Kynning
Deila

Miðborgin okkar rokkar á aðventunni

Jólatorgið við Hljómalind opnar í dag.

Opnunarhátíð Jólatorgsins við Hljómalind þar sem Hjartatorgið stóð forðum hefst í dag klukkan 15:00. Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar, er afar ánægður með útkomuna á nýja torginu enda einkar glæsileg. „Við fáum marga góða gesti í heimsókn í dag, bæði tengda jólum og áramótum. Það er Dagur Eggertsson borgarstjóri sem opnar Jólatorgið formlega með pompi og pragt að viðstöddu fjölmenni; kór og hljómsveit, jólasveinum og uppistöndurum að ógleymdum prúðbúnum plötusnúðum, en opið verður á Jólatorginu sérhvern dag til jóla frá klukkan 14:00-22:00 rétt eins og verslanirnar sem eru opnar til 22:00 á kvöldin fram að jólum frá og með deginum í dag,“ segir Jakob kampakátur enda jólin tími þar sem miðborgin blómstrar. „Markaðurinn sjálfur verður með áherslu á jóla- og árstíðabundna matvöru. Hann kallast skemmtilega á við skautasvellið og smærri markað kringum það á Ingólfstorginu.“

Hjartareiturinn hefur fengið upplyftingu og jólamarkaðurinn opnar þar í dag. Hér er undirbúningur á fullu. Mynd | Rut
Hjartareiturinn hefur fengið upplyftingu og jólamarkaðurinn opnar þar í dag. Hér er undirbúningur á fullu. Mynd | Rut

 

Stemningin í miðbænum er engu lík á aðventunni Myndir | Hari
Stemningin í miðbænum er engu lík á aðventunni
Myndir | Hari
jolamidborg-05396
Stemningin í miðbænum er engu lík á aðventunni
Myndir | Hari

 

Auglýsing

Stemningin í miðbænum er engu lík á aðventunni Myndir | Hari
Stemningin í miðbænum er engu lík á aðventunni
Myndir | Hari

 

Stemningin í miðbænum er engu lík á aðventunni Myndir | Hari
Stemningin í miðbænum er engu lík á aðventunni
Myndir | Hari

Borgin sjaldan fallegri
Jólamarkaðurinn hóf göngu sína á Hljómalindarreitnum árið 2008 en færðist síðan yfir á Ingólfstorg meðan framkvæmdir stóðu yfir svo nú má segja að hann sé kominn „heim“. „Það er afar áhugavert að skoða þetta svæði, það var afar fallega að þessu staðið af hálfu Icelandair og þeirra sem hönnuðu hótelið. Bæði á Canopy hótelinu og úti í garðinum er vísað í vegglistamenninguna sem var þarna mjög áberandi þar til framkvæmdir við uppbygginguna hófust.“ Samhliða markaðnum er viðburðahald vitanlega með mestu móti á þessum árstíma. „Mikið er um söng og barnvænar uppákomur, sér í lagi um helgar en nær svo hámarki á Þorláksmessu. Borgin hefur sjaldan verið fallegri en nú fyrir þessi jól,“ segir Jakob.

Stemningin í miðbænum er engu lík á aðventunni Myndir | Hari
Stemningin í miðbænum er engu lík á aðventunni

Myndir | Hari

jolamidborg-05386

Jólavættir og aðventuapinn Hrellir
En fleira er hægt að gera sér til dundurs í miðborginni, til dæmis er Ratleikur Jólavættanna í fullum gangi sem og leitin að Aðventuapanum Hrelli sem felur sig daglega í einhverri versluninni í miðbænum og bíður eftir að heppinn vegfarandi komi auga á sig. „Þetta er svona til upplyftingar og afþreyingar fyrir börn og fjölskyldufólk. Gunnar Karlsson myndlistamaður bjó til litlar stuttmyndir með jólavættum sem er varpað á ansi margar veggi í miðborginni, sem reyndar er um þessar mundir að víkka nokkuð út, bæði til vesturs og austurs. Það er í samræmi við þann vaxandi fjölda gesta sem leggur leið sína þangað frá einum mánuði til annars. Aldrei áður í sögu borgarinnar hafa verið jafn margir gestir hér frá jafn mörgum heimshornum og einmitt nú sem er afar ánægjulegt,“ segir Jakob og er þotinn á næsta fund enda stutt í jól og í mörg horn að líta hjá miðborgarstjóra.

Stemningin í miðbænum er engu lík á aðventunni Myndir | Hari
Stemningin í miðbænum er engu lík á aðventunni
Myndir | Hari

Unnið í samstarfi við Miðborgina

Ef þú telur að Fréttatíminn eigi erindi getur þú styrkt útgáfu blaðsins með því að gerast stofnfélagi í Frjálsri fjölmiðlun, stuðningsfélagi óháðrar blaðamennsku og Fréttatímans. Með framlagi sínu efla félagar ritstjórn Fréttatímans og færa blaðið til fleiri heimila.

Frjáls fjölmiðlun í almannaþjónustu er mikilvæg undirstaða heilbrigðs samfélags og nauðsynlegt mótvægi við þá fjölmiðla sem nú eru komnir í eigu sérhagsmunaaðila.