Lífsstíll

Hannar töskur úr júgrum

Á Hönnunarmars mun Búkollu handtaskan eftir leikmyndahönnuðinn Elínu Eddu Árnadóttur líta dagsins ljós í fyrsta sinn. Taskan er unnin úr ansi óvenjulegum efnivið sem ekki hefur verið mikið nýttur hingað til, kýrjúgrum. Elín Edda fékk hugmyndina að töskunni  þegar hún og samstarfsmaður hennar, Rick Líndal, lágu í sveitasælunni úti í móa og veltu því fyrir sér hvað kýrjúgrin hlytu nú að þola miklar byrðar.

Geymist minnst í tíu ár fyrir neyslu

Dósamatur hefur gengið í gegnum langt niðurlægingartímabil eftir að hafa þótt ógn smartur á upphafsárum sínum. Þetta kann að vera að breytast eftir því sem hróður bestu frönsku niðursuðnanna breiðist út. Þar byggja menn á gömlum aðferðum og uppskriftum og selja árgangssardínur eins og væru þær besta vín.

Áreiðanlegur skáti

Skoda Octavia Scout er eins og svissneskur vasahnífur að því leyti að endalaust er hægt að finna nýja „fídusa“. Eins og skáti er hann við öllu búinn, aksturseiginleikar bílsins eru til sérstakrar fyrirmyndar og hann virkar mjög rammgerður sem eykur á öryggistilfinninguna.

Karlmenn þurfa líka að gera grindarbotnsæfingar

Haukur Guðmundsson starfar sem sjúkraþjálfari hjá Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Hann segir sífellt fleiri karlmenn sækja endurhæfingu í Ljósið. Þar sé líkaminn byggður upp en ekki sé síður mikilvægt að karlmenn hafi vettvang til að ræða opinskátt meðal jafningja um viðkvæm málefni. Sumir karlmenn eigi erfitt með að ræða við maka sinn sem getur valdið togstreitu í samböndum.

Greiningum á mjólkuróþoli og mjólkurofnæmi fjölgar

Umræðan um mjólkuróþol hefur færst í aukana undanfarið og fer greiningum á ýmist óþoli eða ofnæmi fyrir kúamjólkurafurðum fjölgandi hér á landi. Samkvæmt læknisfræðinni er um tvenns konar óþol að ræða; annars vegar óþol fyrir mjólkursykri sem kallast laktos og hins vegar óþol fyrir mjólkurpróteininu kasein. Óþolið er tilkomið vegna skorts á ensímum í meltingarkerfinu til að melta laktos eða kasein og getur það leitt til meltingartruflana. Mjólkurofnæmi er hinsvegar alvarlegra en í þeim tilvikum hefur ónæmiskerfið myndað mótefni gegn mjólkinni.

Ristilkrabbamein er lífstílssjúkdómur

Á hverju ári látast að meðaltali um 52 manns úr ristilkrabbameini á Íslandi, sem herjar á bæði kynin en er tíðara hjá körlum. Í ár er áhersla Motturmars, vitundarátaks krabbameina í körlum, á ristilkrabbamein. Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir krabbameinsskrár og prófessor í meinafræði við læknadeild Háskóla Íslands, hefur rannsakað ristilkrabbamein í mörg ár. Hann segir flestar rannsóknir benda til þess að mikla aukningu ristilkrabbameins megi rekja til vestræns mataræðis. 

Auðvelda fjölskyldum að elda heima

Fjölskyldufyrirtækið Eldum rétt var stofnað fyrir rúmu ári og en það sérhæfir sig í að afhenda ferskt hráefni í réttum hlutföllum þannig að fólk geti eldað heima með sem minnstri fyrirhöfn. Valur Hermansson rekur fyrirtækið ásamt mági sínum, Kristófer Júlíusi Leifssyni, og smakka þeir alla rétti áður en þeir fara í umferð. Upphaflega var aðeins hægt að panta sígilda rétti en nú fást einnig réttir sérsniðnir að paleo-mataræðinu.

Vistvænn ferðamáti mögulegur þrátt fyrir skítaveður

Fréttatíminn fékk Hjálmar Sveinsson, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, til að svara nokkrum spurningum varðandi uppbyggingu borgarinnar, þéttingu byggðar og minnkun bílaumferðar. Hann segir minnkun bílaumferðar vera vinningsstöðu fyrir alla. Vistvænn ferðamáti skapi betra og öruggara umhverfi og sé mögulegur á Íslandi þrátt fyrir skítaveður.

Heimsborgin endurnýjar sig á nýjan máta

Á síðustu áratugum hafa myndast margar miðjur í París sem þjónusta fólk frá ólíkum heimshlutum; og ekki síst bragðkirtlum. Þar er hægt að nálgast vörur og andrúmsloft frá ólíkum deildum jarðar. Norður-Afríka, VesturAfríka, Indland, Víetnam, Kína – allt á þetta sín sýnishorn í borginni. Þessar miðjur eru bæði merki um fjölmenningu borgarinnar en ekki síður um aðskilnaðarstefnu franskra yfirvalda.

Framtíð Englands er björt

Enska landsliðið í knattspyrnu hefur ekki þótt sigurstranglegt á stórmótum í næstum þrjá áratugi. Þrátt fyrir að enska deildin sé sú sterkasta í heimi er það ekki að þakka enskum leikmönnum. Enskir leikmenn hafa orðið undir í baráttunni við þá bestu en nú er talið að upp sé að koma kynslóð mjög efnilegra leikmanna í efstu deildum Englands. Bæði eru það leikmenn sem eru með baráttu í hæsta gæðaflokki eins og hefur einkennt margar af helstu stjörnum landsins, sem og leikmenn sem sýna tækni og hraða sem áður var óþekktur meðal enskra leikmanna með nokkrum undantekningum í gegnum tíðina. Við tókum saman nokkra af þeim helstu sem þykja hvað efnilegastir og settum saman hugsanlegt framtíðar byrjunarlið. Það er engin spurning að einhverjir þessara leikmanna verða í eldlínunni á HM í Katar árið 2022, ef enskir ná inn í keppnina.

Tæknistreita – Hvað er til ráða?

Netnotkun Íslendinga er í dag ein sú mesta af öllum ríkjum EES. Netaðgangur er á um 95% heimila. Stór hluti Íslendinga tengist því netinu daglega bæði heima við sem og utan heimilis með þráðlausum tækjum á borð við snjallsíma, farsíma og spjaldtölvu. Margir kannast því við þörfina fyrir að vera alltaf „online“. Tíminn er fljótur að líða og oftar en ekki áttum við okkur á því að of löngum tíma hefur verið varið á netinu með þeim afleiðingum að aðrir hlutir hafa setið á hakanum. Netnotkun getur því bæði verið mikill tímaþjófur og athyglisþjófur. Um leið og eitthvert tækjanna pípir er athyglin farin. Með tímanum getur þetta farið að valda streitu með ýmsum hætti. Það að vera alltaf á netinu getur hreinlega verið mikill skaðvaldur og haft áhrif á heilsu okkar og daglegt líf og jafnvel leitt til svefnraskana og þunglyndis. Mikilvægt er að hver og einn líti í eigin barm og vakni til vitundar um netnotkun sína. Ef netnotkunin er farin að hafa neikvæð áhrif á daglegt líf með einum eða öðrum hætti er mikilvægt að setja sér einhverjar reglur. Við höfum val um það hvort við fylgjum pípinu eftir eða ekki.

Hreyfing á meðgöngu og eftir barnsburð

Flestar konur mega stunda reglubundna alhliða þjálfun á meðgöngu, þó henta þeim ekki allar æfingar. Allar konur ættu að ráðfæra sig við sinn lækni eða ljósmóður áður en byrjað er að stunda æfingar. Gott er að hafa í huga að á öðrum og þriðja hluta meðgöngu er ekki æskilegt að gera æfingar liggjandi á baki því það getur hindrað blóðflæði til fylgjunnar. Einnig er ráðlagt að bæta við aukinni slökun inn í æfingakerfið. Svo má ekki gleyma því að drekka nóg af vatni fyrir æfingu og á meðan æfingu stendur.

Auglýsingapakkar

Við bjóðum auglýsendum samninga þar sem þeir geta fengið fasta auglýsingu í Fréttatímanum, auglýsingu á netinu, á vef okkar og kynningu í Fréttatímann. Kosturinn við þessa samninga er að auglýsendur fá besta verðið í einum stærsta auglýsingamiðli landsins og við sjáum um að vinna bæði auglýsingar og kynningu.  Auglýsandinn þarf í raun aðeins að svara spurningum og samþykkja auglýsingar.  Kynninguna má síðan nota til þess að kynna fyrirtækið frekar t.d. á heimasíðu eða nota textann á facebook síðu.

Tengir CCP við Hollywood

Torfi Frans Ólafsson fluttist búferlum ásamt fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna til að stuðla að framþróun tölvuleiksins EVE Online. Hann er tengiliður tæknifyrirtækisins CCP við Hollywood þar sem verið er að vinna að sjónvarpsþáttum upp úr leiknum og var að leggja lokahönd á útgáfu listaverkabókar sem kemur út á næstu aðdáendahátíð, EVE Fanfest, sem haldin verður á sama tíma og almyrkvi er á Íslandi. Torfi Frans segir ævintýri líkast að búa í suðupottinum New York og hefur hann til að mynda verið ráðgjafi fyrir Sundance-kvikmyndahátíðina.

Það einfalda er alltaf satt

Það er einfalt og auðvelt að búa til sápur heima hjá sér. Þú getur ekki gert sápur eins og fást út í stórmarkaði heldur raunverulegar sápur sem sápurnar út í stórmarkaði vilja líkjast en geta ekki.

Mergurinn málsins

Eins og við á um aðrar kjöt- og alætur hefur mannskepnan alltaf sóst eftir beinmerg. Þessi ágæti matur er í nokkurri tísku í engilsaxneskum löndum og á áhrifasvæði þeirra. En hann fór aldrei úr tísku í Frakklandi. Þar hefur hann ætíð verið talinn herramannsmatur, einkum á vetrum.

Algjör jarðýta

Skoda Yeti Outdoor kemur kannski á óvart við fyrstu sýn en um leið og þú kynnist honum betur er auðvelt að kolfalla fyrir honum. Í ömurlegri færð síðustu daga hefur hann reynst eins og lítil jarðýta. Þetta er frábær bíll fyrir alla sem vilja rúmgóða innanbæjarbíla sem komast líka leiðar sinnar utan borgarinnar.

Það vilja allir rúlla á Volvo

Volvo hefur alltaf verið ímynd öryggis og þessi sportlega S60 Volvotýpa er engin undantekning. Bíllinn er sportlegur og kraftmikill en á sama tíma er hann stöðugur og gefur öryggistilfinningu eins og Volvo einum er lagið. Volvo „rúlar“ hvar sem er og við hvaða aðstæður sem er, líka í Kína.