Lífsstíll

Gæðahönnun á myrinstore.is

Mýrin í Kringlunni heldur úti frábærri vefverslun þar sem meðal annars er hægt er að kaupa íslenska, finnska og spænska hönnun, allt gæðamerki sem vakið hafa athygli. Hægt er að fá vörur í öllum verðflokkum svo hægt er að panta jólagjafir sem henta öllum. Vitanlega er sent um allan heim.

Einstakt úrval af unaðstækjum og undirfatnaði

Góð aðstaða er í verslun til að skoða og máta undirfatnað í næði og þaulreynt starfsfólk veitir aðstoð við val á vörum og viðeigandi jólagjöfum. Fullorðinsverslunin Adam og Eva, sem státar af stærsta úrvali landsins af unaðstækjum, nuddolíum, djörfum undirfatnaði og myndefni, er bæði í Reykjavík og á Akureyri á vefnum www.sex.is. Verslunin við Kleppsveg var stækkuð talsvert í sumar og státar af stórri fatadeild með fjölbreyttu úrvali af djörfum undirfatnaði sem viðskiptavinir geta skoðað og mátað í næði. „Fólk notar mikið vefverslunina sem vörulista til að skoða áður en það kemur til okkar, þannig að þar er alltaf mikilvægt að vefverslunin endurspegli sem mest úrvalið í búðinni,“ segir

Hreinsa loftið og gefa dásamlegan ilm

Við byrjuðum á þessu fyrir um það bil sex árum, þá opnuðum við ilmoliulampar.is, síðan þá höfum við aðallega verið vefverslun en fólk hefur þó alltaf haft tækifæri til þess að koma til okkar að skoða lampana og velja sér ilm,“ segir Sunna Dís Ólafsdóttir hjá ilmoliulampar.is sem selja vinsælu ZOLO ilmolíulampana. Einnig er verslun við Hafnargötu í Keflavík þar sem allir eru að sjálfsögðu velkomnir.

Toppþjónusta hjá Stefnu í 13 ár

Við erum meðal stærstu vefstofa landsins og höfum sett upp yfir 1000 vefi fyrir stór sem smá fyrirtæki,“ segir Pétur Rúnar Guðnason, markaðsstjóri Stefnu sem hefur starfað frá árinu 2003. „Okkur er fyrst og fremst umhugað að veita góða þjónustu og allt sem við gerum, hvort sem það er tækni, hönnun, ráðgjöf eða annað, er gert út frá þeim forsendum.“ Pétur segir það markmið Stefnu að viðskiptavinirnir séu ánægðir og nái þeim árangri sem þeim vænti af vefnum. „Við erum að færa þeim tæki sem þeir nota síðan sjálfir til þess að selja eða veita þjónustu og búa til sinn árangur.“

Enginn sýrður rjómi framleiddur á Íslandi

Það er ekki lengur hægt að fá sýrðan rjóma á Íslandi. Það er að segja alvöru sýrðan rjóma sem framleiddur er úr hreinum rjóma. MS framleiddi þar til fyrir skömmu 36% sýrðan rjóma sem framleiddur var úr rjóma en framleiðslu hans hefur verið hætt. Nú er einungis hægt að fá 10% og 18% sýrðan rjóma og ástæðan er, að sögn sölustjóra MS, lítil eftirspurn. Slíkur sýrður rjómi er að sjálfsögðu ekki hreinn heldur drýgður með mjólk og hleyptur með hleypiefnum. Því minni sem fitan er því fjær er varan hefðbundnum sýrðum rjóma. Fólk virðist ekki lengur vilja mat með alvöru fitu heldur magrar mjólkurvörur. Í Frakklandi, þaðan sem sagan segir að sýrður rjómi sé uppruninn, er hann samkvæmt hefðinni búinn til úr ógerilsneyddum rjóma sem inniheldur náttúrulegar bakteríur sem þykkja hann þegar hann fær að standa. Þar sem rjóminn okkar er gerilsneyddur í dag, þá er nútímaaðferðin sú að bæta mjólkursýrugerlum við rjóma. Í dag er sýrður rjómi á Íslandi framleiddur með því að bæta mjólkursýrugerlum, gelatíni og ostahleypi við undanrennublandaðan rjóma. Það er meira og minna sú aðferð sem MS, Mjólka og Kú nota við sína framleiðslu á fituskertum sýrðum rjóma. Slæmar fréttir fyrir grænmetisætur, því gelatín er dýraafurð, og slæmar fréttir fyrir fólk sem vill alvöru sýrðan rjóma en fær þess í stað gelatínhleypt undanrennubland. Arna og Biobú hafa ekki enn hafið framleiðslu á sýrðum rjóma en þangað til er ekkert mál að gera sinn eigin. Ýmsar aðferðir eru í boði, en sú auðveldasta inniheldur sítrónusafa. Þú setur rjóma í pott og sýður hann upp. Þegar suðan er að koma upp kreistir þú sítrónusafa út í, setur lokið á og leyfir honum að standa í tvo tíma. Þá ertu kominn með sýrðan rjóma sem geymist í 7-10 daga í ísskáp. Önnur einföld aðferð er að nota AB-mjólk og kaffipoka. Þá setur þú kaffipoka á stórt glas eða annað ílát og hellir svo um 2 dl af AB-mjólk í kaffipokann. Þá byrjar mysan að leka niður og eftir rúma klukkustund ertu kominn með flauelsmjúkan sýrðan rjóma.

Yndislegt að gefa og þiggja upplifun í jólagjöf

Færst hefur í aukana að fólk kjósi að gefa ástvinum upplifun í jólagjöf – slíkt kemur í veg fyrir að óþarfa dót safnist upp og gefur fólki tækifæri til þess að skapa ógleymanlegar minningar. Óskaskrín hefur um árabil boðið upp á öskjur sem innihalda upplifun af ýmsum sortum; yndislega matarupplifun, köfunarnámskeið, nudd eða dekur, svo fátt eitt sé nefnt.

Ný kynslóð kaffivéla

Philips hefur sett á markað nýja kynslóð kaffivéla. Þetta eru alsjálfvirkar kaffivélar sem bjóða upp á allt það sem hefðbundnar espressó kaffivélar gera en að auki þá er hægt að breyta þrýstingi í vélinni þannig að hún útbýr venjulegt uppáhellt kaffi einnig frá nýmöluðum baunum. Þetta er gert með nýrri tækni „CoffeeSwitch“.

Ævintýraleg skíða- og borgarferð til Rúmeníu

Rúmenía er rúmlega helmingi stærra land en Ísland og þar búa um 20 milljónir. Tungumálið er rúmenska og er það mál sem kemst næst latínu. Höfuðborgin Búkarest, sem og allt landið, er örugg og fólkið gott, hjálpsamt og vel er tekið á móti gestum. Landið er fallegt með mikla sögu og margt þar að skoða. Verðlag í Rúmeníu er mjög gott og því ættu allir að geta gert vel við sig.

Með heilt herbergi undirlagt af snyrtivörum

Gyða Dröfn Sveinbjörnsdóttir er 24 ára háskólanemi, flugfreyja, förðunarfræðingur, lífsstílsbloggari og síðast en ekki síst, forfallinn snyrtivöruaðdáandi, en heilt herbergi heima hjá henni er undirlagt af snyrtivörum. Hún deilir ýmsu skemmtilegu úr lífi sínu á snapchat undir nafninu gydadrofn og heldur úti bloggsíðunni gydadrofn.com.

Hreinar línur og ­skandínavískur einfaldleiki

Söstrene Grene á Íslandi fagnar í dag, 2. desember,11 ára afmæli. Kristín Reynisdóttir er einn eigenda Söstrene Grene á Íslandi og hefur verið frá upphafi en í dag rekur hún verslanirnar tvær ásamt Brynju Scheving og Aðalsteini Þórarinssyni. Fyrsta verslun stofnendanna var opnuð árið 1973 í Árósum í Danmörku af systrunum Önnu og Clöru. Verslunin var á 3. hæð í gömlu verslunarhúsi en það kom ekki í veg fyrir að kúnnahópurinn stækkaði ört enda höfðu systurnar einstakt auga fyrir fegurðinni í því smáa og buðu upp á sanngjarnt verð.

Silkimjúkir fætur með Scholl Velvet Smooth™ Wet & Dry

Má nota á vota og þurra harða húð Tækið er vatnshelt og er því mögulegt að fjarlægja harða húð þegar maður er í sturtunni eða baðkarinu. Endurhlaðanlegt og þráðlaust Tækið krefst ekki ­hefðbundinna rafhlaðna þannig að það er auðvelt og þægilegt í notkun og skilar ávallt fullkomnum árangri Öruggt og auðvelt í ­notkun Smekkleg og notendavæn hönnun tryggir að tækið fer vel í hendi. Scholl Velvet Smooth Wet & Dry er ekki með neinum skörpum hnífum og er útbúið með öryggisstoppi. Silkimjúkir fætur og sérsniðin umhirða Sérhönnuð rúllan gefur fullkominn árangur á bæði votri og þurri húð. Tvær mismunandi hraðastillingar gefa möguleika á ­sérsniðinni umhirðu. Hörð húð er fjarlægð varlega og auðveldlega.

Hugarró á hafinu

„Pabbi dró okkur í sund á hverjum einasta degi þegar við vorum börn. Hann kom heim úr vinnunni, kallaði „sund!“ og maður dreif sig að taka dótið til og flýtti sér svo með honum. Við vorum allar helgar á skíðum þegar færi gafst. Þetta er ég alin upp við og þetta er takturinn í fjölskyldunni – að fara út og gera eitthvað saman í náttúrunni.“

Meðferð við samfélagsmiðlum

Snjallsímar hafa stóraukið ferðir okkar um samfélagsmiðla. Og með stóraukinni viðveru á stöðum eins og facebook, twitter eða instagram er ný tegund af meðferð komin fram á sjónarsviðið, meðferð við samfélagsmiðlafíkn. Hver kannast ekki við að kíkja í símann stuttu eftir að vekjaraklukkan hringir til að missa nú örugglega ekki af neinu sem er að gerast í heiminum, eða þínum heimi réttara sagt. Hvað eru vinirnir að gera, borða eða segja síðan í gærkvöldi og hvað áttu að læka í morgunsárið. Flest getum við viðurkennt að þetta tekur sífellt meiri tíma frá okkur, en erum við háð? Það er svo sem löngu vitað að samfélagsmiðlar hafa breytt líferni okkar til frambúðar en þeir eru víst farnir að breyta lífi okkar svo mikið að fjöldi fólks í Bandaríkjunum, þar sem facebook-notkun er með þeim hærri í heiminum, er farið að leita sér hjálpar. Meðferðarstöðvar poppa upp um allt land og aðallega er það fólk á aldrinum 18-28 ára sem sækir sér hjálpar, karlar í meira mæli en konur. Meðferðin tekur oftast um 45 daga og fer oftast fram uppi í sveit og að sjálfsögðu er engin nettenging á svæðinu. Enn er engin meðferð við samfélagsmiðlafíkn í boði hér á landi en áhugasamir geta byrjað á því að slökkva á nettengingunni heima hjá sér og fengið sér gamlan takkasíma í stað snjallsíma. Ein leiðin til að vita hversu langt maður er leiddur í samfélagsmiðlafíkn er að spyrja sig hvort það séu neikvæðar hliðar á netnotkuninni, og ef svo er, heldur maður samt áfram?

Engin „geymsla“ fyrir eldra fólk

Á Hrafnistu í Hafnarfirði taka bæði íbúar og aðrir bæjarbúar, sem koma þangað í dagvistun, þátt í skipulögðu íþróttastarfi sem þar fer fram. Íþróttakennarar, iðjuþjálfar, sjúkraþjálfarar og annað aðstoðarfólk sinnir þjálfuninni sem að sögn Helenu Jónasdóttur íþróttakennara er ekkert „dúllerí“ þrátt fyrir háan aldur iðkenda. Þeir eru á aldrinum 70-103 ára.

30% afsláttur af öllum fatnaði, hjólum, veiðivörum og fleiru

Við ætlum að vera með opið frá 8-19 og það verður 30% afsláttur af öllu nema ferðatækjunum. Það er því tilvalið fyrir fólk að kaupa jólagjafirnar,“ segir Sigríður Sigmarsdóttir, verslunarstjóri Ellingsen. Þetta er annað árið í röð sem Ellingsen býður upp á Black Friday tilboð. „Þetta gekk rosalega vel í fyrra, það voru raðir hérna fyrir utan og fólk var mjög ánægt með að geta nýtt sér þennan afslátt. Það er farið að huga að jólagjöfunum á þessum tíma og vill vera skynsamt,“ segir Sigríður.

Jólaþorpið vaknar til lífsins í 14. sinn

Það verður glatt á hjalla í Hafnarfirði um helgina þegar Jólaþorpið á Thorsplaninu verður glætt lífi í 15. sinn. Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, segir þorpið stækka með hverju árinu og aldrei hefur það verið eins veglegt og í ár. „Hátíðin stækkar og þróast og núna í fyrsta sinn komust færri að í kofana en vildu. Þetta eru um 17 aðilar sem eru að selja ­ v­örur hérna,“ segir hann en mikil áhersla er lögð á hvers kyns mat að þessu sinni þannig að ilmur af jólum mun svífa yfir vötnum í Hafnarfirði á aðventunni.

Fallegt fyrir jólin

Svana Lovísa Kristjánsdóttir, hönnuður og bloggari Svart á hvítu á Trendnet.is, er mikill fagurkeri og hefur ákaflega gaman að því að hafa fallegt í kringum sig - ekki síst um jólin. Við fengum hana til þess að deila með okkur nokkrum hlutum sem eru ofarlega á óskalistanum fyrir þessi jólin.