Lífsstíll

Vorlúkk YSL

Nú er tími árshátíða að renna upp, þá er ­tilvalið að gera auðvelda en fallega förðun sem er á allra færi að gera. Ég byrjaði á að bera augnprimer á allt augnlokið, dekkri liturinn af Duo Smoker blýantinum er borinn á þétt upp við augnhárin og honum er blandað aðeins uppá augnbeinið. Ljósi silfraði endinn er notaður vel inní augnkrókinn og aðeins inná augnlokið til að fá bjartari lit þar. Svartur stylo blýantur er ­notaður í vatnslínu og svo vel af maskara til að fullkomna ­augnförðunina

Upphafið hjá Urban Decay

Sagan hefst um miðjan tíunda áratuginn þegar bleikir, rauðir og beige litir voru alls ráðandi á markaðnum. Wende Zomnir og félagar syntu á móti straumnum og settu á markað varalita- og naglalakkalínu sem bauð upp á mun fjölbreyttari liti. „Beauty with an edge“, allt frá fyrsta degi!

Gleraugnatískan tekur á sig ný form og nýja liti

Optical Studio rekur þrjár gleraugnaverslanir. Upphafið má rekja til Keflavíkur árið 1982. Í janúr 1998 tók svo til starfa Optical Studio Duty Free í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir útboð frá Ríkiskaupum um verslunarekstur í flugstöðinni. Þriðja verslun Optical Studio tók svo til starfa í Smáralind þegar verslunarmiðstöðin var opnuð í október 2001. Kjartan Bragi er sjóntækjafræðingur og eigandi Optical Studio. Kjartan er hafsjór af fróðleik þegar kemur að vali á gleraugum og um gleraugnatísku. Hann segir aðspurður um gleraugnatískuna í dag: „Gleraugnatíska lýtur sömu lögmálum og önnur tíska, en það má þó segja um hana að hún lifir töluvert lengur en það sem gengur og gerist í fatatískunni. Sólgleraugun lúta þó öðrum lögmálum, þar er töluvert meiri hraði en í sjóngleraugnatískunni.“ En hvað er ríkjandi í dag í gleraugnatískunni? „Í styrkleikagleraugunum, umgjörðum, eru litir eru farnir að vera fyrirferðameiri en hér áður. Sá svarti og brúni eru nú aðeins að gefa eftir og umgjarðirnar farnar að verða litríkari. Ég get nefnt dæmi eins og Gucci sem er með mikið af sterkum litum og þar sér maður skemmtilega litaflóru sem er blandað saman líkt og sjá má í dag í fata- og veskjalínu frá Gucci. Vert er að nefna dönsku umgjarðirnar frá Lindberg sem er mjög vandaðar og afar léttar, aðeins nokkur grömm. Þær eru þó andstæða við þær litaglöðu. Að mínu mati eru þessar umgjarðir framar öllum öðrum hvað varðar hönnunn og efnisval og samsetningar. Lindberg notar engar skrúfur eða lóðningar í sinni framleiðslu.“ Aðspurður um sólgleraugn­atísku, segir Kjartan.

Minni hrukkur og frísklegri húð

Kollagen er eitt aðal uppbyggingarprótein líkamans en það er að finna í öllum liðum, liðamótum, sinum og beinum ásamt því að það er stór partur af húð, hári og nöglum. Kollagen eru trefjar sem eru mjög sterkar en orðið kollagen er komið úr grísku þar sem kolla þýðir lím. Því er oft talað um kollagen sem límið í líkamanum. Kollagenið sér því fyrst og fremst um að vefir líkamans haldist sterkir.

Lífræn sleipi­efni frá Yes

Yes sleipiefnin eru sérstaklega hönnuð fyrir konur sem eru komnar á breytingaskeiðið, hafa nýlega eignast barn, verið í meðferð við krabbameini eða vegna langtíma veikinda eiga við þurrk í leggöngum og slímhúð að stríða.

Mér er annt um hafið

Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir hefur sent frá sér bókina Rödd hafsins sem hún lýsir sem 15 mínútna hugleiðslu/innra ferðalagi þar sem þú ferð niður í fjöruna þína og út í haf. „Á því ferðalagi um heimkynni hafmeyjar, sem tekur þig með sér af stað, skoðar þú vistkerfi nágranna okkar sem lifa á sama tíma svo fjarri okkur en þó svo nærri. Ég er að tala um heimkynni sjávar. Mér er annt um hafið þar sem ég ólst upp við það á Kjalarnesi og á óteljandi minningar með systkinum mínum og bestu vinkonu. Fjörur eru eitthvað svo nátengdar okkur Íslendingum, þær eru fjársjóðsstaðir bernskunnar, vekja von og líka ótta við hafið sem er róandi en einnig ógnvekjandi á sama tíma,“ segir Ingibjörg.

Ómetanlegt dekur í amstri dagsins

Kosmetik við Garðastræti 2 er lítil og persónulega snyrtistofa sem býður upp á allsherjar snyrtimeðferðir. Það eru þær Kristín og Jóhanna sem hafa staðið vaktina á þessari notalegu snyrtistofu sem hefur verið starfandi í tæp tvö ár. Á þessum tíma hefur Kosmetik eignast fjölda fastakúnna, ekki síst meðal Vesturbæinga og þeirra sem starfa í miðbænum - enda afar þægilegt að geta skotist í hádeginu eða eftir vinnu í dálítið dekur.

Sænskar netverslanir fyrir íslenska netverja

Allir Íslendingar þekkja sænsk vörumerki eins og H&M, IKEA og Polarn & Pyret. Þetta eru þó ekki einu sænsku verslanirnar sem selja vandaðar og fallegar vörur úr fyrsta flokks hráefnum, eins og Íslendingar í Svíþjóð hafa kynnst. Sænska sendiráðið á Íslandi hefur opnað vefgátt sem gerir íslenskum kaupendum auðveldara að kaupa vörur gegnum sænskar netverslanir. Vefgáttin ­www.saenskarnetverslanir.is er fyrst og fremst þjónusta fyrir Íslendinga sem vilja versla við sænskar netverslanir en einnig er hún mikilvæg fyrir verslanir og hönnuði í Svíþjóð sem vilja koma vörum sínum og úrvali á framfæri við Íslendinga. Vefurinn er í boði sænska sendiráðsins á Íslandi og er frí þjónusta fyrir kaupendur og seljendur. Liselotte ­Widing er sérfræðingur sem starfar í sendiráðinu og hún hafði frumkvæðið að þessu verkefni.

Fólk geti notað tímann í annað en að fara í búðina

Boxið býður upp á heimsendingu á matvöru á höfuðborgarsvæðinu á vefsíðunni boxid.is. Hægt er að kaupa alla almenna matvöru; kjöt, fisk, mjólkurvörur, þurrvöru, grænmeti, ávexti og hreinlætisvörur. „Vörunum er ekið upp að dyrum og þú velur hvenær þær koma. Við erum með tveggja klukkutíma afhendingarglugga og ef þú pantar klukkan 10 geta vörurnar verið að koma milli 12 og 2. Þegar við leggjum af stað sendum við sms með áætluðum komutíma og það fylgir linkur sms-inu sem vísar inn á rauntímakort,“ segir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, annar eigandi Boxins en félagi hans er Haukur Hrafn Þorsteinsson. Heimsendingin er gjaldfrí ef verslað er fyrir meira en 10.000 en að sögn Sigurðar eru flestir að kaupa inn fyrir vikuna svo upphæðin fer vanalega upp fyrir það mark og heimsendingin því vanalega frí.

Tuttugu ár í próteinbransanum

Við höfum verið með netverslunina fitnesssport.is í gangi 5 ár og hún hefur stækkað með hverjum deginum. Okkar viðskiptavinir kunna vel að meta að geta skoðað vörurnar á netinu og svo fengið vörurnar sendar til sín,“ segir Svavar Jóhannsson, eigandi Fitness Sport.

Stærsta íslenska netverslunin horfir til framtíðar

Helstu samkeppnisaðilar Heimkaup.is eru stórar erlendar vefverslanir svo sem Amazon.com og Ali Express. Það sem Heimkaup.is hefur fram yfir erlendar vefverslanir er að það er ekkert mál að skila eða skipta vörum. Þá fá viðskiptavinir vörurnar sínar sendar heim, sama dag og pantað er á höfuðborgarsvæðinu, og daginn eftir út á landsbyggðina. En þrátt fyrir að Heimkaup.is sé stærsta íslenska vefverslunin og hafi vaxið gríðarlega á undanförnum tveimur árum er það bara byrjunin og fyrirtækið bíður spennt eftir að netverslun springi út eins og gerst hefur í nágrannalöndunum.

Skandinavísk hönnun heim að dyrum

Snúran hefur fest sig rækilega í sessi sem ein fremsta fagurkeraverslun landsins. Vefsíða Snúrunnar er einnig afar aðgengileg og yfirgripsmikil svo lítið mál er fyrir þau sem búa ekki á höfuðborgarsvæðinu að nýta sér þetta mikla úrval. „Við erum búin að vera að vinna markvisst í vefversluninni síðustu þrjá mánuðina, við höfðum ekki undan að koma öllum vörunum inn á netið en núna eru langflestar vörurnar komnar inn,“ segir Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi Snúrunnar.

Lang skemmtilegast á trampólíninu

Rebekka Sif Stefánsdóttir söngkona æfði fimleika í 2 ár sem barn en er nú aftur byrjuð í fullorðinshópi. Að hennar sögn snýst íþróttin nú frekar um hreyfingu og fjör heldur en keppni. „Mér finnst lang skemmtilegast að vera á trampólíninu, fara í heljarstökk, æfa skrúfu eða jafnvel tvöfalda skrúfu. En áhöldin eru líka frábær.“ Að sögn Rebekku eru fullorðinsfimleikar fyrir alla og þú þarft alls ekki að hafa æft fimleika sem barn til að stunda þá. „Maður notar allan líkamann og það er mikil hvatning að vera í hópi.“

Kokteilar sem kitla bragðlaukana

Forréttabarinn tekur nú þátt í Reykjavík Cocktail Weekend í annað sinn en viðtökurnar í fyrra fóru fram úr björtustu vonum. Boðið verður upp á fimm kokteila sem allir eru mismunandi hvað varðar áferð og bragð. Kokteillinn sem mun freista þess að verða RCW drykkurinn í ár er bragðmikill og frískandi. „Í keppninni sjálfri verður teflt fram kokteil sem samanstendur af gini og contreau, heimalöguðu hunangssírópi, eggjahvítu, sítrónu og timían. Einnig ætlum við að bjóða upp á okkar útfærslur af klassískum blöndum eins og Negroni og Bloody Mary,“ segir Róbert Ólafsson, eigandi Forréttabarsins. „Við höfum frá upphafi boðið upp á metnaðarfullan kokteillista. Fáa en góða drykki sem fastagestir okkar eru farnir að þekkja og líkar vel.“

Kokteilar með séríslensku yfirbragði

Jónmundur Þorsteinsson og Emil Tumi Víglundsson standa vaktina um helgina á barnum á Kopar. Boðið verður upp á keppniskokteil sem Emil hefur verið vakinn og sofinn yfir undanfarnar vikur og hlaut nafnið Aðaldalur. „Við bjuggum til okkar eigið skyr sem við blöndum við brennivín, svo erum við með heimatilbúið bláberjasíróp,“ segir Jónmundur. Aðspurður um aðferðina, hvort hún sé hernaðarleyndarmál, segir Jónmundur að Emil hafi legið yfir henni dag og nótt og sé raunar ofar hans skilningi. „Þetta er víst rosa flókið ferli sem gaman er að fylgjast með. Þú þarft að vera með ákveðið hitastig og búa til gerla. Við setjum vanillustangir út í skyrið og búum þannig til vanilluskyr með besta mögulega hráefni sem völ er á. Svo blöndum við því saman við brennivínið og notum það í kokteilinn. Venjulega notum við sítrónusafa eða limesafa til að fá sýru en við notum mysu í keppniskokteilinn,“ segir Jónmundur.