Fréttatíminn

image description
23.03 2012

Svartur leikur í kröfugerð lögreglu

Glæpamyndin Svartur á leik hefur gengið fyrir fullum bíósölum frá frumsýningu og nú hafa rúmlega 40.000 manns séð þennan harða krimma sem byggir á samnefndir skáldsögu Stefáns Mána.

Gagnrýnendur hafa ausið myndina lofi og stjörnum og hún hefur spurst gríðarlega vel út. Myndin fékk síðan stuðning úr óvæntri átt þegar Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, mætti í Kastljós í vikunni og sagðimyndina afar góða og bókina enn betri. Þá sagði lögreglustjóri myndina veita fólki mikilvæga innsýn í það sem lögreglan er að glíma við og ætti að auka skilng fólks á beiðnum lögreglunnar á auknum rannsóknarheimildum og banni við skipulögðum glæpahópum.


 

Til baka

Kaupstaður