Lífsstíll

Gott tequila þarf ekki salt og sítrónu

Íslendingar hafa aldrei verið mikil tequila þjóð en nú gæti orðið breyting þar á. Pablo Discobar opnaði í haust og þar ríkir suðræn stemning með mikla áherslu á seiðandi tequila kokteila. Hard Rock opnaði líka í haust með Don Julio margarítur í meirihluta á kokteilseðli. Frá því að úða salti á handarbakið og sleikja það af, hamra volgu tequila niður kverkarnar og fálma óður eftir sítrónunni til að hreinsa bragðið í munninum er nú loks fáanlegt hágæða tequila á Íslandi. Don Julio er unnið úr 100% agave og nostrað við vökvann þar til hann er kominn í flösku. Gott tequila þarf ekkert salt og enga sítrónu heldur er það sötrað og rennur ljúflega niður.

Ferskleiki og stuð á Jacobsen Loftinu á RCW

Loftið tekur þátt í tveimur keppnum af þremur í ár. Annars vegar keppninni þar sem sá kokkteill sem dómnenfd þykir skara fram úr verður kjörinn RCW drykkurinn. Í þeirri keppni mun Jacobsen Loftið bera fram drykk sem heitir My sweet fire sem inniheldur brennivín, möndlusíróp, gojiberjasafa, ferskan sítrónusafa og tabascosósu. Heiðar segir My sweet fire þó ekki valda logandi kverkum. „Hann mjög ferskur og fínn með sterku tvisti í endann.“

Gott skipulag gefur hugarró

Það virðist vera eilíft verkefni að koma skipulagi á suma hluta heimilisins. Það er vissulega best að hafa allt á hreinu en hjá flestum okkar er eitt, jafnvel tvö, herbergi þar sem óreiðan virðist alltaf sigra. Þeir sem eru með búr inn af eldhúsinu eða þvottahús kannast mögulega við slíkan ósigur, og svo er það blessuð geymslan. Þar úir og grúir af því sem á ekki að sjást, nota síðar eða bara geyma. Ef það er eitthvað sem hægt er að ganga að vísu í IKEA, þá eru það snjallar lausnir fyrir skipulag heimilisins.

Allt fyrir innréttingarnar í Hegas

Hegas á Smiðjuveginum er sérhæfð heildverslun með hráefni og íhluti fyrir innréttinga og tréiðnaðinn og er úrvalið í Hegas ævintýri líkast. „Nánast allir sem eru í innréttingasmíðum eru eitthvað að versla við okkur,“ segir Axel Eyjólfsson framkvæmdastjóri Hegas ehf.

Veislan á heima á Sögu

Radisson Blu Hótel Saga býður upp á marga valkosti fyrir þau sem eru með hvers kyns veislu í huga. „Við bjóðum upp á nokkrar gerðir af sölum, fyrir 20 manns og upp í 400 manns,“ segir Hörður Sigurjónsson, sölustjóri veitingasviðs Radisson Blu Hótel Sögu. Salirnir eru allir vel búnir fyrir hljóð og mynd og allur búnaður er til fyrirmyndar. Hægt er að velja um matseðla eða hlaðborð af ýmsu tagi. „Við erum til dæmis með einn sem við köllum þennan klassíska matseðil þar sem er humarsúpa í forrétt, nautalund í aðalrétt og heit súkkulaðikaka í eftirrétt,“ segir Hörður og tiltekur einnig steikarhlaðborðið sem hefur verið afar vinsælt.

g-events sér um allan pakkann

Viðburðarstjórnunarfyrirtækið g-events heldur utan um allt sem getur flokkast sem viðburður fyrir bæði einstaklinga og stór og smá fyrirtæki. „Eina sem þarf að gera er að hafa samband við okkur, segja okkur hvað þú ert að spá og allar grunnupplýsingar. Strax í kjölfarið förum við í þá vinnu að búa til besta pakkann fyrir hópinn og sendum tilboð,“ segir Gunnar Traustason eigandi g-events, um það hvernig fólk snýr sér þegar það vill fá g-events til að sjá um viðburð.

Maturinn tengir fólk saman

Tenging Kopars við sjóinn er mikil enda stendur staðurinn við höfnina, í húsi sem áður var verbúð. Efri hæðin á Kopar hefur verið vel nýtt fyrir hópa enda frábært útsýni yfir höfnina og sundin blá sem gerir upplifunina af því að hitta fólk enn betri. Hægt er að leigja efri hæðina fyrir hópinn eða allt að 50-60 manns. „Sérstaða okkar gerir það að verkum að við leggjum áherslu á íslenskt sjávarfang, til dæmis skelfisk og fleira. Við erum ekki með þennan hefðbundna árshátíðarseðil heldur reynum við að hrista aðeins upp í hlutunum. Svo er gaman að koma og vera hérna við höfnina þar sem er mikið líf,“ segir Ylfa Helgadóttir, einn eigandi Kopars.

Glæsilegir veislusalir á Lækjarbrekku

Um áramótin stóð veitingastaðurinn í Perlunni á tímamótum þegar hann flutti í nýtt húsnæði eftir aldarfjórðung í Öskjuhlíðinni. Fólk flykktist í Perluna síðustu vikur síðasta árs til þess að kveðja staðinn í hinsta sinn. Lokahnykkurinn var glæsileg áramótaveisla þar sem allir fastakúnnar og fleira gott fólk skemmti sér saman fram á rauða nótt.

Sveit í borginni

Nauthóll við Nauthólsvík hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir einstaklega vel heppnaðan matseðil og dásamlega staðsetningu. Sannkölluð sveit í borginni þar sem hægt er að borða ljúffengan mat og njóta nálægðar við náttúruna.

Soffía Dögg í Skreytum hús: Heimilið er í stöðugri þróun

Soffía Dögg Garðarsdóttir er flestum fagurkerum landsins löngu kunn enda haldið úti hinum feiknavinasæla vef Skreytum hús í nokkur ár. Á Facebook-hóp hennar Skreytum hús deila 35.000 meðlimir lausnum fyrir heimilið en í því er Soffía sjálf algjör snillingur, sérstaklega þegar kemur að frumlegum og ódýrum lausnum. Soffía er nýbúin að taka jólin niður sem henni finnst næstum því jafn skemmtilegt og að setja þau upp. „Það kemur svo skemmtileg ró yfir og svona hreinleikatilfinning. Á þessum tíma er kjörið að nýta tímann og prófa að færa hluti til, það sem skiptir öllu máli er að leika sér með þetta allt saman. Sniðugt er að setja sér áskorun um að enginn hlutur megi fara á „sinn“ stað – hvað kemur út úr því?“ Nú þegar jólin eru komin í kassa stefnir Soffía á að taka barnaherbergin í gegn. Fyrst á dagskrá er að búa til nýtt rúm fyrir dótturina, hálfgerða himnasæng. Til þess mun Soffía nota gamalt rúm sem henni áskotnaðist í Skreytumhús-söluhópnum og úr viðarhillum af nytjamarkaði. „Barnaherbergi eru eilífðarverkefni og eitthvað sem þarf alltaf að fara reglulega í gegnum. Börn eiga svo mikið af leikföngum, svo bætist alltaf við um jólin og það er um að gera að fara yfir það sem er ekki lengur í notkun og koma því þangað sem aðrir njóta góðs af. Við fórum yfir alla fataskápana hérna og erum með stóra poka sem eru að fara í Konukot og í Rauða krossinn, eins förum við með leikföng sem er hætt að nota og komum þeim í umferð aftur.“

Geðveikt frelsi að renna sér á bretti

„Það er geðveikt frelsi að renna sér á bretti. Það er ekkert til í líkingu við það,“ segir Anna Ósk Stefánsdóttir, snjóbrettakona og fjallaleiðsögumaður. Hún hefur iðkað snjóbrettaíþróttina frá 13 ára aldri og verið mjög virk síðan hún var 18 ára. „Þá fór þetta að taka yfir líf mitt. Allur frítími og allar utanlandsferðir snúast um að komast á bretti.“

Skíðaferð í Skagafjörð

Skíðasvæðið Tindastóli í Skagafirði opnaði 3. desember og síðan hefur færið verið afbragð, að sögn Viggós Jónssonar staðarhaldara. Svæðið er opið og stórt og hefur yfir að ráða 1100 metra langri lyftu og töfrateppi fyrir börn og byrjendur. „Þetta er afar fjölskylduvænt svæði. Það er flati til að byrja með og betri bratti fyrir ofan, nóg til þess að landsliðið hefur verið hér á æfingum og árið 2005 var hér landsmót,“ segir Viggó og bætir við að notkun á töfrateppinu hafi komið sér á óvart. „Það er meira notað en ég átti von á, það er mjög skemmtilegt.“

Barnvænt skíðasvæði við Dalvík

Opið er á skíðavæðinu alla mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá 14.30-19, föstudaga frá 15-18 og um helgar 10-16. Lokað er á miðvikudögum. Tvær lyftur eru á skíðasvæðinu og þegar það er í fullri notkun eru 8 skíðaleiðir. „Eins og er erum við að nota tvær leiðir og hluta af einni. Það er þó verið að undirbúa þær allar, það tekur tíma þegar snjórinn kemur svona seint, við erum bara með einn troðara en þetta kemur allt á næstunni. Svo erum við með gönguhring sem mikið sóttur og aðsóknin í hann er alltaf aukast, sér í lagi síðastliðna tvo vetur. Ferðamenn koma mikið hingað og vilja fara hringinn en höfum ekki verið að taka neitt fyrir það að halda hringnum opnum,“ segir Snæþór.

Besta fjölskyldustund sem völ er á

Núna er rétt byrjað að vera opið en það er svakalega mikill munur milli ára. Í fyrra var alveg opið frá miðjum desember en núna er snjórinn mikið búinn að vera að koma og fara, eiginlega bara um allt land. Þetta hefur verið einstakt. Þeir sem eru með tæki til að framleiða snjó hafa ekki getað það þar sem það hefur verið of hlýtt,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins en fyrsta opnun vetrarins var nú í liðinni viku. „Staðan á fjallinu er að skána. Við þurfum bara að fara að fá stabílan vetur,“ segir Magnús. Skálafell er opið samkvæmt samningi um helgar frá áramótum. „Við sendum alltaf menn þangað í desember og janúar að troða og moka frá girðingum þegar byrjar að snjóa til að undirbúa svæðið. Það er mikilvægt að snjórinn sé troðinn eins og hægt er því þá helst hann betur og stendur af sér sveiflurnar. Ef snjórinn er nýr fer hann jafnhratt og hann kemur ef það koma hlýindi. Ef það er búið að troða og vinna hann aðeins helst hann betur, gamall snjór helst betur en nýr snjór.“

Rjóðar kinnar og brosandi andlit í Hlíðarfjalli

Hlíðarfjall er eitt helsta aðdráttarafl Akureyrar yfir vetrarmánuðina. Bæjarbúar eru ákaflega heppnir að geta nýtt sér þessa skíðaparadís í jaðri bæjarins og taka glaðir á móti ferðamönnum sem koma fjölmargir gagngert til þess að njóta útiveru og hollrar hreyfingar í fjallinu. Erlendir ferðamenn koma í sífellt meira mæli í Hlíðarfjall og til að mynda var um 30% af skíðaleigu um síðustu jól og áramót til erlendra gesta.

Einblínt á styrkleika frekar en veikleika

Ég ætla að kenna fólki hvernig nota megi jákvæða sálfræði á vinnustöðum. Hvernig það getur nýtt sér uppbyggilegar aðferðir, annað hvort í persónulegum tilgangi eða í hópi ef um stjórnendur ræðir til að bæta eigin styrkleika sem og annarra og skapa vellíðan,“ segir Guðrún Snorradóttir, formaður Félags um jákvæða sálfræði á Íslandi, en hún stýrir námskeiðinu Hagnýting jákvæðrar sálfræði, við Opna háskólann í HR, föstudaginn 3. febrúar, mánudaginn 6. febrúar og föstudaginn 10. febrúar.

Átti erfitt með að trúa virkninni af Amínó Liðum

Júlíus Jóhannsson er mikill fjallgöngugarpur og hjólari, rétt rúmlega fertugur og var farinn að finna fyrir slæmum verkjum og óþægindum í liðum, sérstaklega í hnjánum. „Það var helst sem ég fann fyrir miklum óþægindum daginn eftir fjallgöngu eða hjólatúr, sem hömluðu mér því ég varð stirður strax að morgni. Ég var farinn að finna fyrir því að ég væri ekki eins ferskur og ég hafði verið og var farinn að átta mig á að einhverjar breytingar væru að eiga sér stað í líkamanum. Fjallgöngurnar reyndu sérstaklega á hnén og var þetta orðið hvimleitt vandamál hjá mér.