Menning

Plötusnúðurinn Byssukisi: Fór að spila eftir fæðingarorlofið

„Ég spila mikið af japanskri tónlist, electro feel, og svo finnst mér rosa gaman að finna remix af gömlum popplögum. Instrumental í bland við gamla slagara, eins og þegar ég fer út þá finnst mér gaman að þekkja eitthvað af tónlistinni,“ segir Guðrún sem finnst best að spila fyrir klukkan eitt. Þá þarf nefnilega ekki að halda uppi neinni djammstemningu. En hvers vegna fór Byssukisi að spila sem plötusnúður? „Maðurinn minn er plötusnúður og svo fór ég að DJ-a þegar ég kláraði fæðingarorlofið, það hentaði bara að vinna færri tíma í mánuði og á kvöldin og vera með stelpunni á daginn. Mér gekk eitthvað illa að fá vinnu eftir orlofið þannig þetta hentaði bara vel,“ segir Guðrún, sátt með fyrirkomulagið.

Blóðbergs expressó: Tóku kaffi í hönnunarferli

Í tilefni Hönnunarmars fengu þær Laufey Jónsdóttir hönnuður hjá Kaffitári og Kristín Biering kaffibarþjónn frjálsar hendur til þess að búa til frumlegan kaffidrykk. Drykkurinn er blómlegur vorboði en að sögn Laufeyjar er hann í raun endurbætt útgáfa af rjóma kaffidrykk sem ber nafnið expressó con panna. Eftir langt og strangt ferli á tilraunastofunni og ýmsar tilraunir hafði drykkur blandaður blóðbergs- og kaffisýrópi vinninginn. „Í okkar geira er oft talað um að Hönnunarmars sé vorboðinn, ekki lóan,“ segir Laufey um drykkinn blómlega. En þróun drykkjarins var að hennar sögn sérstaklega skemmtilegt ferli. „Í raun tíðkast lítið sem ekkert að nota íslenskar jurtir í kaffigerð en þær hafa verið notaðar mikið í hanastél og matargerð þannig að okkur fannst áhugavert að fara svolítið út fyrir venjuna.“ Kaffiuppskriftin er unnin örlítið öðruvísi en venjan er enda tóku þær stöllur drykkinn í ákveðið hönnunarferli sem tók sinn tíma.

Norræna húsið elskar Skam

„Þetta er náttúrulega mjög skemmtilegt fyrir okkur sem vinnum með norræna menningu. Þannig við gripum þetta og byrjuðum með svolítið sem heitir kosegruppa eftir svipuðum hóp í þáttunum,“ segir Sigrún Einarsdóttir þjónustustjóri Norræna hússins um áhuga Íslendinga á unglingaþáttunum.

Verð hér á meðan fólk vill borða matinn minn

„Ég hef unnið við flest allt sem tengist veitingageiranum og hótelrekstri en mér hefur alltaf liðið langbest á bak við pottana. Hjá mér hefur alltaf allt snúist um mat, líklega vegna þess að ég hef verið umkringdur kryddum frá því ég var lítill,“ segir Jaouad Hbib en fjölskylda hans hefur verslað með krydd langt aftur í ættir. Jaouad er fæddur og uppalinn í lítilli borg við Atlantshafsströndina í Marokkó. Í dag býr hann í litlu þorpi við þröngan fjörð á hjara veraldar, Siglufirði á Íslandi. Hann segist ekki hafa hitt marga Íslendinga áður en hann ákvað að flytja hingað en hann hafi þó vitað ýmislegt um landið, enda lært landafræði í háskólanum í heimaborginni, El Jadida. Þar las hann um jarðfræði og flekaskil á jarðskorpunni sem ganga akkúrat í gegnum litla eyju lengst norður í Atlantshafi. Honum fannst eyjan heillandi á framandi hátt, en að hann ætti einn daginn eftir að búa þar datt honum þó alls ekki í hug.

Lab Loki í Tjarnarbíó: Rússíbani í klukkutíma

„Við Árni Pétur fórum tveir saman til Tenerife og byrjuðum að gera allskonar gjörninga og uppákomur á ströndinni og víðar. Þannig byrjaði þessi sýning,“ segir leikstjórinn Rúnar Guðbrandsson sem frumsýndi í vikunni leikverkið Endastöð – Upphaf í Tjarnarbíói. Verkið skrifaði hann ásamt aðalleikaranum og góðvini sínum, Árna Pétri Guðjónssyni, til að fagna afmæli leikhópsins Lab Loka, sem þeir félagar stofnuðu fyrir 25 árum. Verkið fjallar um lífshlaupið og hið guðdómlega tilgangsleysi tilverunnar og við sögu koma ekki minni viðfangsefni en upphafið, ástin og dauðinn. Til að miðla sögu sinni nota þeir félagar efni úr heimsbókmenntunum og sígildum kvikmyndum í bland við sínar eigin upplifanir og tengja þetta allt saman í mósaíkfrásögn. Sýningin verður þó aldrei alveg eins. Frumsýningin endaði til dæmis með því að líkamar þeirra voru étnir, og það gerist kannski ekki aftur. „Þetta er eiginlega frekar sviðlistaviðburður en hefðbundin leiksýning,“ segir Rúnar. „Við stöndum á tímamótum og erum að líta til baka og horfa fram á við. Við notum vídeó, myndlist, tónlist, hljóðverk, dans og hreyfilist. Við leyfum okkur að brjóta upp öll lögmál og vinnureglur og bregðum á leik og leyfum hlutunum að gerast,“ segir Rúnar sem vonast til að tímamótin verði upphafið að einhverju nýju. „Þessi sýning er ekkert búin. Það verða uppákomur út árið, þetta er allt partur af einhverju ferli.“

Frábær Freyju djass í hádeginu

„Ég á tvær stelpur sem eru í tónlistarnámi. Þegar ég fór á æfingu hjá þeim taldi ég rúmar þrjátíu stelpur og ellefu stráka að spila á slagverk og blásturshljóðfæri og fór að hugsa, hvað verður um þessar stelpur?“ Svo spyr Sunna, en að mati hennar hverfa stúlkur nefnilega frá rytmískri tónlist og fara því yfirleitt ekki inn í heim djassins.

Skrautleg sambúð á Holtsgötunni: Kúbupartí og ítalskar pítsur

Þær Una, Fríða, Auður og Svandís voru góðar vinkonur þegar þær ákváðu að taka íbúð á leigu saman. Una, Fríða og Svandís voru þá í mannfræðideild Háskóla Íslands en Auður í sálfræðideildinni. Sambúðin hefur verið blómleg og skemmtileg enda eru þær sammála um að þær hefðu drepist úr leiðindum við að búa einar. Þessa dagana er Svandís á ferðalagi um Suður-Ameríku og hún lánaði því hinni grísku Irini herbergið sitt á meðan hún ferðast. Hinsvegar er stór mynd af Svandísi inni í stofu, sem sambýlingarnir geta eflaust litið til ef þeir sakna hennar mjög. Sambúðin er því sérstaklega alþjóðleg þessa dagana, enda flutti hinn ítalski Filippo inn fyrir sex mánuðum.

Huldumaður í íslensku tónlistarlífi – Nóg að gera í Evrópu

„Hjá mér er lífið eiginlega þrískipt þegar kemur að vinunni,“ segir Helgi Hrafn Jónsson þegar hann er beðinn um að lýsa sínum daglega veruleika. „Fyrir utan fjölskyldulífið snýst þetta eiginlega allt um tónlist, frítíminn er eitthvað takmarkaður. Ég spila og syng í tónlist konunnar minnar, Tinu Dickow, og hún spilar í minni tónlist. Síðan hef ég verið að vinna að mjög spennandi tónlistarverkefnum í leikhúsi í Þýskalandi meðfram því. Þetta gengur bara vel, ég næ að lifa af tónlistinni og þá er maður auðvitað búinn að „meika“ það í þessum bransa, ef svo má segja. En okkur gengur auðvitað fyrst og fremst svona vel af því að konan mín er poppstjarna, með mikla reynslu og klók í sínum viðskiptum. Hún gefur út sína tónlist sjálf og hefur meira en nóg að gera. Ætli það sé ekki rétt að líta á mín eigin tónlist frekar sem einhvers konar samfélagsverkefni,“ segir Helgi Hrafn og hlær.

Geimverur í nýju sólkerfi: Innrásin frá TRAPPIST-1

Nú hefur hópur stjörnufræðinga fundið áður óþekkt sólkerfi sjö reikistjarna á stærð við jörðina í kringum dvergstirnið TRAPPIST-1. Þrjár reikistjarnanna hafa mögulega fljótandi vatn á yfirborði sínu sem þýðir að þar gæti verið líf. Nasa birti þessa teiknuðu mynd af mögulegu landslagi reikistjarnanna á vefsíðu sinni í vikunni. En hvernig gæti lífið á reikistjörnunum litið út, í ljósi fyrri hugmynda okkar um líf á öðrum hnöttum? Koma þaðan vélmenni sem vilja vinna í samstarfi við jarðarbúa eða jafnvel ósýnilegar öreindir sem vilja yfirtaka líkama okkar? Við því er enn ekkert svar en sé litið til kvikmyndasögunnar veltur það allt á pólitísku landslagi okkar eigin heimkynna.

Það séríslenska er ekki til

Það var boðið upp á íslenska tónlist í Hamborg í Þýskalandi á dögunum, í glænýju tónlistarhúsi sem opnað var nýlega þar í borg. Í þessu tilviki skipti miklu máli að tónlistin væri einmitt íslensk, því hún var sett undir þann þjóðernishatt á tónlistarhátíðinni sem hét Into Iceland. Íslensk tónlist naut þannig góðs af sviðsljósinu sem fylgdi opnun hússins en þar á bæ þótti tengingin liggja beint við því að Þjóðverjar kunna vel að meta Ísland. Landið er vinsæll áfangastaður ungra Þjóðverja og þessari stóru evrópska menningarþjóð líkar margt það sem íslenskt er.

Saga karla upphafin á kostnað kvenna

„Ég held að það þurfi að vera meiri umræða um þetta, þá fer fólk inn á söfn með þetta hugarfar og er meðvitaðra um misskiptingu,“ segir Berglind Gréta Kristjánsdóttir, nýútskrifaður safnafræðingur, um kynjahalla á íslenskum sýningum. Berglind skoðaði kynjahalla á tveimur sýningum hér á landi í lokaverkefni sínu í meistaranámi í safnafræði og skoðaði með hvaða hætti valdakerfi feðraveldisins birtist innan safnanna. Samkvæmt upplýsingum Berglindar hafa rannsóknir leitt í ljós að söfn séu karllægar stofnanir sem draga úr sögu og menningu kvenna og gera sögu karla miðlæga.

Fólk verður að geta látið drauma sína rætast

„Hér reynum við að búa til umhverfi þar sem sviðslistafólk hefur frelsi til að skapa,“ segir Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Tjarnarbíós. „Húsið var opnað af Sjálfstæðu leikhúsunum árið 2010 og kannski má segja að þá hafi viðskiptamódelið að vissu leyti haft yfir sér blæ ársins 2007. Hugmyndin var að reyna að láta reksturinn bera sig með framlögum fyrirtækja og útleigu. Veruleikinn var hins vegar nokkuð annar, fyrirtæki drógu að sér hendur og fjármagn lá ekki á lausu. Á tímabili var útlitið ekki gott og Sjálfstæðu leikhúsin voru komin að því að skila inn lyklunum eftir að fjarað hafði undan rekstrinum.“

Prinsinn tortímir eigin leikriti

„Er ekki bara eitthvað rotið í heiminum?“ spyr Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri á línunni frá Þýskalandi þegar hann er inntur eftir því hvort það sé ekki enn „eitthvað rotið í Danaveldi.“ Uppsetning sígildra leikrita er mikil glíma, það þarf að taka afstöðu til verksins á nýjum tímum. „Að vera, eða ekki vera, þarna er efinn,“ veltir hinn raunamæddi Hamlet fyrir sér eins og frægt er. Hugleiðingin er einhvers konar táknmynd leikhússins á Vesturlöndum, eilíf spurning um tilgang, líf og dauða.

Vildi að það væru fleiri staðir eins og Grímsey

„Ég kom fyrst til Íslands 2014,“ segir bandaríski ljósmyndarinn Cole Barash sem hefur tekið myndir í Grímsey í tveimur ferðum síðustu ár. „Ég kom hingað með það fyrir augum að taka myndir í nýtt verkefni sem ég vissi ekki hvert yrði og án þess að vita nokkuð við hverju ég ætti að búast af landinu. Eftir nokkra daga í Reykjavík, þar sem ég tók portrettmyndir af nokkrum tónlistarmönnum, listamönnum og fatahönnuðum, sá ég að ég þyrfti að fara út á land og sjá hið sanna Ísland. Nokkrir vinir mínir komu með og einn daginn þegar við vorum að skoða kort benti ég á kortið og spurði ég hvað þessi litli blettur þarna væri. Þá svaraði einhver að þetta væri Grímsey. Eftir að hafa flett eyjunni upp á netinu var ég fullviss um að þangað þyrfti ég að fara.“

Vináttan: Nafnið varð til í heimilisfræðitíma

„Foreldar okkar beggja eru með puttana í öllu sem við gerum en þau fá bara bjórmiðana okkar í staðinn fyrir allt skutlið,“ segja hinar 15 ára Guðlaug Fríða Helgadóttir Folkmann og Ragnheiður María Benediktsdóttir sem skipa hljómsveitina RuGl. Þær stöllur urðu að eigin sögn bestu vinkonur eftir að hafa kynnst í 7. bekk. „Við höfðum báðar verið að spila og semja tónlist. Þegar Fríða flutti til Íslands urðum við strax óaðskiljanlegar og áttum saman í gegnum tónlistina,“ segir Ragnheiður um upphaf vináttu þeirrar Fríðu, eins og Guðlaug Fríða er gjarnan kölluð. Hljómsveitin RuGl var þó ekki stofnuð fyrr en stelpurnar voru í 9. bekk, þegar þær kepptu í söngvakeppni Hagaskóla og síðar í Músíktilraunum. „Fríðu langaði að taka þátt og spurði hvort ég vildi gera þetta með henni. Við lentum í öðru sæti og ákváðum að taka þátt í Músíktilraunum. Við vorum langyngstar vorum ekkert að búast við neinu en við komumst áfram.“

Teiknimyndir eru fyrir alla

Zootopia  Teiknimyndin kom út í fyrra og féll svo sannarlega í kramið hjá bæði börnum og fullorðnum. Þetta er klárlega teiknimynd sem gaman er að horfa á með afkvæminu eða litla frænda. Myndin gerist í útópíu þar sem dýrin búa í sátt og samlyndi. Þar kynnast áhorfendur kanínunni Judy Hopps sem þráir að verða lögregla. Góður boðskapur og mikill húmor.