markaþættinum Íslenska boltanum á RÚV undanfarin sumur við góðar undirtektir.
 

Til baka

Kaupstaður