Námstíminn

Of gaman til að fara í frímínútur

Skólasetning Við ­Hússtjórnarskólann í Reykjavík er 9. janúar 2017 klukkan 08.30 og að henni lokinni hefst skólinn. Enn eru nokkur laus pláss á vorönn. ­Margrét Dórothea Sigfúsdóttir skólastýra er full tilhlökkunar. Nemendur skólans munu á einni önn læra að elda, prjóna, sauma, þrífa og allt milli himins og jarðar. Stærstur hluti nemenda er ungar konur en einstaka karlmaður slæðist þangað inn.

Hélt að ég myndi aldrei geta neitt

Eftir að fara í gegnum ­Hringsjá dúxaði hún á stúdentsprófi og er nú á leið í krefjandi háskólanám. Fanney segir hér sögu sína. „Ég var alltaf lasin þegar ég var unglingur og mætti illa í skólann. Enginn fann neina ástæðu, ég var bara alltaf þreytt og illa upplögð. Þegar kom að því að fara í framhaldsskóla var ég harðákveðin í að standa mig vel enda vissi ég að þar var ekki sami slaki og grunnskólinn býður upp á, í framhaldsskólanum verður þú að mæta, annars fellurðu bara. Ég byrjaði vel en gekk alveg fram af mér í skólanum og fékk í kjölfarið mitt fyrsta MS kast og flosnaði upp úr skóla sem var töluvert áfall. Ég var sautján ára og missti þennan hvata sem allt ungt fólk á að hafa. ­Eftir eitt slæmt MS kast fór ég á ­Reykjalund til að ná upp þrótti. Þar hitti ég sálfræðing sem þekkti vel til í Hringsjá og spurði hvort ég væri til í að prófa svoleiðis skóla. Ég hélt ekki, viss um að ég hefði ekki orku eða getu til að mæta neinsstaðar. En hann hvatti mig áfram og ég ákvað að prófa. Og nýr heimur opnaðist,“ segir Fanney Viktoría Kristjánsdóttir.