Matartíminn

Skotheldur brauðréttur Drafnar

„Ég held að flestir gestgjafar séu sammála um að heitu brauðréttirnir eru alltaf vinsælastir í afmælum eða öðrum kökuveislum og ég passa mig alltaf á að vera með nóg af þeim, helst tvær tegundir,“ segir Dröfn Vilhjálmsdóttir matarbloggari.

Fermingarundirbúningur með Gott í matinn

Uppskriftasíðan gottimatinn.is er góður staður til að byrja á þegar kemur fermingarundirbúningi bæði hvað varðar mat og skreytingar. Á síðunni er flokkur uppskrifta tileinkaður veislum og fermingum, auk úrvals annarra flokka þar sem finna má margskonar uppskriftir sem henta fullkomlega fyrir þetta stóra tilefni.

Frábær hátíð sem ber blómlegri bjórmenningu gott vitni

órhátíðin, sem kallast The Annual Icelandic Beer Festival, fór að þessu sinni fram í óinnréttuðu rými á jarðhæð KEX Hostels. Fram til þessa hefur hún verið í aðalsal Kexins en þessi salur var kynntur til sögunnar á lokakvöldinu í fyrra. Skipuleggjendur hafa nýtt undanfarið ár vel og kynntu til sögunnar nýtt fyrirkomulag í ár. Sjálft bjórsmakkið fór fram niðri og á eftir var blásið til tónleika í aðalsalnum uppi. Stærsta breytingin var þó sú að nú eru öll brugghúsin á staðnum alla þrjá dagana. Áður var hvert og eitt með eina kynningu og svo var öllu slegið upp í kæruleysi á lokakvöldinu. Nú kynnir hvert brugghús tvö bjóra á hverju smakki; fimmtudag, föstudag og laugardag. Sumsé sex bjórar frá hverjum og alls tóku ríflega tuttugu brugghús þátt.

Brugga með blessun þjóðkirkjunnar

„Við lítum á það sem mikinn heiður að vera treyst fyrir bruggun á bjór í nafni Lúthers,“ segir Sturlaugur Jón Björnsson, bruggmeistari hjá Borg brugghúsi, um páskabjórinn Lúther sem væntanlegur er á markað á næstunni.

Úr járnabindingum í eldhúsið

Mexíkanski veitingastaðurinn El Santo við Hverfisgötu var opnaður um síðustu helgi og þegar er farið að heyrast suð á samfélagsmiðlunum um ágæti hans. Grínistinn Dóri DNA kallaði staðinn til að mynda þann besta mexíkanska sem opnaður hefur verið í Reykjavík.

Eldar fyrir lávarða

„Nú veit ég hvað stéttskipting þýðir,“ segir Garðar Agnarsson matreiðslumeistari sem nú eldar mat við lávarðadeildina bresku. „Hér verða starfsstúlkurnar að kalla viðskiptavinina „my lord“ eða „my lady.““

Mikil veisla fyrir sífellt stækkandi hóp bjórnörda

Bjórhátíðin The Annual Icelandic Beer Festival verður haldin í sjötta sinn á KEX Hostel í næstu viku, frá fimmtudegi til laugardags. Öll helstu brugghús landsins taka þátt í hátíðarhöldunum ásamt erlendum brugghúsum. Fjöldi brugghúsanna í ár er samtals 23 talsins og hafa þau aldrei verið fleiri. Á hátíðinni boðið upp á úrvals handverksbjór, bjórvænan mat og fjölbreytt tónlistaratriði í þrjá daga. Uppselt er á hátíðina og hafa aldrei fleiri gestir sótt hana. Dagskráin hefst klukkan 17 á fimmtudaginn þegar Eliza Reid forsetafrú hellir fyrsta bjórnum í glas.

Bragðgóðir og hollir fiskréttir í Borgartúni

Við fengum strax rosalega góðar móttökur hér, þetta er verulega skemmtileg staðsetning. Hér er mikið líf og við höfum fengið mikið af nýju fólki til okkar. Gömlu kúnnarnir okkar af Suðurlandsbrautinni fylgdu okkur líka margir hingað og aðrir fóru í staðinn í verslun okkar í Kópavoginum,“ segir Guðbjörg Glóð Logadóttir, einn eigenda Fylgifiska.

Íslenskur matur að hætti Ísafold Restaurant

Ísafold er einnig staður til að dreypa á ljúffengum kokteilum áður en haldið er út á lífið, smakka á nýjungum og njóta sín í fallegu umhverfi hvort sem það er í hádeginu eða að kvöldi til. Íslenska hráefnið er í fyrirrúmi á Ísafold og segir Björn Ágúst Hannesson, yfirmatreiðslumaður Ísafoldar að það skeri sig úr. „Grænmetið er bragðmeira því það fær að vaxa lengur á plöntunni og bragðið á íslenska lambinu er til komið af fjallaröltinu og kryddjurtunum sem það nærist á. Við notum sousvide eldunaraðferðina til að halda í sem mest af bragðinu af þessu einstaka hráefni.“

Kokteilar sem kitla bragðlaukana

Forréttabarinn tekur nú þátt í Reykjavík Cocktail Weekend í annað sinn en viðtökurnar í fyrra fóru fram úr björtustu vonum. Boðið verður upp á fimm kokteila sem allir eru mismunandi hvað varðar áferð og bragð. Kokteillinn sem mun freista þess að verða RCW drykkurinn í ár er bragðmikill og frískandi. „Í keppninni sjálfri verður teflt fram kokteil sem samanstendur af gini og contreau, heimalöguðu hunangssírópi, eggjahvítu, sítrónu og timían. Einnig ætlum við að bjóða upp á okkar útfærslur af klassískum blöndum eins og Negroni og Bloody Mary,“ segir Róbert Ólafsson, eigandi Forréttabarsins. „Við höfum frá upphafi boðið upp á metnaðarfullan kokteillista. Fáa en góða drykki sem fastagestir okkar eru farnir að þekkja og líkar vel.“

Gott tequila þarf ekki salt og sítrónu

Íslendingar hafa aldrei verið mikil tequila þjóð en nú gæti orðið breyting þar á. Pablo Discobar opnaði í haust og þar ríkir suðræn stemning með mikla áherslu á seiðandi tequila kokteila. Hard Rock opnaði líka í haust með Don Julio margarítur í meirihluta á kokteilseðli. Frá því að úða salti á handarbakið og sleikja það af, hamra volgu tequila niður kverkarnar og fálma óður eftir sítrónunni til að hreinsa bragðið í munninum er nú loks fáanlegt hágæða tequila á Íslandi. Don Julio er unnið úr 100% agave og nostrað við vökvann þar til hann er kominn í flösku. Gott tequila þarf ekkert salt og enga sítrónu heldur er það sötrað og rennur ljúflega niður.

Ferskleiki og stuð á Jacobsen Loftinu á RCW

Loftið tekur þátt í tveimur keppnum af þremur í ár. Annars vegar keppninni þar sem sá kokkteill sem dómnenfd þykir skara fram úr verður kjörinn RCW drykkurinn. Í þeirri keppni mun Jacobsen Loftið bera fram drykk sem heitir My sweet fire sem inniheldur brennivín, möndlusíróp, gojiberjasafa, ferskan sítrónusafa og tabascosósu. Heiðar segir My sweet fire þó ekki valda logandi kverkum. „Hann mjög ferskur og fínn með sterku tvisti í endann.“

Veislan á heima á Sögu

Radisson Blu Hótel Saga býður upp á marga valkosti fyrir þau sem eru með hvers kyns veislu í huga. „Við bjóðum upp á nokkrar gerðir af sölum, fyrir 20 manns og upp í 400 manns,“ segir Hörður Sigurjónsson, sölustjóri veitingasviðs Radisson Blu Hótel Sögu. Salirnir eru allir vel búnir fyrir hljóð og mynd og allur búnaður er til fyrirmyndar. Hægt er að velja um matseðla eða hlaðborð af ýmsu tagi. „Við erum til dæmis með einn sem við köllum þennan klassíska matseðil þar sem er humarsúpa í forrétt, nautalund í aðalrétt og heit súkkulaðikaka í eftirrétt,“ segir Hörður og tiltekur einnig steikarhlaðborðið sem hefur verið afar vinsælt.

g-events sér um allan pakkann

Viðburðarstjórnunarfyrirtækið g-events heldur utan um allt sem getur flokkast sem viðburður fyrir bæði einstaklinga og stór og smá fyrirtæki. „Eina sem þarf að gera er að hafa samband við okkur, segja okkur hvað þú ert að spá og allar grunnupplýsingar. Strax í kjölfarið förum við í þá vinnu að búa til besta pakkann fyrir hópinn og sendum tilboð,“ segir Gunnar Traustason eigandi g-events, um það hvernig fólk snýr sér þegar það vill fá g-events til að sjá um viðburð.

Kokteilveisla um alla borg

„Við erum að reyna að skapa ákveðna menningu og það hefur gengið ágætlega. Íslendingar eru móttækilegir fyrir því að prófa eitthvað nýtt og láta tríta sig. Þetta er fjórða árið í röð sem við höldum þennan viðburð og hann stækkar með hverju árinu,“ segir Tómas Kristjánsson, forseti Barþjónaklúbbs Íslands.

Maturinn tengir fólk saman

Tenging Kopars við sjóinn er mikil enda stendur staðurinn við höfnina, í húsi sem áður var verbúð. Efri hæðin á Kopar hefur verið vel nýtt fyrir hópa enda frábært útsýni yfir höfnina og sundin blá sem gerir upplifunina af því að hitta fólk enn betri. Hægt er að leigja efri hæðina fyrir hópinn eða allt að 50-60 manns. „Sérstaða okkar gerir það að verkum að við leggjum áherslu á íslenskt sjávarfang, til dæmis skelfisk og fleira. Við erum ekki með þennan hefðbundna árshátíðarseðil heldur reynum við að hrista aðeins upp í hlutunum. Svo er gaman að koma og vera hérna við höfnina þar sem er mikið líf,“ segir Ylfa Helgadóttir, einn eigandi Kopars.

Glæsilegir veislusalir á Lækjarbrekku

Um áramótin stóð veitingastaðurinn í Perlunni á tímamótum þegar hann flutti í nýtt húsnæði eftir aldarfjórðung í Öskjuhlíðinni. Fólk flykktist í Perluna síðustu vikur síðasta árs til þess að kveðja staðinn í hinsta sinn. Lokahnykkurinn var glæsileg áramótaveisla þar sem allir fastakúnnar og fleira gott fólk skemmti sér saman fram á rauða nótt.

Sveit í borginni

Nauthóll við Nauthólsvík hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir einstaklega vel heppnaðan matseðil og dásamlega staðsetningu. Sannkölluð sveit í borginni þar sem hægt er að borða ljúffengan mat og njóta nálægðar við náttúruna.