Lífsstíll

Skírdagur: Síðasta kvöldmáltíðin

Hjá Leonardo da Vinci er ekkert á borðum í síðustu kvöldmáltíðinni nema það sem er sérstaklega tilgreint í guðspjöllunum; brauð og vín. Brauð Leonardo líkist reyndar frekar ítölsku ciabatta en ósýrðu páskabrauði gyðinganna. Leonardo bætir þó við saltstauk sem hann lætur Júdas fella þegar hann hrekkur undan ásökunum Jesú. Saltvatn í páskamáltíð gyðinga minnir á tár þrælanna í útlegðinni í Egyptalandi.

Hleifurinn sem bylti heiminum

Þegar Lionel Poilâne tók við bakaríi Pierre föður síns við rue du Cherche-Midi á vinstri bakka Signu árið 1970 var hann hugfanginn af gerjun brauðs sem byggði fyrst og fremst á gerlum í hveitinu sjálfu, í andrúmsloftinu og af höndum bakarans; sem sagt hefðbundnum súrdeigsbakstri. Þá voru áratugir síðan gerbakstur hafði útrýmt súrdeigsbakstri í Evrópu, ef undan eru skilinn rúgbakstur (rúgur er með svo lítið glúteninnihald að rúgbrauð heldur illa hefingu). Poilâne gróf upp allt sem hann komst yfir um fornan bakstur. Hverskonar brauð var það sem hermenn Napóleon báru með sér og gátu lifað af dögum saman? Hvers vegna entist brauð áður fyrr miklu lengur og myglaði síður eða alls ekki?

Vort daglegt brauð

Fátt er meira einkennandi fyrir Frakkland en baguette. Hún er hversdagslegasti þátturinn í daglegu mataræði og því sá sem skiptir mestu máli. Það er álíka mikilvægt að velja sér góða baguette og að sofa í góðu rúmi. Það er undirstaðan undir andlegt og líkamlegt heilbrigði.

Músíkeggið mælir suðutímann á eggjunum

Þegar egg voru soðin hér áður fyrr þurfti annað hvort að leggja á minnið tímann frá því að eggin fóru í pottinn og muna svo eftir að fylgjast með þeim eða nota þar til gerðan tímamæli eða eggjaklukku. En nú er tíðin önnur. Músíkeggið er snilldargripur sem fer með eggjunum í kalt eða heitt vatn í pottinn.

Brúðkaup í 30 metrum á sekúndu

Elísabet Birgisdóttir og Hilmar Ingimundarson gengu í það heilaga þann 14. mars síðastliðinn í Hafnarfjarðarkirkju. Þau létu veðrið svo sannarlega ekki stoppa sig, en kraftmesta lægð vetrarins gekk yfir landið á meðan athöfninni stóð. Þegar þau stigu út úr kirkjunni tók sólin hins vegar á móti þeim. Elísabet klæddist glæsilegum brúðarkjól sem hún hannaði ásamt systur sinni, Aðalheiði Birgisdóttur.

Eldur, vatn og loft í matargerð

Ekkert hráefni hefur eins mikil áhrif á matinn okkar og hitinn. Ógætileg notkun á hita hefur eyðilagt fleiri máltíðir en nokkuð annað og kunnáttusamleg notkun á hita getur umbreytt hversdagslegum mat í nýju upplifun. Hitinn getur verið í formi elds, vatns eða lofts.

Svona áttu að elda páskalambið í ár

Páskalambahryggur að norðan, rósamarinbakaðar kartöflur, sultað grænmeti, bakaðir konfekttómatar og villisveppasósa að hætti Hallgríms Friðriks Sigurðarsonar matreiðslumeistara, veitingamanns og ritstjóra þáttarins Matar og menningar á sjónvarpsstöðinni N4 á Akureyri.

Borðaði kebab á aðfangadag

Grínistinn Dóri DNA er vel með á nótunum í skyndibitamenningu landsins og er sérfróður um kebab eftir að hafa búið í Þýskalandi. Framboð á góðum kebab hefur aukist til muna síðustu ár – ekki bara í miðbæ Reykjavíkur heldur einnig í nágrannasveitarfélögum. Við fengum Dóra til að vísa veginn um frumskóg kebabsins.

Gamlar leiðir eru bestar

París hefur tekist að mestu leyti að halda í fornar leiðir við framleiðslu, dreifingu og sölu á matvöru í gegnum litlar sérverslanir og sterk samskipti þeirra við neytendur annars vegar og bændur og smáframleiðendur hins vegar.

Ég er eins árs á Satúrnusi

Sævar Helgi Bragason hefur verið kallaður „Sólmyrkva-Sævar“ eftir óeigingjarnt starf við að gera íslenskum börnum kleift að njóta sólmyrkvans. Sævar á sjálfur fjögurra ára son en eitt fyrsta orðið sem hann lærði var „tungl.“ Sævar hefur frá unga aldri verið heillaður af himingeimnum og segir einstakt að sjá Satúrnus í gegn um sjónauka. Hann er í sömu sporum og svo margir ungir Íslendingar að vera í hinum mestu erfiðleikum við að kaupa eigið húsnæði. Sævar er þrítugur í jarðarárum sem jafngildir því að hann sé eins árs á Satúrnusi.

Bakarinn minn er sá besti í París

Djibril Bodian var í kvöld fyrsti bakarinn í París til að vinna hina árlega baguette-keppni í borginni tvisvar. Bodian er bakarinn okkar, hann bakar baguetturnar sem við kaupum í Le Grenier à pain við rue des Abbesses alla daga nema þriðjudaga og miðvikudaga þegar Bodian tekur sér frí og lokar bakaríinu. Aðra daga má iðulega fylgjast með honum fram eftir degi vinna á bak við afgreiðslustúlkurnar. Stundum finnur hann á sér að einhver er að fylgjast með honum, lítur upp, brosir og heilsar.

Þegar Íslendingar borðuðu gull

Við munum reglulega rifja upp sögulegar máltíðir úr Íslandssögunni hér í Matartímanum og byrjum á þeirri sem líklega hefur valdið mestum usla í þjóðarsálinni; þegar gestir Landsbankans sáluga borðuðu risotto zafferano e foglia d’oro í Milanó.

Bragðgóð ofurfæða

Quinoa fræ eða kínva fræ eru sannkölluð ofurfæða, sem er heiti yfir mat sem inniheldur óvenju mikið af næringarefnum en ekki svo mikið af fitu og hitaeiningum.

Nixon gerði okkur feit

Mig langar að segja ykkur aðeins frá neikvæðum áhrifum atkvæðaveiða Richard Nixon Bandaríkjaforseta á sykurneyslu okkar; og hvernig afleiðingar þessa hafa orðið að óviðráðanlegum heilsufarslegum hörmungum — en fara fyrst í nokkurn útidúr — sem ég vona að ég geti síðar sýnt fram á að hafi ekki verið tóm erindisleysa; og byrja frásögnina á umbreyttum sykri hinum megin Atlandsála; í Englandi árið 1689 — fyrir 326 árum síðan í febrúar síðastliðnum — þegar hollenski landshöfðinginn, Vilhjálmur af Óraníu var krýndur konungur Englendinga, Skota og Íra í kjölfar dýrðlegu byltingarinnar svokölluðu.