Fréttatíminn

image description
30.03 2012

Orri Páll skrifar ævisögu Hemma Gunn

Margir bíða eflaust spenntir eftir ævisögu Hermanns Gunnarssonar.
Margir bíða eflaust spenntir eftir ævisögu Hermanns Gunnarssonar.

Gengið hefur verið frá því að Orri Páll Ormarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, skrifi ævisögu Hermanns Gunnarssonar. Óvíst er hvenær bókin lítur dagsins ljós en ljóst er að það verður ekki á þessu ári. Óhætt er að segja að Hermann, betur þekktur sem Hemmi Gunn, sé einhver ástsælasti núlifandi Íslendingurinn.

Hemmi hefur lifað viðburðaríku lífi. Hann var á sínum tíma einn allrabesti knattspyrnumaður landsins, var vinsælasti sjónvarpsmaður Íslands, tónlistarmaður af guðs náð og almennur gleðigjafi og búast má við því að kappinn hafi frá mörgu skemmtilegu að segja. -óhþ


 

Til baka

Kaupstaður