Lífsstíll

Útivistarverslun þar sem hægt er að leigja búnað

Verslunin hefur verið í rekstri undanfarin 4 ár. Þar er hægt að fá búnað til útivistar og aðrar vörur sem fólk notar á ferðalögum sínum innanlands og utanlands. Vaidas er eigandi verslunarinnar og þegar hann er spurður út í af hverju hann fór í það að stofna verslunina segir hann: „Mér fannst vanta útivistarverslun sem byði upp á þá þjónustu að leigja búnað. Í fyrstu voru það aðallega erlendir ferðamenn sem komu til okkar en Íslendingar hafa tekið okkur fagnandi og við erum mjög ánægð með þær viðtökur sem við höfum fengið. Það hefur gefið mjög góða raun eða tvinna þetta tvennt saman að leigja út búnað og selja hann. Við fáum strax viðbrögð frá kúnnum okkar varðandi þann búnað sem við leigjum út og sjáum hvað virkar og hvað ekki. Nýlega höfum við aukið töluvert við vöruúrvalið hjá okkur, bjóðum núna upp á talsvert dýran búnað sem fólk leggur kannski ekki alveg í að kaupa sér en getur leigt hann hjá okkur og séð hvernig því líkar og í framhaldi af því keypt vöruna. Ég er þá að tala um vörur eins og snjóflóðabúnað og annan dýran búnað. Við hvetjum því fólk til þess að koma til okkar og leigja sér svona einum degi áður en ferðin er skipulögð svo það geti lært á og vanist búnaðinum“

„Stórbrotin náttúrufegurð ­ í faðmi hárra fjalla“

Náttúran er ávallt innan seilingar, hvort heldur haldið er í gönguferðir, farið á skíði eða fjölþættar gönguleiðir gengnar um fjöll og dali. Linda Lea Bogadóttir er markaðs og menningarfulltrúi Fjallabyggðar. Þegar hún er spurð um hvað sé framundan segir Linda: „Við erum náttúrlega í miðri vetrarvertíð. Við erum að einblína á páskahelgina, sem er alltaf mjög stór hjá okkur. Þá verður mikið um að vera hérna hjá okkur og skíðasvæðið fyllist af fólki.“

Hálendisferðir í sérflokki

Fyrirtækið býður upp á dagsferðir fyrir bæði hópa og einstaklinga ásamt því að taka að sér skipulagningu og framkvæmd á lengri ferðum. Mountaineers of Iceland tók nýverið við Vakanum sem er gæða og umhverfisstaðall aðila í ferðaþjónustu. Auk þess fékk fyrirtækið nýverið viðurkenningu frá Credit Info fyrir að vera framúrskarandi fyrirtæki en þetta er í þriðja árið í röð sem fyrirtækið hlýtur þá viðurkenningu.

Viðamikil reynsla ­ af kerrum, ­dráttarbeislum og fylgihlutum

Við erum náttúrlega búnir að vera á markaðnum í yfir 30 ár þannig að við búum yfir mikilli reynslu á þessu sviði og öllu sem því viðkemur. Það er sko óhætt að fullyrða það,“ segir Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri Víkurvagna ehf., þegar blaðamaður slær á þráðinn til að forvitnast um starfsemina. Bjarni er þar að vísa í dráttarbeislin sem fyrirtækið bæði smíðar og flytur inn. „Yfirgnæfandi meirihluti eigenda jeppa og jepplinga notar þau undir kerrur og ferðavagna,“ segir hann. „En svo erum við auðvitað með króka á allar gerðir bíla, bæða fasta og svo króka sem má losa af þegar þeir eru ekki í notkun.“

Ombrello eykur öryggi við akstur

Guðmundur E. Björnsson er framkvæmdarstjóri fyrirtækisins. Fyrirtækið er m.a. með umboð fyrir töfraefnið Ombrello. En hvað er Ombrello? „Ombrello er framrúðubrynvörn sem veitir einstaklega góða vörn gegn rigningu á bílrúður. Þetta hefur náttúrlega ofboðslega mikið umferðaröryggi í för með sér, bætir útsýni ökumanns og farþega alveg svakalega mikið og ekki síst í myrkri. Þegar maður er búinn að bera þetta á framrúðuna þá þarf maður ofboðslega lítið að nota þurrkurnar í rigningu, vatnið einfaldlega fýkur af. Þetta er nanoefni og það sem nanoefni gerir er að það fyllir upp í míkróholur í glerinu. Nanoefni hafa verið að ryðja sér til rúms í margs konar iðnaði. Þetta er stórsniðug uppfinning, þú ert í raun að sparsla í holur sem þú getur ekki séð með berum augum með því að smyrja efninu á framrúðuna ná vatnsmólekúlin ekki að bindast við rúðuna. Það þýðir ekki að nota efnið á neitt annað en gler. Einn kosturinn við efnið er líka sá að rúðuþurrkublöðin endast miklu lengur. Stærsti ávinningurinn er náttúrulega að auka öryggi fólks í umferðinni,“ segir Guðmundur.

Endingarbetra bón og aukinn gljái

Framkvæmdastjóri ­fyrirtækisins, Ari Rafn ­Vilbergsson, segir viðskiptavini hæstánægða með þjónustuna. „Þetta er ný byltingarkennd ­aðferð sem fer þannig fram að bíll fer í gegnum þykkt lag af bóni, eða undir hálfgerðan foss af bóni, sem rennur í alla króka og kima,“ útskýrir Ari, þegar blaðamaður grennslast fyrir um þjónustuna. „Það er ekki blettur á bílnum eftir á. Hann kemur út alveg tandurhreinn og glansandi.“ Og er góð ending á bóninu? „Já, Gullfoss bónið endist klárlega lengur. Og þar fyrir utan veitir það aukinn gljáa líka,“ svarar Ari kampakátur og getur þess að viðskiptavinir Bón og þvottastöðvarinnar séu afskaplega ánægðir með þessa þjónustu. „Já, fólk hefur verið alveg í skýjunum síðan við fórum að bjóða upp á Gullfoss bónið síðasta sumar. Leigubílstjórar, sem geta nú margir hverjir verið ­kröfuharðir, tala sérstaklega um hvað það sé gott.“

Leiðandi í flutningum og björgun ökutækja

Fyrirtækið var stofnað árið 1987 og ég er búinn að vera hérna síðan 1990. Velgengni okkar og langlífi byggir mikið á því að við erum með góðan hóp af starfsfólki. Hér er lítil starfsmannavelta en mikil reynsla,“ segir Gísli Jónsson, framkvæmdastjóri Króks. Krókur er leiðandi aðili í flutningum og björgun ökutækja á Íslandi auk þess sem félagið rekur þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki. Þá rekur Krókur uppboðsvefinn www.bilauppbod.is sem nýtur mikilla vinsælda og er sífellt stærri hluti af starfseminni.

Sérfræðingar í bílainnflutningi

Við finnum bíla fyrir fólk og sjáum um að semja um verðið, oft eru tengiliðir til staðar og heildsöluverð í boði. Við erum með mjög vana og færa sölumenn hjá okkur. Það er ótrúlegt hvað maður fær mikið betra verð þegar sölumenn tala við sölumenn,“ segir Brynjar Valdimarsson, eigandi Betri bílakaupa. Brynjar hefur átt og rekið Snóker- og poolstofuna í 18 ár en hefur nýlega snúið sér að bílaviðskiptunum og nýtir þannig þá reynslu sem hann hefur öðlast í samningum og rekstri gegnum árin. „Við gerum allt frá a til ö fyrir viðskiptavininn. Allt frá því að semja við erlendu bílasöluna, panta flutninginn og einnig sjáum við um alla pappíra, skráningu á bílnum og tollafgreiðslu. Við sækjum bílinn og förum með hann í skoðun fyrir kaupandann, sem fær síðan bílinn afhentan nýskoðaðan og tilbúinn til notkunar,“ segir Brynjar. Sölumenn Betri bílakaupa ganga úr skugga um að bílinn standist þær kröfur sem kaupandinn gerir og láta iðulega söluaðilann ytra mynda smáatriði bílsins til þess að það sé ekkert sem komi á óvart í kaupunum.

Mikilvægt að líða vel í fermingarkjólnum

Það er algengur misskilningur að svart grenni og klæði af aukakíló,“ segir Fríða Guðmundsdóttir, eigandi verslunarinnar Curvy. „Þetta snýst allt um að finna snið sem hæfa vaxtarlaginu og klæðast litum eða munstrum sem að vinna vel með okkar línum.“ Curvy dásamar mjúkar línur og er með puttann á púlsinum þegar kemur að því hvað er að gerast í tískuheiminum. „Á Íslandi hefur lengi gerst að stelpur með mjúkar línur gleymist þegar kemur að tískufatnaði í stærri stærðum. Því rættist ósk þeirra þegar Curvy fann frábær vörumerki sem framleiða tískufatnað í stærri númerum svo allar konur geti notið þess að klæða sig fallega, óháð aldri,“ segir Fríða sem einnig á glæsilega kjóla á mæður fermingarstúlkna sem hún segir oft vilja líka „skvísa sig upp“ fyrir fermingardaginn. „Það sem hefur verið áberandi vinsælast fyrir fermingardaginn eru blúndur, hvíti liturinn er mjög vinsæll í ár og aðrir mjúkir pasteltónar.

Vinsæl fermingarrúm í öllum stærðum

Í versluninni RB Rúm í ­Hafnarfirði er mikið úrval af hinum vinsælu, íslensku ­fermingarrúmum. Fermingarrúmin fást í öllum stærðum. Vinsælustu stærðirnar eru á bilinu 80-140 sentímetrar á breidd. Hægt er að ráða stífleika á springdýnunni og hæðinni á fótum. Margir litir eru í boði af ­áklæðum á ­rúmbotnum og ­höfðagöflum, allt ­eftir ­óskum hvers og eins. 5.000 króna ­inneign fylgir öllum ­fermingarrúmum í RB Rúmum.

Svæðisskiptar heilsudýnur

Ein besta fermingargjöfin sem hægt er að gefa er gott og vandað heilsurúm sem mun fylgja barninu inn í fullorðinsárin. Aðspurður segir Sigurður að þau hjá Svefni og heilsu leggi mikla áherslu á að fólk sé ánægt með dýnurnar sem það kaupi hjá þeim og þegar komi að því að endurnýja dýnurnar þá sé Svefn og heilsa fyrsti kostur. Það er stór áfangi í lífi hvers einstaklings og í hönd fer spennandi tími breytinga hjá börnum og þau stíga sín fyrstu skref inn í fullorðinsárin. Sigurður segir að þau hafi gert óformlega könnun í verslun sinni meðal fermingarbarna og niðurstöðurnar hafi verið býsna afgerandi.

Mikilvægt að velja föt sem manni líður vel í

Það koma margar konur hingað um þetta leyti til að klæða sig upp fyrir ýmiskonar veisluhöld, bæði er mikið um árshátíðir og svo ýmislegt annað eins og tónleikar og fleira. Svo eru fermingarnar auðvitað framundan,“ segir Stella Leifsdóttir í versluninni Belladonna í Skeifunni.

Rúmin fyrir fermingarbörnin fara stækkandi

Í Rekkjunni er lögð rík áhersla á frábæra þjónustu á góðu verði. Kristján Þór Jónsson afgreiðslumaður hjá Rekkjunni er vanur að ráðleggja fólki um hvaða rúm henti hverjum og einum. Þegar hann var spurður að því hvort hann merkti einhverjar breytingar á því hvaða rúm fólk kaupi fyrir fermingarbörnin segir Kristján. „Við finnum fyrir því í ár að fermingarbörnin vilja fara í svolítið stærri rúm. Jafnvel alveg upp í 150 cm á breidd. Hér áður fyrr voru það 90 cm eða 120 cm sem eru þessi klassísku fermingarrúm. Fólk er að átta sig á því hvað rúmið er mikilvægt og hvað krakkarnir eyða miklum tíma í rúminu.“

Spennandi tískustraumar í flísum

Það nýjasta hjá okkur í flísum eru ­munsturflísar, bæði á gólf og veggi. Þetta er notað bæði á eldri hús og í nýbyggingar þar sem þetta brýtur upp minimalískan stíl,“ segir Ásta ­Sigurðardóttir, stílisti hjá BYKO.

Dún og fiður, -einstök verslun

Dún og fiður hefur verið leiðandi á íslenskum markaði í framleiðslu og hreinsun á sængum, koddum, púðum og skyldum vörum úr náttúrlegum dún og fiðri. Dún og fiður er nú til húsa á Laugavegi 86. Í versluninni er lagt mikið upp úr góðri og persónulegri þjónustu.