Deila

Mary Poppins snýr aftur

Hún getur flogið með regnhlífinni sinni og með henni verður tiltektin leikur einn. Ofurbarnapían Mary Poppins snýr brátt aftur í nýrri kvikmynd.

Disney kvikmyndafyrirtækið hefur tilkynnt um framhaldsmynd um Mary Poppins en gamla myndin, sem skartaði Julie Andrews í aðalhlutverkinu, kom út árið 1964.

Nýja myndin, sem verður frumsýnd á jóladag árið 2018, á víst að gerast 20 árum á eftir þeirri fyrri og börnin í Banks fjölskyldunni verða því orðin fullorðin.

Með Mary Poppins verður jafnvel skorsteinahreinsun leikur einn.
Með Mary Poppins verður jafnvel skorsteinahreinsun leikur einn.

Bresku leikkonunni Emily Blunt er nú ætlað að sjarmera heiminn en hún mun fara með hlutverk barnapíunnar. Meryl Streep fær hlutverk og sjálfur Dick Van Dyke, sem lék nánasta vin frökenar Poppins um árið, mun víst fara með lítið hlutverk í myndinni. Hann er 91 árs í dag, geri aðrir betur.
Þá er bara spurning hvort nýja myndin um Poppins verði supercalifragilisticexpialidocious. Hver veit?

Auglýsing

 

Ef þú telur að Fréttatíminn eigi erindi getur þú styrkt útgáfu blaðsins með því að gerast stofnfélagi í Frjálsri fjölmiðlun, stuðningsfélagi óháðrar blaðamennsku og Fréttatímans. Með framlagi sínu efla félagar ritstjórn Fréttatímans og færa blaðið til fleiri heimila.

Frjáls fjölmiðlun í almannaþjónustu er mikilvæg undirstaða heilbrigðs samfélags og nauðsynlegt mótvægi við þá fjölmiðla sem nú eru komnir í eigu sérhagsmunaaðila.