Deila

Máttu ekki útiloka kennara vegna stjórnmálaþátttöku

Kennarinn Björn Vilhelmsson fær hálfa milljón í miskabætur fyrir að hafa verið útilokaður í umsagnarferli sem skólastjóri í Gerðaskóla í sveitarfélaginu Garði vegna pólitískrar starfa. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem tekur undir sjónarmið kennarans.

Þannig er mál með vexti að starf skólastjóra var auglýst árið 2012 og fól mennta- og menningarmálaráðuneytið fyrirtækinu Attentus að gera úttekt á skólanum. Í úttektinni kom fram að undanfarin ár hefði pólitískur styr staðið um skólann og að mikilvægt væri að stjórnendateymið tengdist ekki pólitískum fylkingum innan sveitarfélagsins. Björn var þá varabæjarfulltrúi fyrir Lista allra Garðbúa, L-listann. Með hliðsjón af þessu var Björn ekki boðaður í viðtal, þrátt fyrir að hafa starfað um langt skeið sem kennari í skólanum.

Í niðurstöðu héraðsdóms kom fram að almenn skírskotun um pólitískar deilur um skólastarfið gæti ekki réttlætt slíkt. Þannig hafi falist ólögmæt meingerð gegn Birni. Því var skólanum gert að greiða honum miskabætur upp á hálfa milljón. Áður hafði Umboðsmaður Alþingis komist að sömu niðurstöðu. -vg

Auglýsing

Ef þú telur að Fréttatíminn eigi erindi getur þú styrkt útgáfu blaðsins með því að gerast stofnfélagi í Frjálsri fjölmiðlun, stuðningsfélagi óháðrar blaðamennsku og Fréttatímans. Með framlagi sínu efla félagar ritstjórn Fréttatímans og færa blaðið til fleiri heimila.

Frjáls fjölmiðlun í almannaþjónustu er mikilvæg undirstaða heilbrigðs samfélags og nauðsynlegt mótvægi við þá fjölmiðla sem nú eru komnir í eigu sérhagsmunaaðila.