Kynning
Deila

Mundu mig og ég man þig, hið gleymda næringarefni

Kísill er lífsnauðsynlegt steinefni og hefur oft verið kallað hið gleymda næringarefni.

Fyrirtækið geoSilica Iceland ehf. var stofnað árið 2012 af Fidu Abu Libdeh og Burkna Pálssyni og hefur það að markmiði að framleiða hágæða kísilríkar heilsuvörur, úr jarðhitavatni jarðvarmavirkjana á Íslandi, til að stuðla að bættri heilsu. Fida og Burkni fengu hugmyndina út frá lokaverkefnum sínum í orku- og umhverfisfræði við Háskóla Íslands og hafa nú þegar fengið fjölda viðurkenninga fyrir þróunarstarf sitt.

Í lok árs 2014 kom á markað fyrsta varan frá geoSilica en það er hágæða 100% náttúrulegt íslenskt kísilsteinefni í vökvaformi, tilbúið til inntöku.
„Náttúrulæknar og heilsusérfræðingar mæla almennt með því að þeir sem taka steinefni í töfluformi skipti reglulega um framleiðendur þar sem þeir notast oft við ýmisleg aukaefni sem geta safnast upp í líkamanum og því gott að skipta milli framleiðenda reglulega til að koma í veg fyrir slíkt. Annað gildir um steinefni sem eru í vökvaformi til inntöku,“ segir Fida sem er framkvæmdastýra fyrirtækisins og margverðlaunaður frumkvöðull.
„Nú er ég ekki búin að skoða alla aðra framleiðendur til hlítar en við hjá geoSilica notumst ekki við nein aukaefni, hvorki í framleiðsluferli eða í lokaafurð og því er alveg öruggt að taka íslensk kísilsteinefni geoSilica allt árið í kring.“

Fida Abu Libdeh, framkvæmdastýra geoSilica, segir að í vörum fyrirtækisins séu ekki nein aukaefni. geoSilica framleiðir hágæða kísilríkar heilsuvörur úr jarðhitavatni jarðvarmavirkjana á Íslandi.
Fida Abu Libdeh, framkvæmdastýra geoSilica, segir að í vörum fyrirtækisins séu ekki nein aukaefni. geoSilica framleiðir hágæða kísilríkar heilsuvörur úr jarðhitavatni jarðvarmavirkjana á Íslandi.

Kísillinn er eitt algengasta steinefni jarðar og rannsóknir hafa sýnt að fólk er ekki að fá nægilega mikið af þessu mikilvæga steinefni úr fæðunni, sérstaklega ekki konur. „Því mæla sérfræðingar með aukinni inntöku kísils með kísilfæðubótarefnum, sérstaklega í ljósi þess að kísilupptaka líkamans minnkar með aldrinum,“ segir Fida. Hún segir kísilinn hafa margþætt áhrif. „Kísillinn styrkir allan bandvef og stuðlar að skilvirkari myndun kollagens í líkamanum. Hann styrkir því húð og spilar mikilvægt hlutverk í steinefnabúskap beina. Hann styrkir einnig neglur og hár og getur minnkað hárlos. Reynslan hefur sýnt að þessi áhrif koma fram á fyrsta mánuði sem fólk tekur kísilsteinefnið okkar. Við höfum einnig heyrt frá mjög mörgum sem hafa fengið töluverða bót á gigtarverkjum. Síðast en ekki síst þá eru margar rannsóknir sem benda á að sterkt samband milli kísilinntöku og aukinnar beinþéttni og þá sérstaklega hjá eldri konum.“

Auglýsing

floskur_kassi_1609

Íslenska kísilsteinefnið frá geoSilica hefur slegið í gegn á Íslandi þrátt fyrir ungan aldur fyrirtækisins. „Við erum í flestum apótekum og heilsuverslunum en einnig í Hagkaupum, Nettó og Fjarðarkaupum. Margir ferðamenn eru hrifnir af vörunni og við erum því líka í Duty Free og Jarðhitasýningu ON við Hellisheiðarvirkjun þar sem hráefnaframleiðsla fer fram. Við erum einnig með eigin vefverslun inn á geosilica.is og erum komin með samninga og byrjuð að selja í Bandaríkjunum.“

Fida skýrir þessar vinsældir með því hversu einstök varan sé. „Við erum að framleiða 100% náttúrulegan íslenskan jarðhitakísil úr jarðhitavatninu frá Hellisheiðarvirkjun. Þetta er algjör nýjung og engin sambærileg vara til á heimsvísu. Lítil selta jarðhitavökvans á svæðinu tryggir mjög litla kornastærð kísilsins sem bætir upptöku hans í líkamanum og þess vegna finnur fólk almennt fyrir áhrifum strax á fyrstu flösku.“

Unnið í samstarfi við geoSilica

Ef þú telur að Fréttatíminn eigi erindi getur þú styrkt útgáfu blaðsins með því að gerast stofnfélagi í Frjálsri fjölmiðlun, stuðningsfélagi óháðrar blaðamennsku og Fréttatímans. Með framlagi sínu efla félagar ritstjórn Fréttatímans og færa blaðið til fleiri heimila.

Frjáls fjölmiðlun í almannaþjónustu er mikilvæg undirstaða heilbrigðs samfélags og nauðsynlegt mótvægi við þá fjölmiðla sem nú eru komnir í eigu sérhagsmunaaðila.