Kynning
Deila

Mikilvægt að hafa þarmaflóruna í toppstandi

Gló selur lífrænar heilsuvörur ásamt sérfæðisvörum og starfsfólk gefur leiðbeiningar og veitir ráðgjöf varðandi val á vörum.

Verslunin Gló, sem er í Fákafeni 11, býður upp á mikið úrval af ýmiskonar heilsusamlegum og lífrænum heilsuvörum ásamt sérfæðisvörum fyrir t.d. vegan og glútenlaust mataræði. Þar er hægt að fá ráðgjöf varðandi hvaða vörur henta og leiðbeiningar um hvernig best er að nota þær.

„Fólk getur fengið góða þjónustu og ráðgjöf hjá okkur. Við sem vinnum hérna í búðinni erum mjög vel að okkur og leggjum okkur fram um að þekkja vel þær vörur sem vil seljum,“ segir Gunndís Eva Baldursdóttir, starfsmaður Gló. Hún bendir á að það sé ekki síður mikilvægt að halda heimilinu heilbrigðu líkt og líkamanum, en í versluninni er meðal annars hægt að fá úrval af ilmkjarnaolíum, lífrænum hreinsiefnum og húðvörum sem eru bæði vegan og „cruelty free“.

Ef þarmaflóran er í ólagi er allt annað í ólagi líka, segir Gunndís, starfsmaður Gló. Mynd | Hari
Ef þarmaflóran er í ólagi er allt annað í ólagi líka, segir Gunndís, starfsmaður Gló. Mynd | Hari

Hvaða líkamlega heilsu varðar segir Gunndís einna mikilvægast að einblína á þarmaflóruna og heilbrigði hennar. „Ef þarmaflóran er ekki í lagi þá er allt annað í ólagi. Það er mikilvægt að hafa hana í toppstandi, annars geturðu sleppt öllu hinu.“

Auglýsing

Það eru nokkrar vörur sem hún mælir sérstaklega með fyrir fólk sem er að byrja að taka sig á og vill koma jafnvægi á þarmaflóruna eftir hátíðarnar.
„Ég myndi mæla með að GTF Chromium frá Wild Nutrition, sem inniheldur bæði andoxunarefni og króm og kemur jafnvægi á blóðsykurinn. Það er snilld þegar maður er að koma sér út úr smá sukki. Svo erum við með Botanical Caprylic Acid Plus sem eru fitusýrur sem taldar eru hafa hamlandi áhrif á vöxt candida sveppsins og græða meltingarveginn. Þurrkað aloe vera í hylkjum frá Kiki Health er frábær vara sem græðir meltingarveginn og stuðlar að reglulegri og góðri hægðalosun. Þetta eru vörur sem ég mæli með fyrir alla, ásamt B12 og D-vítamíni sem eru mjög mikilvæg vítamín fyrir fólk á þessum tíma árs.“ Þá segir hún fjölvítamín frá Wild Nutrition einnig mjög góðan grunn fyrir þá sem vilja taka sig á, á þessum tíma árs.

En Wild Nutrition framleiðir svokölluð „food-grown“ bætiefni sem þýðir að vítamínin og steinefnin eru bundin fæðu í vinnsluferlinu. Þannig eru efnin í hverju hylki í náttúrulegu samhengi við önnur næringarefni sem líkaminn þekkir. Í hverju hylki er að finna skammta af slíkum blöndum í þurrkuðu formi án allra auka- og fylliefna. Wild Nutrition línan samanstendur af fjölbreyttu úrvali vítamína, steinefna og vítamínblanda fyrir fólk með ólíkar þarfir á mismunandi æviskeiðum. Meðal vinsælustu Wild Nutrition varanna eru fjölvítamín fyrir karla og konur í mismunandi samsetningum fyrir ólíkan aldur, króm sem stuðlar að jafnari blóðsykri, magnesíum fyrir fjölbreytta heilsubót og D-vítamín sem marga Íslendinga skortir.

Gló selur fjölbreyttar heilsusamlegar og lífrænar vörur ásamt ýmiskonar sérfæðisvörum. Mynd | Hari
Gló selur fjölbreyttar heilsusamlegar og lífrænar vörur ásamt ýmiskonar sérfæðisvörum. Mynd | Hari

Gló býður einnig upp á gott úrval af próteini fyrir þá sem hreyfa sig mikið og vilja byggja upp vöðva. „Við erum bæði með mysu- og veganprótein, en töluvert meira úrval af mjólkurlausum próteinum sem eru með flottri uppbyggingu. Þau eru því engan veginn síðri en mjólkurpróteinin,“ útskýrir hún.

Gunndís mælir hiklaust með því að fólk fái sér chiagraut á morgnana í staðinn fyrir morgunkorn og hefji daginn uppfullt af orku. „Við veitum mjög góðar leiðbeiningar og aðstoð með það í versluninni. Gefum meðal annars uppskriftir af chiagrautum, ásamt því að selja tilbúinn chiagraut. Við erum með mjög góð chiafræ frá Purya ásamt ýmiskonar nærandi blöndum. Ég myndi mæla með því við fólk sem vill fara að gera sér almennilegan morgunmat.“

En verslunin er líka með góðar lausnir fyrir þá sem ekki hafa mikinn tíma og eru á ferðinni. „Við erum með frábæra tilbúna próteindrykki frá Orgain sem eru mjög bragðgóðir og innihalda vegan prótein. Drykkirnir eru alveg mjólkurlausir og það eru 16 grömm af próteini í einni flösku. Hér er líka hægt að fá ýmiss konar næringarstykki og handhægar máltíðir.“

Unnið í samstarfi við Gló

Ef þú telur að Fréttatíminn eigi erindi getur þú styrkt útgáfu blaðsins með því að gerast stofnfélagi í Frjálsri fjölmiðlun, stuðningsfélagi óháðrar blaðamennsku og Fréttatímans. Með framlagi sínu efla félagar ritstjórn Fréttatímans og færa blaðið til fleiri heimila.

Frjáls fjölmiðlun í almannaþjónustu er mikilvæg undirstaða heilbrigðs samfélags og nauðsynlegt mótvægi við þá fjölmiðla sem nú eru komnir í eigu sérhagsmunaaðila.