Deila

Nýr skátahöfðingi segir frá

Hin 23 ára gamla Marta Magnúsdóttir var nýlega kjörin skátahöfðingi Bandalags íslenskra skáta, eftir miklar breytingar innan skátahreyfingarinnar. Marta, sem er yngsta manneskjan til þess að gegna þessu embætti frá upphafi, tekur við því af fullum krafti. Marta deilir með Fréttatímanum tíu bestu áskorunum skátahreyfingarinnar.

Fara utan á skátamót

Sofa undir berum himni

Að skipuleggja viðburði og útilegur

Auglýsing

Að læra að treysta á sjálfan sig og jafningja sína

Hrinda eigin hugmyndum í framkvæmd

Víkka sjóndeildarhringinn og eignast vini frá öllum heimshornum

Gefa tíma sinn í að hjálpa öðrum með gleði og ánægju

Búa í tjaldbúð með jafnöldrum í 5 daga og þurfa að sjá um allt sjálf

Upplifa í sífellu ný ævintýri

Að sofa í tjaldi/snjóhúsi um hávetur

 

Ef þú telur að Fréttatíminn eigi erindi getur þú styrkt útgáfu blaðsins með því að gerast stofnfélagi í Frjálsri fjölmiðlun, stuðningsfélagi óháðrar blaðamennsku og Fréttatímans. Með framlagi sínu efla félagar ritstjórn Fréttatímans og færa blaðið til fleiri heimila.

Frjáls fjölmiðlun í almannaþjónustu er mikilvæg undirstaða heilbrigðs samfélags og nauðsynlegt mótvægi við þá fjölmiðla sem nú eru komnir í eigu sérhagsmunaaðila.