Menning

Nýr menningarviti við höfnina

„Ég vild’ ég væri ennþá út í Hamborg ég ennþá er með hugann út í Hamborg.“ Svona söng Raggi Bjarna á 45 snúninga plötu árið 1967. Þessi slagari, um kvennafar í hafnarborginni þýsku, verður varla á efnisskrám í nýju tónlistarhúsi borgarinnar, Elbphilharmonie, sem heimamenn kalla Elphi sín á milli. Stórhýsið var tekið formlega í notkun á miðvikudag með hátíðartónleikum.

Margaret Atwood: Sagan um þernuna snýr aftur

Margaret Atwood ætti að vera mörgum lesendum kunn enda er hún með þekktari samtímahöfundum og eru helstu einkenni höfundarverks hennar beinskeyttur femínismi og óhugnanleg hæfni til þess að lýsa heiminum sem gæti orðið, enda kýs hún sjálf að kalla þessa tegund bókmenntaverka nokkurs konar getgátu skáldskap (e. speculative fiction). The Handmaid’s Tale olli töluverðu fjaðrafoki þegar hún kom fyrst út en festist fljótlega í sessi sem sígilt femínískt bókmenntaverk og var innlegg í umræðu þess tíma, en kristilegir sjónvarpspredikarar drottnuðu yfir sjónvarpsskjánum og samfélagsumræðunni þá. í bókinni er að finna beinar vísanir í fræga sjónvarpspredikara þess tíma. Það var svo gerð kvikmyndaaðlögun eftir bókinni árið 1990 með Natöshu Richardsson í aðalhlutverki og kom Harold Pinter að handritsgerðinni sem þótti mjög flókið verkefni vegna þess að sagan er að mestu leyti sögð í fyrstu persónu.

Kvikmyndakompa: Byltingin verður ekki tölvuteiknuð

„Einu sinni fyrir langa, langa löngu í vetrarbraut langt, langt í burtu.“ Svona byrjaði þetta, svona byrjar þetta alltaf. Þið þekkið þetta. Þetta er loforð ævintýrisins, hér getið þið gleymt ykkur, gleymt samtímanum, gleymt grámóskulegum raunveruleikanum og upplifað heim með alvöru hetjum og skúrkum.

Hvaða þættir eru mest spennandi á árinu?

Dýrustu seríurnar Margar vinsælar framhaldsseríur munu halda áfram á árinu, sjálf er ég spenntust fyrir sjöundu seríu af Game of Thrones, en ég er mikill aðdáandi bæði bókanna og þáttanna, ég er með dellu á vandræðalegu stigi. Serían er væntanleg einhvern tímann í sumar, en annars eru framleiðendur búnir að kvelja aðdáendur lengi með óvissu um frumsýningardag.

Rannsakar dauðann, ástarsorg og tilgang lífsins

„Hormónar eru persónulegt, rannsakandi ferðalag um tilfinningalíf mannsins. Hið ósýnilega sem stjórnar öllu en fólk veltir ekki endilega of mikið fyrir sér,“ segir útvarpskonan Anna Gyða Sigurgísladóttir sem hefur unnið að nýrri hlaðvarpsseríu sem nefnist Hormónar. Á næstu vikum verður hægt að nálgast Hormóna á Hlaðvarpinu en fyrsti þátturinn af tíu fer í loftið á Rás 1 kl. 14 í dag.

Leikdómur um Óþelló: Úrkynjað pakk í plasti

Jólasýning Þjóðleikhússins, sem er auglýst sem sýning á Óþelló Shakespeares, hefst á því að Ingvar E. Sigurðsson birtist á sviðinu á nærbrókinni einni saman með exi í hendi og heggur niður stórt grenitré, jólatré. Það hefur staðið góða stund eitt á miðju sviði, baðað ljósum og ómum, áður en atgangurinn byrjar. Ingvar er tiltölulega snöggur að þessu, stofninn er ekki sver þótt tréð sé meira en tveggja mannhæða hátt. Sem betur fer fellur það inn á sviðið, en ekki út í salinn.

Tímamót eru í kollinum á þér

Í ríflega tvö þúsund ár hafa vestrænir hugsuðir verið að velta fyrir sér tímanum, eðli hans og spurningum sem honum tengjast. Um það vitna skráðu heimildirnar, á sögulegum tíma, en líklega eru vangaveltur um tímann enn eldri og hafa fylgt manninum frá upphafi vitsmunalífsins. Er tíminn óendanlegur eða nálgumst við endalok hans? Flæðir hann áfram eins og straumur árinnar eða „tikkar“ hann áfram, eins og eitt sandkorn í einu sem kemst í gegnum nálarauga stundaglassins. Er hægt að upplifa nútíðina eða er hún yfirleitt til?

Hefðirnar koma ekki af himnum ofan

Jólin á Íslandi árið 2016 eru haldin í friði og spekt, þó að óvissa ríki víða og barist sé í fjarlægum löndum. Aðfangadagur er laugardagur en aðföngin eru löngu komin í hús, í mörgum tilfellum eru allsnægtirnar meiri en þörf er á. Þorláksmessa er nýtt til að ná í það sem út af stendur.

Jólahefðir: Kúkakarlar við jesújötuna

„Katalónskar fjölskyldur fagna jólunum annaðhvort með jólasveininum eða cagatíó, sem er gömul katalónsk hefð. Og svo eiga næstum allir einn lítinn caganér, eða kúkakarl,“ segir Xavier Rodriguéz, lögfræðingur og fararstjóri sem hefur búið hér á landi í tólf ár en heldur fast í gömlu jólahefðirnar.

Mary Poppins snýr aftur

Disney kvikmyndafyrirtækið hefur tilkynnt um framhaldsmynd um Mary Poppins en gamla myndin, sem skartaði Julie Andrews í aðalhlutverkinu, kom út árið 1964.

Þverflautuleikari býr við meira öryggi í Noregi

„Ég held að maður þurfi að læra það sem maður hefur ástríðu fyrir. Það eru mikil forréttindi að geta farið í það nám sem mig langar í,“ segir Björg Brjánsdóttir, þverflautunemi í Tónlistarháskóla Noregs. Á Íslandi geta nemendur ekki sótt listnám á háskólastigi án þess að greiða skólagjöld. Björg hefur tekið framfærslulán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, LÍN, í sjö annir og ræðir framtíðarhorfur þverflautuleikara á Íslandi.

Draumalandið er 500 ára

Hvern dreymir ekki um fullkomna veröld þar sem einstaklingar fá að njóta sín í sátt og samlyndi? Þessi iðja, að hugsa sér hliðarveröld þar sem allt er eins og það á að vera, er yfirleitt kennd við útópíu, einhvers konar draumaland eða staðleysu þar sem allt er rétt.

Bílskúrsband sem leikur tónlist frá tímum kerruvagna

„Umbra er miðalda bílskúrsband sem vill helst færa gamla tónlist úr myrki fortíðar og inn í ljósið,“ segir Lilja Dögg Gunnarsdóttir söngkona. Lilja myndar ásamt tónlistarkonum Alexöndru Kjeld, Arngerði Maríu Árnadóttur og Guðbjörgu Hlín Guðmundsdóttur þessa forvitnilegu litlu hljómsveit. Arngerður leikur á keltneska hörpu og orgel, Alexandra á kontrabassa og Guðbjörg á barokkfiðlu. Allar syngja þær síðan þegar svo ber undir en Lilja tekur aðallega að sér sönginn auk þess sem hún leikur á slagverk.

Breytir óttanum í tækifæri

Söngkonan, leikkonan, hönnuðurinn og flugfreyjan Jana hefur haft í nógu að snúast undanfarin misseri enda kann hún best við sig með mörg járn í eldinum – stundum jafnvel aðeins of mörg. Að jafnaði þýtur hún um háloftin með ferðaglöðum Íslendingum og áhugasömum túristum. Sumarfríinu eyddi hún ein í Buenos Aires og hún nýtur sín vel í erilsömum stórborgum þar sem sköpunargleðin og erillinn umlykur allt. En kyrrðina og friðinn finnur hún við bakka Langár á Mýrum. Þar er hennar staður. „Afi minn byggði bústað þar og ég er alin upp við að fara þangað öll sumur. Flestallt fólkið mitt á ættir að rekja á Mýrarnar, Valbjarnarvelli, Rauðamel og vestur á firði. Í litla kotinu á Mýrunum finn ég hleðsluna sem ég þarfnast stundum eftir mikið flakk og álag. Þegar ég fer þangað með vini mína hafa þeir haft á orði að þeir kynnist svolítið annarri hlið á mér – röggsömu, yfirveguðu sveitakonunni í tímalausum og notalegum heimi þar sem ég er öllum hnútum kunnug. Upptökustjórinn minn fór með mér þangað um daginn og sagði við mig að í stúdíóinu ætti ég að vera meira eins og ég er í sveitinni.

Myndasagan er alltaf að stækka

KOMMIK KON verður haldið í fyrsta sinn í Reykjavík á laugardag milli 14 og 18 á Hlemmi Square. Þar bjóða nokkrir af helstu myndasöguhöfundum landsins fram bækur sínar og árituð prent. Inn á milli verða höfundarnir teknir tali um verk þeirra.