Kynning
Deila

Mikil aukning í sölu á drónum

Dronefly fagnaði nýlega tveggja ára afmæli sínu
og er flutt í nýtt húsnæði að Krókhálsi 6. Skemmtilegur jólaleikur er í gangi fyrir viðskiptavini í desember.

Við þjónustum mjög fjölbreyttan hóp, allt frá áhugafólki upp í ýmiss konar fagmenn. Hingað koma til dæmis ljósmyndarar, garðyrkjumenn og bændur sem nota dróna til að finna rollurnar sínar,“ segir Arnar Þór Þórsson hjá Dronefly. „Svo hafa björgunarsveitirnar verið að versla við okkur. Drónarnir hafa komið sterkir inn hjá þeim við leitir.“
Dronefly var stofnað fyrir tveimur árum og fyrirtækið hefur vaxið mjög hratt á þeim tíma.

Dronefly selur hina vinsælu DJI-dróna. Þeir kosta frá 89.990 kr.
Dronefly selur hina vinsælu DJI-dróna. Þeir kosta
frá 89.990 kr.

Arnar Þór segir að fyrirtækið hafi sprottið upp úr vinnu við drónatökur í auglýsingum og myndböndum. Þegar ljóst var að eftirspurn var eftir alvöru drónum hér á landi sótti hann umboð fyrir DJI-drónana til Kína og hafa þeir verið seldir hjá Dronefly síðan. Fyrirtækið tekur enn að sér verkefni í myndbandagerð og ljósmyndun með einum af fullkomnustu drónum sem fást í heiminum í dag.

Arnar Þór Þórsson stofnaði Dronefly fyrir tveimur árum. Mikill uppgangur hefur verið hjá fyrirtækinu síðan og nýverið var opnað stærri og betri verslun að Krókhálsi 6 Myndir | Hari
Arnar Þór Þórsson stofnaði Dronefly fyrir tveimur árum. Mikill uppgangur hefur verið hjá fyrirtækinu síðan og nýverið var opnað stærri og betri verslun að Krókhálsi 6 Myndir | Hari

Dronefly flutti nýlega í nýtt og stærra húsnæði á Krókhálsi 6. Þar er glæsilegur sýningarsalur með öllum vörum fyrirtækisins, en auk dróna eru þar fáanlegir alls konar aukahlutir. Dronefly býður upp á viðgerðarþjónustu á DJI-drónum. Dronefly sendir frítt um allt land. Í desember er skemmtilegur jólaleikur í gangi hjá ­Dronefly. Allir sem kaupa dróna fyrir jólin fara í pott og á Þorláksmessu verður einn heppinn viðskiptavinur ­dreginn út og fær hann drónann sinn ­endurgreiddan.

Auglýsing

Dronefly rekur viðgerðaþjónustu fyrir DJI-dróna.
Dronefly rekur viðgerðaþjónustu fyrir DJI-dróna.

Nánari upplýsingar um ­Dronefly og vöruúrvalið
má finna á heimasíðunni ­www.dronefly.is

Mikið úrval er af aukahlutum hjá Dronefly.
Mikið úrval er af aukahlutum hjá Dronefly.
31207-dronfly-05803 31207-dronfly-05800 31207-dronfly-05797 31207-dronfly-05794

 

31207-dronfly-05796 31207-dronfly-05799

Unnið í samstarfi við Dronefly

dronefly-logo

Ef þú telur að Fréttatíminn eigi erindi getur þú styrkt útgáfu blaðsins með því að gerast stofnfélagi í Frjálsri fjölmiðlun, stuðningsfélagi óháðrar blaðamennsku og Fréttatímans. Með framlagi sínu efla félagar ritstjórn Fréttatímans og færa blaðið til fleiri heimila.

Frjáls fjölmiðlun í almannaþjónustu er mikilvæg undirstaða heilbrigðs samfélags og nauðsynlegt mótvægi við þá fjölmiðla sem nú eru komnir í eigu sérhagsmunaaðila.