Matartíminn

E-efni sem henta ekki grænkerum

Sum e-númer eru alltaf búin til úr dýraafurðum á meðan önnur eru það í sumum tilfellum. Best er að kynna sér málið og læra að lesa innihaldslýsingar. Þau E-efni sem hægt er að ganga út frá því sem vísu að búin séu til úr dýraafurðum eru:

Glóandi Veganúar

Gló er einn af stoltum styrktaraðilum Veganúar annað árið í röð. Í tilefni mánaðarins er ómótstæðilegt tilboð á vegan mat á öllum Gló stöðunum. Á Laugavegi og í Kópavogi eru grænmetisréttir dagsins á aðeins 1.499 kr. út mánuðinn en í Fákafeni og á Engjateigi er hægt að fá sérsniðna vegan skál á sama tilboðsverðinu. Veganskálarnar aldrei vinsælli

Heilnæmt, gott og vegan á Krúsku

Við erum bara með hollan og hreinan mat og hér er allt gert frá grunni,“ segir Guðrún Helga Magnúsdóttir sem rekur veitingastaðinn Krúsku ásamt manni sínum, Steinari Þór Þorfinnssyni. Þau leggja áherslu á að bjóða upp á mat fyrir alla hópa – líka grænmetisætur og þau sem eru vegan.

Grænkeragóðgæti frá Hälsans Kök

Hälsans Kök hefur verið til frá árinu 1986 og ávallt framleitt fjölbreytta og bragðgóða grænmetisrétti. Markmið Hälsans Kök hefur alltaf verið það sama, að búa til hollan og bragðgóðan mat fyrir neytendur sem hafa hollustu að leiðarljósi og vilja fljótlega rétti.

Vandaðir og gómsætir veganvalkostir

Við höfum alltaf verið með fjölmarga kosti fyrir grænmetisætur sem hafa til að mynda getað skipt út kjötinu á öllum borgurunum fyrir heilan Portobellosvepp sem hefur verið mjög vinsælt,“ segir ­Jóhannes Ásbjörnsson, Jói, markaðsstjóri Hamborgarafabrikkunnar. Í haust kynnti hamborgarastaðurinn frómi síðan nýja veganvalkosti á ­matseðlinum sem hafa vakið mikla lukku enda höndum ekki kastað til við þróun þeirra. „Við tókum okkur góðan tíma í þetta, fengum til okkar flokk af fólki sem er vegan og hefur tekið mikinn þátt í þessari ­grasrótarstarfsemi sem veganisminn vissulega er. Þetta er ört stækkandi hópur sem er mjög samheldinn og vill koma því til leiðar að það séu fleiri ­veganvalkostir á veitingastöðum. Við viljum vera hamborgarastaður allra landsmanna og viljum veita góða þjónustu. Við viljum hugsa fyrir fólk þannig að þegar fólk aðhyllist ákveðna stefnu í mat þá þarf ekki að vera viðskiptavinurinn sem er með vesenið, fólki finnst það flestu mjög leiðinlegt,“ segir Jói og leggur áherslu á að vandað hafi verið til verka þegar veganborgararnir voru hannaðir. „Við ákváðum að henda ekki bara einhverju út í skyndi eða útbúa eitthvað úr því hráefni sem við vorum með fyrir sem yrði ekkert spes, bara til að leysa málin.“

Öðruvísi áramótadrykkir

Hinn klassíski Tom Collins Tom Collins kokteillinn var fyrst blandaður 1876 og er því kominn til ára sinna en það breytir ekki því, nema síður sé, að um fantafínan kokteil er að ræða sem hentar vel á gamlárskvöld.

Hvað passar með jólamatnum?

Humar Humar er nokkuð algengur forréttur yfir hátíðarnar. Feitur fiskurinn er gjarnan umlukinn smjöri eða rjóma og því er gott að næla sér í kraftmikið hvítvín með. Hér veljum við gott Chardonnay-vín frá Ástralíu en einnig væri vel hægt að hugsa sér Chardonnay frá Chile eða Kaliforníu eða Chablis-vín.

Heldur vegan aðventuboð

Ylfa Helgadóttir hefur staðið í ströngu á aðventunni enda veitingastaðurinn Kopar, sem hún á og rekur, með vinsælustu stöðum borgarinnar. „Það hefur gengið rosalega vel. Veitingastaðir geta farið tvær leiðir á aðventunni, jólahlaðborð eða jólamatseðil. Við höfum alltaf farið í jólamatseðilinn og reynum að útbúa seðil sem höfðar til allra. Við reynum að vera skilningsrík á gæjann sem vill halda í hefðirnar þó að allir aðrir vilji prófa eitthvað nýtt og erum með purusteikina og laxinn meðal nýstárlegri rétta,“ segir Ylfa en jólamatseðllinn er aldrei eins milli ára.

Brugguðu bjór til heiðurs Leifi heppna

„Vínland er, eins og eflaust flestir vita, það nafn sem Leifur heppni og félagar gáfu Ameríku fyrir um þúsund árum. Bjórinn er bruggaður til heiðurs fundinum og dregur því nafn sitt af þessu. Það má segja að okkar haustber séu það næsta sem við komumst náttúrulegum vínhráefnum hérlendis þessi árin. Það er alltaf gaman að koma til Kanada sem Íslendingur og finna hversu mörgum þykir vænt um Ísland og tengingar þess við landið,“ segir Sturlaugur Jón Björnsson, bruggmeistari hjá Borg brugghúsi.

Nýstárlegt jólaglögg með prosecco

Veitingamaðurinn Guðjón Hauksson er nú vakinn og sofinn yfir opnun Matbars sem verður, að hans sögn, vonandi fyrir jól eða milli jóla og nýárs. Á meðan biðinni stendur geta gestir gætt sér á réttum sem innblásnir eru af matseðli Matbars á Jólatorgi Hljómalindar á hjartareitnum. Þar er líka nýstárleg útgáfa af jólaglöggi sem sagan segir að sé unun að smakka. „Þetta er einstakt glögg sem er með prosecco í stað rauðvíns. Við gerum blóðappelsínusíróp sem er með kanil, anís, vanillu og negul og svo er fyllt upp með prosecco,“ segir Guðjón og lofar því að ekki verði aftur snúið þegar þessi týpa hefur verið smökkuð.

Allt fyrir hátíðarmatinn

Stoltið er án efa Hagkaups hamborgarhryggur en hann hefur verið mest seldi hryggurinn í Hagkaup síðan hann kom á markað fyrir um 12 árum. Hagkaups hamborgarhryggur er sérvalinn af fagmönnum. Við viljum vera viss um að hátíðarmaturinn verði óaðfinnanlegur þess vegna létum við framleiða sérstakan hrygg samkvæmt okkar forskrift. Hryggurinn er saltminni og þarf ekki að sjóða.

Fersk ólífuolía ­framleidd á gamla mátann

Puglia, hérað Massimo og Katiu, er talið hið allra besta þegar kemur að ræktun ólífa á Ítalíu. Virtasta framleiðslulandsvæðið er frægur áfangastaður ferðamanna sem heitir Gargano. Úr héraðinu koma ólífur sem eru kallaðar gullið frá Gargano en viðurnefnið fengu þær vegna þess að þær eru einstaklega næringarríkar, handtíndar af trjám sem eru 1000 ára gömul. Nafnið kemur af þeim gyllta lit sem olían fær en hana er afar erfitt að nálgast, líka fyrir Ítali. Við handtínsluna er notuð aldagömul aðferð og séð til þess að einungis séu valdar ólífur sem eru á nákvæmlega réttu þroskastigi til notkunar. Ólífurnar eru kreistar með granítsteinum í köldu umhverfi þar sem hitastigið verður að vera rétt samkvæmt hefðum heimamanna. Allt er síðan staðreynt á rannsóknarstofum ítalskra yfirvalda.

Jólamatur fyrir alla í Fjarðarkaupum

Jólamatur landans hefur breyst töluvert á undanförnum árum og fjölbreytnin eykst frá ári til árs. Svo virðist sem margar hefðir séu að láta undan og fólk er ófeimið við að prófa nýja hluti sem á árum áður þótti algerlega óhugsandi á mörgum heimilum.

Íslenskt Jóla Brennivín slær í gegn úti í heimi

Sérstök jólaútgáfa af íslensku brennivíni hefur vakið mikla athygli meðal vínáhugafólks úti í heimi að undanförnu. Jóla Brennivínið er nú selt í Bandaríkjunum, Kanada, Þýskalandi og í Færeyjum og á næstunni bætast Noregur og fleiri lönd við. Alls eru um sex þúsund flöskur framleiddar í ár og bróðurparturinn af þeim fer til útlanda.

Brew Dog á besta jólabjórinn

Venju samkvæmt efndi Fréttatíminn til smakks á jólabjórum. Í síðustu viku birtum við niðurstöður úr íslenska smakkinu, en þar bar 24 frá Ölvisholti sigur úr býtum, og nú er komið að erlenda smakkinu. Framboð á jólabjórum er fyrir löngu orðið slíkt að nauðsynlegt er að skipta þessu í tvennt. Alls voru smakkaðir 15 erlendir jólabjórar að þessu sinni.

Spennandi jólamatur grænkerans

Hanna Hlíf Bjarnadóttir gaf nýlega út sína fyrstu matreiðslubók, Eldhús grænkerans, þar sem hún gefur uppskriftir að bragðgóðum grænkeraréttum og deilir góðum ráðum um nýtni og geymslu hráefnis. Hún gefur hér lesendum Fréttatímans uppskriftir að frábærri jólamáltíð grænkerans.