Raddir

Eyðilegging heilbrigðisþjónustu

Fyrir um tuttugu og fimm árum vorum við kynnt fyrir hugtakinu kostnaðarvitund sjúklinga. Þetta var í fæðingarhríðum nýfrjálshyggjunnar innan fyrstu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, þeirri sem hann myndaði með Alþýðuflokki Jóns Baldvin Hannibalssonar.

Ónýt regnhlíf

Stórkostlegasta sveiflan í hollensku þingkosningunum var hrun Verkamannaflokksins, stóra sósíaldemókratíska flokksins sem mótaði hollenskt samfélag fremur en aðrir flokkar á eftirstríðsárunum. Verkamannaflokkurinn naut um þriðjungs fylgis lengst af seinni hluta síðustu aldar. Á miðvikudaginn féll flokkurinn hins vegar úr 25 prósent í aðeins 5,7 prósent, akkúrat það sama og Samfylkingin fékk í síðustu kosningum. Þetta hrun Verkamannaflokksins slær út vesturevrópskt met Samfylkingarinnar frá kosningunum 2013 þegar flokkurinn fór úr 29,8 prósent fylgi í 12,9 prósent.

Smjörklípuþjóðin

Stundum finnst manni tíma Alþingis varið í óttaleg smámál sem gera þingmennina stóra í augum einhverra kverúlanta úti í bæ sem í staðinn hafa látið sig hafa það að sleikja frímerki á kosningapóstinn. Hvernig geta margir þingmenn talað kafrjóðir í framan af æsingi og af sjaldgæfum eldmóði um hvort það eigi að selja áfengi í búðum og ef ekki, þvílík frelsisskerðing það sé?  Það er ekki verið að elta ólar við raunverulega þræla sem eru látnir halla sér eftir 18 tíma vinnudag í aflóga verksmiðjum eða heilsuspillandi iðnaðarhúsnæði. Og það er ekki verið að ræða frelsisskerðingu þeirra barna sem eru á götunni ásamt foreldrum sínum af því ekkert húsnæði stendur til boða, eða sjúklinga sem sofa í kaffistofum eða bílageymslum Landspítalans, af því ekki var rúm fyrir þá „í gistiheimilinu.“

Frjáls Fjölmiðlun styrkist

Markmið Frjálsrar fjölmiðlunar, samtaka til stuðnings frjálsrar og óháðrar blaðamennsku, verður fyrst um sinn að efla ritstjórn Fréttatímans. Ef vel til tekst við uppbyggingu samtakanna munu þau í framtíðinni styðja við bakið á fleiri ritstjórnum og veita öðrum verkefnum brautargengi.

Aukin atvinnuþátttaka en líka aukin sjálfsmorðstíðni

Eftir andstöðu Öryrkjabandalagsins dró síðasta ríkisstjórn til baka fyrirætlanir sínar um að koma hér á fót starfsgetumati öryrkja, svo aðrir en læknar gætu metið hvort þeir ættu rétt á örorkubótum. Starfsgetumatið er í stefnuskrá núverandi ríkisstjórnar, enda hefur það verið vilji samtaka fyrirtækjaeigenda um langan tíma. Steindór J. Erlingsson, öryrki og vísindasagnfræðingur, fjallar hér um reynslu annarra þjóða af starfsgetumati og atvinnuþátttöku öryrkja.

Vandi hinna fátæku

I, Daniel Blake, kvikmynd Ken Loach, er ekki aðeins merkilegt bíó heldur sterkt innlegg inn í samfélagsumræðuna. Myndin er byggð á samtölum við fólk hefur verið vísað á milli örorkumats og starfsgetumats í Englandi, fólk sem læknar segja að séu óvinnufært en félagsmálayfirvöld vilja sanna að hafi næga starfsgetu til að sækja um störf. Störf sem eru ekki til. Í mörgum tilfellum er niðurstaðan sú að fólk fær engar bætur, hvorki örorkubætur né atvinnuleysisbætur.

Týnda kerfið

Það er mikil húsnæðisekla í Reykjavík og nágrenni. Áætlað er að það vanti yfir fimm þúsund íbúðir til að anna eftirspurn. Á meðan það ástand varir spennist verðið upp. Fólk sem hefur átt í erfiðleikum með að spara fyrir útborgun fyrir sinni fyrstu íbúð á enn erfiðara með að kaupa í dag en í fyrra.

Eigum við að ræða það sem mestu skiptir?

Auðvitað er það gaman fyrir nýja þingmenn að setjast í fyrsta skipti á þing. Þetta starf er þrungið sögu og merkingu, væntingum og tilgangi. Segja má að hver nýr þingmaður sé óléttur af glæstum ókomnum stjórnmálaferli. Hann gengur reyndar með tvíbura, því í maga hans bíður líka stuttur og mislukkaður ferill, jafnvel skammarlegur. En fyrstu dagarnir á þingi eru hveitibrauðsdagar og fyrsta ræðan jómfrúrræða; nafngiftir sem vísa til þess að verið sé að leiða þingmanninn inn í hjónaband með starfinu, kannski þjóðinni. Það er því ekki að undra þótt margur nýr þingmaður sé dálítið hátt uppi og dálítið fullur af sjálfum sér. Það er bara sætt.

Hann hét Helgi og var Ingjaldsson

Frásagnir af Kópavogshæli segja okkur hversu ómannúðlegt samfélag okkar er. Áður höfðum við heyrt af illum aðbúnaði barna og ungmenna á upptökuheimilum, misþyrmingum á þeim og hvernig þau voru niðurlægð og smáð. Við höfum heyrt af illri meðferð heyrnarlausra, nemenda í Landakotsskóla og munaðarleysingja.

Ójöfnuður er samfélagslegt eitur

Í rannsóknum sínum á aflvökum sögunnar hefur rússnesk bandaríski sagnfræðingurinn Peter Turchin viðað að sér upplýsingum um flest það sem tengist mannfélaginu í von um að geta greint hvert sagan stefnir og hvað rekur hana áfram. Úr þessum rannsóknum hefur orðið til ný fræðigrein, sagnfræðileg aflfræði eða cliodynamics, stærðfræðileg úrvinnsla og tölfræðigreining sagnfræðilegra gagna. Turchin komst í fréttir nýlega þegar rifjað var upp að hann hafði greint frá því fyrir nokkrum árum að miðað við hversu mikið ójöfnuður hefði aukist í Bandaríkjunum og almenn velsæld hrörnað mætti gera ráð fyrir borgarastyrjöld þar einhvern tímann á næsta áratug. Þetta er ekki spá, sagði Turchin, heldur einfaldlega vísindaleg ályktun af þeim gögnum sem liggja fyrir.

Fjölmiðlar í almannaþjónustu eða sérhagsmuna

Frá því ég byrjaði í blaðamennsku hef ég unnið á ritstjórnum blaða sem hafa verið í eigu allskyns fyrirbrigða. Ég vann á blöðum í eigu bæði Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins, blöðum í eigu eins manns eða starfsfólks, vina og vandamanna, blöðum í eigu nokkurra fjársterkra aðila og fyrrum fjársterkra manna sem fóru á hausinn. Einu sinni tók ég þátt í því að koma víðtækum fjölmiðlarekstri 365 á almennan hlutabréfamarkað.

Veröldin úr lofti

Þau komu og fóru eins og venjulega, jól og áramót, sá tími ársins þegar kaupmenn keppast sem mest um athygli neytenda. Gylliboðin voru af ýmsu tagi og veski landsmanna fóru á loft, kreditkortum var sveiflað eins og enginn væri morgundagurinn. Samt vitum við öll að morgundagurinn kemur og kortafyrirtækin gleyma engu. Það kemur að skuldadögum.

Hrósað fyrir það eitt að vera vinir mínir

„Fólk er að hrósa vinum mínum fyrir að vera vinir mínir en það lítur enginn á það þannig að ég get verið til staðar fyrir vini mína og gert þeim greiða. Það er ekki verið að hrósa vinum mínum fyrir eitthvað sem þau gerðu fyrir mig það er verið að hrósa þeim fyrir eitt að vilja vera vinir mínir þrátt fyrir að ég sé svona,“ segir Inga Björk Bjarnadóttir sem deildi nýlega á samfélagsmiðlinum Twitter hversu margslungnir fötlunarfordómar geta verið.

Má bjóða þér mannúð eða fasisma?

„Mr Prime Minister, what can you tell me about a company called Wintris?“ Líklega er þetta setning ársins 2016 á Íslandi. Spurningin gerði Sigmund Davíð Gunnlaugsson klumsa og velti honum af stóli forsætisráðherra, hrakti hann út í langdregið pólitískt dauðastríð sem enn stendur.

Uppskriftin að jólum

Já ég vildi að alla daga væru jól Þá gætu allir dansað og sungið jólalag Já ég vildi að jólin kæmu strax í dag látið klukkur hringja inn jólin

Áhugalaus stjórn

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hefur nú skipað sérfræðingahóp úr ráðuneytunum til að greina hættuna af síhækkandi gengi krónunnar. Vonum seinna. Allt þetta ár og einkum frá liðnu vori hafa allar viðvörunarbjöllur klingt. Síðustu mánuði hafa allir lúðrar pípt vegna krónunnar. Það var þó ekki fyrr en núna í vikunni sem ríkisstjórnin ákvað að skipa nefnd.

Ást sem kviknar í desember

„Við vorum að vinna saman á veitingastað í miðbænum. Ég var að flytja til New York og vildi ná mér í smá auka pening í einn mánuð. Við höfðum verið að spjalla saman á Facebook-spjallinu og vorum bæði svolítið bjórþyrst þann mánuðinn. Ákváðum því að fá okkur bjór saman sem vinir og það endaði í massa sleik,“ segir Klara Arnalds um hvernig hún kynntist barnsföður sínum, Fidda.

Annarleg pólitík

Karlmaður sem kom hingað í annarlegum tilgangi, og ætlaði að lifa sældarlífi á kostnað skattgreiðenda í nokkra mánuði og njóta góðs af heilbrigðiskerfinu, endaði með því að bera eld að fötum sínum í yfirfullu gistiskýli Útlendingastofnunar með þeim afleiðingum að hann beið bana af sárum sínum.

Misnotkun á fólki

Öllum umtalsverðum samfélagsumbreytingum fylgir misnotkun á fólki. Þegar vinnufólk flúði sveitirnar í von um bætt kjör bjó það við ömurlegar aðstæður í bæjum og þorpum og vann myrkranna á milli fyrir lúsarlaun. Þeir vinnumenn sem fengu pláss á bátum eða togurum voru látnir vinna dögum saman við óbærilegar aðstæður. Verkafólk og sjómenn þurftu að heyja langa og stranga baráttu áður en það gat fengið réttlátari skerf af arði vinnu sinnar.