Kynning
Deila

Of gaman til að fara í frímínútur

Vorönn við Hússtjórnarskólann í Reykjavík hefst 9. janúar 2017 og enn eru nokkur pláss laus.

Skólasetning Við ­Hússtjórnarskólann í Reykjavík er 9. janúar 2017 klukkan 08.30 og að henni lokinni hefst skólinn. Enn eru nokkur laus pláss á vorönn. ­Margrét Dórothea Sigfúsdóttir skólastýra er full tilhlökkunar. Nemendur skólans munu á einni önn læra að elda, prjóna, sauma, þrífa og allt milli himins og jarðar. Stærstur hluti nemenda er ungar konur en einstaka karlmaður slæðist þangað inn.

Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans í Reykjavík, segir námið í skólanum fjölbreytt og skemmtilegt og mikil vinátta myndist meðal nemenda Mynd | Rut
Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans í Reykjavík, segir námið í skólanum fjölbreytt og skemmtilegt og mikil vinátta myndist meðal nemenda Mynd | Rut

„Nemendurnir eru fólk sem langar að læra að elda, prjóna, geta saumað á sig flíkur og geta rekið heimili,“ segir Margrét sem hefur stýrt skólanum í 18 ár. Flestir nemendur koma beint eftir stúdentspróf og eru á aldrinum 18 til 26 ára. Aðspurð segir hún að ungt fólk í dag virðist kunna minna til verka inn á heimilinu en áður og því sé full þörf á því námi sem skólinn býður upp á. „Sumir hafa varla séð straujárn,“ segir hún kímin á svip. Hvernig á að strauja og hugsa um föt er eitt af því sem kennt er við skólann, en námið er fjölbreytt og skemmtilegt.
„Mér finnst skemmtilegast að komast í eldhúsið að kenna og miðla. Það er líka svo gaman að vera með þessu unga fólki,“ segir Margrét. Í skólanum er kennt hvernig á að elda frá grunni og hvernig á að útbúa hefðbundinn íslenskan heimilismat, til dæmis hvernig á að steikja fisk, búa til fiskibollur, steikja hrygg og annað í þeim dúr. Auk þess sem ráðist er í sláturgerð og sultugerð.

24471, Margrét Dórothea Sigfúsdóttir, husstjornarskolinn, skolastyra, utsaumur, saumur, sauma, saumo 24471, Margrét Dórothea Sigfúsdóttir, husstjornarskolinn, skolastyra, utsaumur, saumur, sauma, saumo

Nemendahópnum er skipt í tvo hluta og annar hópurinn er í eldhúsinu en hinn fer í handavinnu og er þar í útsaumi, fatasaumi og ræstingu. „Við kennum í einni lotu á daginn og oftast finnst öllum svo gaman að vinna að frímínútum er gjarnan sleppt.“

Auglýsing

24471, Margrét Dórothea Sigfúsdóttir, husstjornarskolinn, skolastyra, utsaumur, saumur, sauma, saumo

Á miðri önn skipta hóparnir ­aftur. Prjón og vefnaður er á dagskrá alla önnina fyrir báða hópana auk þess sem ýmislegt annað er kennt, til dæmis næringarfræði og vörufræði. „Við kennum ýmislegt smálegt sem auðveldar manni lífið, til dæmis hvernig hægt er að láta flíkur og húsgögn endast með réttri umhirðu, hvernig á að ná fitublettum úr fötum, hvernig á að umgangast þvottavélarnar svo það komi ekki fýla af fötunum og hvernig á að nota þurrkara, svo dæmi séu nefnd. Þrif eru eitt af því sem við kennum mjög vel og það kemur mörgum til dæmis á óvart að gömlu vaskarnir í skólanum líta allir út eins og þeir séu nýir,“ segir Margrét.
Stór hluti nemenda kýs að dvelja á heimavist skólans á meðan önnin stendur yfir, en oftast eru það nemendur sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. „Krakkar sem búa í úthverfunum velja líka að vera á heimavistinni, enda er það svo gaman. Þar myndast mikil vinátta og allir sitja saman í klessu á kvöldin og prjóna saman yfir ­sjónvarpinu. Þetta eru fullorðnar stelpur og aldrei neitt vesen á þeim.

24471, Margrét Dórothea Sigfúsdóttir, husstjornarskolinn, skolastyra, utsaumur, saumur, sauma, saumo

Þegar önninni lýkur þá eru oftast felld tár, faðmast og teknar myndir til að minnast góðra stunda.“ Eins og áður sagði eru enn nokkur pláss laus og um að gera fyrir þá sem áhuga hafa á því fjölbreytta námi sem fer fram í Hússtjórnarskólanum að grípa gæsina.

Allar upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu skólans ­Hússtjórnarskolinn.is eða í síma 551 1578.

Unnið í samstarfi við Hússtjórnarskólann í Reykjavík.

Ef þú telur að Fréttatíminn eigi erindi getur þú styrkt útgáfu blaðsins með því að gerast stofnfélagi í Frjálsri fjölmiðlun, stuðningsfélagi óháðrar blaðamennsku og Fréttatímans. Með framlagi sínu efla félagar ritstjórn Fréttatímans og færa blaðið til fleiri heimila.

Frjáls fjölmiðlun í almannaþjónustu er mikilvæg undirstaða heilbrigðs samfélags og nauðsynlegt mótvægi við þá fjölmiðla sem nú eru komnir í eigu sérhagsmunaaðila.