Lífsstíll

Grænkeragóðgæti frá Hälsans Kök

Hälsans Kök hefur verið til frá árinu 1986 og ávallt framleitt fjölbreytta og bragðgóða grænmetisrétti. Markmið Hälsans Kök hefur alltaf verið það sama, að búa til hollan og bragðgóðan mat fyrir neytendur sem hafa hollustu að leiðarljósi og vilja fljótlega rétti.

Vandaðir og gómsætir veganvalkostir

Við höfum alltaf verið með fjölmarga kosti fyrir grænmetisætur sem hafa til að mynda getað skipt út kjötinu á öllum borgurunum fyrir heilan Portobellosvepp sem hefur verið mjög vinsælt,“ segir ­Jóhannes Ásbjörnsson, Jói, markaðsstjóri Hamborgarafabrikkunnar. Í haust kynnti hamborgarastaðurinn frómi síðan nýja veganvalkosti á ­matseðlinum sem hafa vakið mikla lukku enda höndum ekki kastað til við þróun þeirra. „Við tókum okkur góðan tíma í þetta, fengum til okkar flokk af fólki sem er vegan og hefur tekið mikinn þátt í þessari ­grasrótarstarfsemi sem veganisminn vissulega er. Þetta er ört stækkandi hópur sem er mjög samheldinn og vill koma því til leiðar að það séu fleiri ­veganvalkostir á veitingastöðum. Við viljum vera hamborgarastaður allra landsmanna og viljum veita góða þjónustu. Við viljum hugsa fyrir fólk þannig að þegar fólk aðhyllist ákveðna stefnu í mat þá þarf ekki að vera viðskiptavinurinn sem er með vesenið, fólki finnst það flestu mjög leiðinlegt,“ segir Jói og leggur áherslu á að vandað hafi verið til verka þegar veganborgararnir voru hannaðir. „Við ákváðum að henda ekki bara einhverju út í skyndi eða útbúa eitthvað úr því hráefni sem við vorum með fyrir sem yrði ekkert spes, bara til að leysa málin.“

Gáfaðar græjur og skynjarar út um allt

Nú eru fimmtíu ár síðan tækniráðstefnan CES var haldin í fyrsta sinn, en það var árið 1967. Og hvað er boðið upp á í tækniheimum á nýju ári? Jú, samkvæmt umfjöllun tæknifjölmiðla á netinu um ráðstefnuna, virðast skynjarar nú vera út um allt þessa dagana og sífellt bætast við nýir notkunarmöguleikar fyrir þá. Gáfur heimilstækjanna aukast í sama hlutfalli. Hér eru nokkur dæmi.

Of gaman til að fara í frímínútur

Skólasetning Við ­Hússtjórnarskólann í Reykjavík er 9. janúar 2017 klukkan 08.30 og að henni lokinni hefst skólinn. Enn eru nokkur laus pláss á vorönn. ­Margrét Dórothea Sigfúsdóttir skólastýra er full tilhlökkunar. Nemendur skólans munu á einni önn læra að elda, prjóna, sauma, þrífa og allt milli himins og jarðar. Stærstur hluti nemenda er ungar konur en einstaka karlmaður slæðist þangað inn.

Hélt að ég myndi aldrei geta neitt

Eftir að fara í gegnum ­Hringsjá dúxaði hún á stúdentsprófi og er nú á leið í krefjandi háskólanám. Fanney segir hér sögu sína. „Ég var alltaf lasin þegar ég var unglingur og mætti illa í skólann. Enginn fann neina ástæðu, ég var bara alltaf þreytt og illa upplögð. Þegar kom að því að fara í framhaldsskóla var ég harðákveðin í að standa mig vel enda vissi ég að þar var ekki sami slaki og grunnskólinn býður upp á, í framhaldsskólanum verður þú að mæta, annars fellurðu bara. Ég byrjaði vel en gekk alveg fram af mér í skólanum og fékk í kjölfarið mitt fyrsta MS kast og flosnaði upp úr skóla sem var töluvert áfall. Ég var sautján ára og missti þennan hvata sem allt ungt fólk á að hafa. ­Eftir eitt slæmt MS kast fór ég á ­Reykjalund til að ná upp þrótti. Þar hitti ég sálfræðing sem þekkti vel til í Hringsjá og spurði hvort ég væri til í að prófa svoleiðis skóla. Ég hélt ekki, viss um að ég hefði ekki orku eða getu til að mæta neinsstaðar. En hann hvatti mig áfram og ég ákvað að prófa. Og nýr heimur opnaðist,“ segir Fanney Viktoría Kristjánsdóttir.

Gaman að kenna fróðleiksfúsum nemendum

Hér veita þrír kennarar Endurmenntunarskólans okkur innsýn í nokkur spennandi námskeið sem eru á döfinni á vorönn. Athygli skal vakin á því að fjöldatakmarkanir eru á flest námskeiðin og því borgar sig að skrá sig í tíma.

Hægt að veðja um allt í íslenskum fótbolta

Daníel Þór Ólason, prófessor við Sálfræðideild Háskóla Íslands, hefur stundað rannsóknir á þátttöku Íslendinga í peningaspilum frá árinu 2002, en þær rannsóknir hafa beinst bæði að unglingum og fullorðnum. „Þessar rannsóknir hafa sýnt að það er ákveðinn hluti Íslendinga sem á við verulegan spilavanda að stríða og síðasta rannsókn frá 2011 benti til að það væri um tvö og hálft prósent þjóðarinnar,“ segir Daníel Þór.

Glimmersprengja á gamlárs

Það er alls ekki við hæfi að taka á móti nýju ári í svörtum jarðarfararlit, náttfötum eða hversdagslegri kaðlapeysu heldur passar miklu betur að fagna því sem koma skal í einhverju sem glitrar og glansar því þannig á nýja árið að vera; marglitt, gleðilegt, farsælt og svo hamingjuríkt að það stirnir á það. Búðirnar eru að sjálfsögðu fullar af slíkri glimmergleði en á mörkuðum og í búðum sem selja notuð föt er oftast hægt að finna mestu gersemarnar, fyrir miklu minni peninga. Þar er að finna haug af geggjuðum partídressum frá sjöunda, áttunda og níunda áratugnum úr skínanandi gerviefnum og oftar en ekki með ísaumuðum pallíettum, glimmeri og kögri sem eru til þess gerð að dansa inn í nýja árið, án þess að það kosti hálf mánaðarlaun. Það er oft talað um að nauðsynlegt sé að stilla væntingunum í hóf á gamlárskvöld til að enda ekki grátandi úti í horni í upphafi nýs árs, en dressaðu þig upp í glimmer og glamúr því þannig geta engar vonir brostið.

Áramótafjörið hefst í Partýbúðinni

Partýbúðin leggur mikið upp úr því að þar sé hægt að fá flest allt í áramótapartýið. Til að mynda eru þar yfir 60 tegundir af áramótahöttum og um 20 gerðir af áramótakórónum. „Þetta kvöld vilja margar konur vera elegant með flottan hatt, hárspöng eða kórónu, hálsfesti og jafnvel grímu. Þær sem vilja ganga alla leið geta fengið sér ­fjaðralengjur til þess að setja yfir herðarnar,“ segir Halla Ýr Albertsdóttir, rekstrarstjóri Partýbúðarinnar. Hún bendir á að mennirnir láti sér oftast duga að fá sér hatt, gleraugu og jafnvel slaufu og börnin litla hatta eða kórónur.

Á náttfötunum í jólaboðið

Ef þú ert ein/n af þeim sem ert nú þegar farin að kvíða því að sleppa frá þér jólabókinni eða jóladagskránni til að dressa þig upp og fara á mannamót þá skaltu ekki örvænta. Farðu bara á náttfötunum og vertu mesta tískudrósin á svæðinu því eitt heitasta tískutrend ársins sem er að líða er náttfatatískan. Buxur, jakkar og buxnadragtir í náttfatastíl voru ekki bara á tískupöllunum í vor heldur líka í haust og fræga og fína fólkið lét sjá sig í náttfötum við hverskyns tækifæri. Það er gott að eiga klassískt náttfatadress, víðar buxur og jakka, en undirkjólar og sloppar duga líka. Silkið er auðvitað hátíðlegast en bómullin virkar líka, ekki síst ef þú poppar dressið upp með fínu skarti, háum hælum eða belti. Rúllukragabolur undir náttfatajakkann eða stór kósí peysa yfir virka líka vel því að klæða sig upp í lögum er annað af trendum ársins, skotheld blanda. Ef þú vilt vera minna kósí og meira sexí er kannski betra að sleppa lögunum og leyfa náttfötunum að njóta sín á berum líkamanum. En allra mikilvægast er að örvænta ekki og vera afslöppunin holdi klædd, öll jólin.

Samdi viðreynslulag til stráks á Facebook

„Einu sinni fékk ég vinabeiðni frá sætum strák sem ég þekkti lítið. Ég ákvað að túlka það sem merki um áhuga af hans hálfu og vildi gefa til kynna að hún væri gagnkvæm en vissi ekki alveg hvernig væri best að snúa sér í samfélagsmiðla daðri. Átti ég að læka gamla mynd af honum? Eða fylgjast með hvaða viðburði hann ætlaði á og hitta hann þar af “tilviljun”? Nei, mér fannst betri hugmynd að semja lag og taka upp vídjó sem ég sendi honum í persónulegum skilaboðum. Textinn var eitthvað á þessa leið:

Mikil aukning í sölu á drónum

Við þjónustum mjög fjölbreyttan hóp, allt frá áhugafólki upp í ýmiss konar fagmenn. Hingað koma til dæmis ljósmyndarar, garðyrkjumenn og bændur sem nota dróna til að finna rollurnar sínar,“ segir Arnar Þór Þórsson hjá Dronefly. „Svo hafa björgunarsveitirnar verið að versla við okkur. Drónarnir hafa komið sterkir inn hjá þeim við leitir.“ Dronefly var stofnað fyrir tveimur árum og fyrirtækið hefur vaxið mjög hratt á þeim tíma.

Aukinn stinnleiki og ynging húðarinnar

Guðrún Jóhanna ­Friðriksdóttir, eigandi snyrtistofunnar Hafbliks, sérhæfir sig í háræðaslitsmeðferðum og demantshúðslípun. „Þetta er náttúruleg leið til þess að laga og gera við húðina án stórra inngripa – það eru nefnilega til aðrar leiðir til að stinna og laga en að leggjast undir hnífinn,“ segir Guðrún. Henni þykir miður hversu illa upplýst þau eru sem ákveða að leggjast undir hnífinn. „Fólk heldur að þetta sé eina leiðin til þess að yngja húðina og er mjög ánægt með fræðsluna sem ég veiti um það hvernig þetta raunverulega virkar,“ segir Guðrún og bendir á að þegar lagst er undir hnífinn sé verið að fara gegn lögmálinu og strekkja húðina þannig að færri húðfrumur eru á hverjum húðfleti.

Álfar og dvergar tengdir saman í lopapeysumynstri

Grunnhugmyndin var sú að hanna lopapeysur, innblásnar af pólskri menningu. Keppnin var öllum opin og þátttakendur komu víða að, frá Póllandi, Íslandi, Þýskalandi og Bretlandi. 90 tillögur bárust en margar tillögur héldu sig ekki nákvæmlega við skilyrði keppninnar, sem var að tvinna tvo menningarheima saman. En sumir höfðu gert tillögur að peysum með lunda eða íslenska fánanum og sleppt allri pólskri tilvísun, segir Thomasz Chrapek, einn af skipuleggjendum keppninnar. En það er pólska sendiráðið á Íslandi og ProjectPolska sem eru kostunaraðilar hennar.

Logi Pedro samdi J-pop tóna í Tókýó

„Mér leið oft eins og ég væri að krydda lögin með smá af Mezzoforte,“ segir Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður sem er nýkominn heim úr ferð frá Japan þar sem hann samdi svo kallað J-pop með japönskum tónlistarmönnum.