Lífsstíll

Aukinn stinnleiki og ynging húðarinnar

Guðrún Jóhanna ­Friðriksdóttir, eigandi snyrtistofunnar Hafbliks, sérhæfir sig í háræðaslitsmeðferðum og demantshúðslípun. „Þetta er náttúruleg leið til þess að laga og gera við húðina án stórra inngripa – það eru nefnilega til aðrar leiðir til að stinna og laga en að leggjast undir hnífinn,“ segir Guðrún. Henni þykir miður hversu illa upplýst þau eru sem ákveða að leggjast undir hnífinn. „Fólk heldur að þetta sé eina leiðin til þess að yngja húðina og er mjög ánægt með fræðsluna sem ég veiti um það hvernig þetta raunverulega virkar,“ segir Guðrún og bendir á að þegar lagst er undir hnífinn sé verið að fara gegn lögmálinu og strekkja húðina þannig að færri húðfrumur eru á hverjum húðfleti.

Álfar og dvergar tengdir saman í lopapeysumynstri

Grunnhugmyndin var sú að hanna lopapeysur, innblásnar af pólskri menningu. Keppnin var öllum opin og þátttakendur komu víða að, frá Póllandi, Íslandi, Þýskalandi og Bretlandi. 90 tillögur bárust en margar tillögur héldu sig ekki nákvæmlega við skilyrði keppninnar, sem var að tvinna tvo menningarheima saman. En sumir höfðu gert tillögur að peysum með lunda eða íslenska fánanum og sleppt allri pólskri tilvísun, segir Thomasz Chrapek, einn af skipuleggjendum keppninnar. En það er pólska sendiráðið á Íslandi og ProjectPolska sem eru kostunaraðilar hennar.

Logi Pedro samdi J-pop tóna í Tókýó

„Mér leið oft eins og ég væri að krydda lögin með smá af Mezzoforte,“ segir Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður sem er nýkominn heim úr ferð frá Japan þar sem hann samdi svo kallað J-pop með japönskum tónlistarmönnum.

Uppáhalds ljósmyndin: Afi besta barnapía í heimi

„Myndin er tekin í Englandi árið 1995 þegar ég var tveggja ára. Þetta eru ég og afi og amma Svanhildur tók hana. Þetta er fyrsta myndin sem ég átti innrammaða, ég lét stækka hana og ramma inn. Hún er bæði lýsandi fyrir mig og afa en hann er besta barnapía í heimi,“ segir Svanhildur Gréta um dýrmætustu ljósmyndina sína sem hún hefur átt frá blautu barnsbeini.

Miðborgin okkar rokkar á aðventunni

Opnunarhátíð Jólatorgsins við Hljómalind þar sem Hjartatorgið stóð forðum hefst í dag klukkan 15:00. Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar, er afar ánægður með útkomuna á nýja torginu enda einkar glæsileg. „Við fáum marga góða gesti í heimsókn í dag, bæði tengda jólum og áramótum. Það er Dagur Eggertsson borgarstjóri sem opnar Jólatorgið formlega með pompi og pragt að viðstöddu fjölmenni; kór og hljómsveit, jólasveinum og uppistöndurum að ógleymdum prúðbúnum plötusnúðum, en opið verður á Jólatorginu sérhvern dag til jóla frá klukkan 14:00-22:00 rétt eins og verslanirnar sem eru opnar til 22:00 á kvöldin fram að jólum frá og með deginum í dag,“ segir Jakob kampakátur enda jólin tími þar sem miðborgin blómstrar. „Markaðurinn sjálfur verður með áherslu á jóla- og árstíðabundna matvöru. Hann kallast skemmtilega á við skautasvellið og smærri markað kringum það á Ingólfstorginu.“

Súkkulaði úr Vínberinu gleður og kætir

Verslunin Vínberið var stofnuð árið 1976 og hefur verið við Laugaveg 43 alla tíð. Í upphafi var verslunin rekin sem matvöruverslun og rekur nafn sitt til vínberja sem þá voru fátíð sjón í búðum. Eftir að lágvöruverslanir komu á markaðinn, breyttust forsendur til rekstrar kaupmannsins á horninu og ákvað eigandinn, Logi Helgason, að breyta búðinni í sérvöruverslun með konfekt og sælgæti. Á 40 ára afmæli verslunarinnar, sem var í apríl á þessu ári, tók næsta kynslóð við búðinni og er hún nú í eigu sonar Loga og tengdadóttur, Guðrúnar Völu Davíðsdóttir, sem rekur verslunina.

Ekta íslenskt í Álafossi

Við Laugaveg stendur lítið og notalegt útibú frá hinu goðsagnakennda fyrirtæki Álafossi sem hvert mannsbarn þekkir. Þar er hægt að fá ekta íslenskar lopavörur; peysur, húfur, trefla, vettlinga, sokka og fleira. „Aðaláherslan hjá okkur er á ullarvörur úr íslenskri ull. Síðan erum við með heilmikið af íslenskri gjafavöru, langstærstur hluti varanna okkar er íslensk hönnun. Við erum mjög stolt af því úrvali sem við erum með af lopapeysum og getum með sanni sagt að þær séu gerðar á Íslandi,“ segir Guðmundur Arnar Jónsson, framkvæmdastjóri Álafoss.

Höfundur Spice Girls gerir bandarískt SKAM

Simon Fuller, einn stærsti sjónvarpsþáttaframleiðandi í heimi, ætlar að búa til bandaríska útgáfu af norsku vefsjónvarpsþáttunum SKAM. Þættirnir eru skapaðir af Julie Andem og norska ríkissjónvarpinu og engan óraði fyrir að þeir yrðu það vinsælasta sem sjónvarpsstöðin hefur nokkru sinni búið til. Vinsældir SKAM hafa farið eins og eldur í sinu um heiminn á undanförnum mánuðum. Í Noregi er allt á hliðinni vegna þáttanna og varla talað um annað en aðalpersónurnar. Hægt er að fylgjast með lífi þeirra á samfélagsmiðlum og ný brot úr þáttunum birtast daglega á heimasíðunni skam.p3.no Íslendingar hafa ekki farið varhluta af þessu brjálæði og eru aðdáendahópar þáttanna sístækkandi á Facebook. Þá þykir skyndilega orðið ægilega töff að tala norsku í íslenskum menntaskólum.

Hannes Smárason fjárfestir á Nesinu

Hannes keypti 120 fermetra íbúð í nýju fjölbýlishúsi á Hrólfsskálamel sem nú er í byggingu en hermt er að þar muni tengdamóðir hans ætla að setjast að. Auk þess keypti Hannes einbýlishús að Steinavör 4. Um er að ræða 385 fermetra hús með glæsilegu útsýni til Bessastaða. Fyrir á Hannes 250 fermetra raðhús að Bakkavör 4 sem hann notaðist við meðan hann var búsettur erlendis.

Gefa gamla kjólinn sem ekki passar lengur

„Við söfnum alltaf sparifötum fyrir jólin en undirbúningur á sér stað árið allt árið um kring,“ segir Vilborg Oddsdóttir fé­lags­ráðgjafi sem hef­ur um­sjón með inn­lendri aðstoð hjá Hjálp­ar­starfi kirkj­unn­ar. „Við tínum út sparifötin, fínu kjólana og jakkafötin sem okkur berast og tökum frá fyrir jólin, út­hlut­um þeim síðan sér­stak­lega á þessum tíma árs.“

As We Grow til Japans

As We Grow, handhafi hönnunarverðlaunanna 2016, hefur hafið útrás til Japans en Japanir hafa sýnt merkinu mikinn áhuga frá upphafi. „Í janúar förum við á sýningar til Japans, Danmerkur og Parísar að kynna næstu línu en nú þegar erum við komnar með umboðsmann í Japan og er hún á fullu að markaðssetja okkur þar,“ segir Gréta Hlöðversdóttir framkvæmdastjóri en hún stofnaði As We Grow árið 2012 ásamt Guðrúnu Rögnu Sigurjónsdóttur fata- og prjónahönnuði og Maríu Th. Ólafsdóttur fatahönnuði. „Við erum með lykilmanneskju hér á landi sem hefur aðstoðað okkur dyggilega við að koma okkur á framfæri þar, þar er annar hugsunarháttur og önnur menning svo það skiptir miklu máli að hafa einhvern innfæddan með okkur,“ segir Gréta. Mikill heiður Hönnunarverðlaunin hlaut As We Grow fyrir samfélagslega ábyrgð, umhverfisvernd og tímalausa hönnun. Gréta segir það mikinn heiður að hljóta slík verðlaun. „Við erum bara 4 ára og erum enn að slíta barnsskónum þess vegna var svo mikilvægt að fá þessi verðlaun, sér í lagi til þess að koma okkur á framfæri á erlendum markaði.“

Uppáhalds ljósmyndin: Mútað með tveimur kleinuhringjum fyrir hæfileikakeppni

„Ég held að ég væri ekki alveg hreinskilin ef ég veldi ekki þessa mynd. Ég er týpan sem er haldin einhverri eilífðar nostalgíu, og get tapað mer í að liggja yfir gömlum myndum. En þessi mynd hefur ekki bara nostalgíu-sjarmann heldur einnig djúpan skilning á sjálfri mér sem hefur tekið mig gífurlega langan tíma að komast að. Ég man hrikalega vel eftir þessu, það var búið að kalla mig tvisvar upp á svið til að syngja Gamla Nóa í hæfileikakeppni. Ég fór ekki fyrr en það var búið að lofa mér tveimur karamellukleinuhringjum í verðlaun, sem ég auðsýnilega fékk.“

Allir óðir í plötuspilara og kassettutæki

Nýjustu tækni og gamalli hönnun er blandað saman í retró hljómtækjunum sem rjúka úr hillunum hjá Símabæ um þessar mundir. Þetta eru plötuspilarar, kassettu- og útvarpstæki sem líta út eins og gömul hljómtæki frá miðri síðustu öld en eru búin stafrænni tækni sem gerir fólki meðal annars kleift að taka upp plötur og kassettur og færa yfir á stafrænt form. Útilit þessara tækja heilla marga, enda stuðst við hönnun hljómtækja frá þeim tíma sem þau voru á stærð við húsgögn og voru hugsuð sem sem stofustáss.

Einstök upplifun undir jökli

Into the Glacier býður upp á einstakar ævintýraferðir upp á Langjökul og inn í göng sem voru rúm fimm ár í undirbúningi og gerð. Helstu jarðfræðingar, jöklafræðingar, verkfræðingar, arkitektar, ljósahönnuðir og listamenn landsins komu að undirbúningi. „Við förum nánast upp á topp á jöklinum og þar bíða okkar lengstu jöklagöng í heimi,“ segir Hjalti Rafn Gunnarsson, markaðsstjóri Into the Glacier. Farið er á átta hjóla trukkum sem áður voru notaðir sem eldflaugabílar hjá NATO en hefur verið breytt í fullkomna jöklajeppa. Ökuferðin er ævintýri út af fyrir sig en útsýnið af toppi jökulsins í 1260 metra hæð er dásamlegt;

Kossar eru ekkert grín

Þegar hugsað er um kossaflens um jólin kemur hefðin um mistilteininn fyrst upp í hugann. Það þykir ekki vitlaust að elskendur kyssist undir þeirri jurt enda var hún víða nátengd frjósemi og kynþrótti á miðöldum.

Hvernig voru hægðirnar í dag?

Prógastró DSS®-1 er öflugur asídófílus sem margfaldar sig í smáþörmunum og byggir upp þarmaflóruna og Digestive Enzyme Complex eru meltingarensím sem auðvelda niðurbrot á mat og draga úr líkum á uppþembu og óþægindum.

Kvenleg og sexí jól

Okkar sérstaða er auðvitað stærðirnar, við erum með stærðir frá 14 upp í 28/30, reynum að taka allan skalann. Við einblínum á að vera með eitthvað fyrir alla sem tekst ansi vel og við erum bæði að fá ungu stelpurnar og þær sem eru eldri til okkar,“ segir Fríða Guðmundsdóttir, eigandi Curvy.is.

Glamúrjól í Next

Next býður upp á frábæra þjónustu við landsbyggðina og sendir frítt út á land. Nýjar myndir, verð og stærðir eru settar inn á Facebooksíðuna Next á Íslandi vikulega eða um leið og sendingar berast svo hægt er að fylgjast með og grípa gæsina.