Kynning
Deila

SAFAR SEM HREINSA

Beutelsbacher býður upp á 15 mismunandi grænmetis- og ávaxtasafa sem margir hverjir eru sérlega gagnlegir í hreinsun líkamans.

Oft er mikið álag á líkamanum, ónæmiskerfinu og meltingarkerfinu – sérstaklega eftir þá miklu matarveislutíð sem nýafstaðin er. Til þess að aðstoða líkamann við að losa sig við óæskileg eiturefni og bjúg, er auk holls mataræðis gagnlegt að innbyrða grænmetis- og ávaxtasafa sem búnir eru þekktum heilsubætandi eiginleikum. En það er ekki sama hvernig safar það eru. Best er að drekka lífræna, kaldpressaða safa sem ekki innihalda neinn viðbættan sykur og ekki eru búnir til úr þykkni. Beutelsbacher býður upp á 15 mismunandi grænmetis- og ávaxtasafa sem margir hverjir eru sérlega gagnlegir í hreinsun líkamans.

Demeter er hæsti ­gæðastimpill sem til er á lífrænum vörum
Beutelsbacher safarnir eru allir 100% lífrænir og fjölmargir þeirra eru einnig með „demeter“ vottun. Demeter er vottun fyrir lífaflsræktun (biodynamic agriculture) og er hæsti gæðastimpill sem til er á lífrænum vörum. Hún nær út fyrir hefðbundnar reglugerðir um lífræna ræktun. Lífaflsræktun er heildræn nálgun til landbúnaðar sem grundvallast á heildarsýn sem nær yfir vistfræðilega, hagfræðilega og félagslega þætti landbúnaðarframleiðslu.

innnes_beutelsbacher-14

Næringin varðveitt ­og náttúran vernduð
Vel er vandað til framleiðslu á Beutelsbacher söfum með eins fáum framleiðslustigum og kostur er til þess að halda í sem mesta næringu úr hráefninu. Engin rotvarnarefni, ensím eða önnur aukefni eru notuð við framleiðslu safanna og eru þeir allir settir á vistvænar, endurnýtanlegar ­glerflöskur. Í öllu framleiðsluferlinu er áhersla lögð á orkusparnað og notkun endurvinnanlegra efna. Keppikefli þeirra er að gæta ­umhverfisins og þau auka ­frjósemi jarðvegsins með skiptiræktun, grænum áburði og rotmassa. Lífaflsræktun í landbúnaði hefur mjög góð áhrif á jarðveginn, vatnið og umhverfið allt. Með þessari ábyrgðarkennd fyrir heilbrigðri náttúru, betri lífsskilyrðum og hágæðavörum, vonast Beutelsbacher til þess að stækka hóp þeirra sem velja ­vörur út frá heildaráhrifum þeirra á menn, ­umhverfi og samfélag.

Auglýsing


innnes_beutelsbacher-9_raudrofa_storRauðrófusafi  

Rauðrófusafi er þekktur fyrir hreinsandi áhrif sín á blóð, ristil og meltingu. Safinn hefur reynst vel fyrir konur sem þjást af fyrirtíðarspennu. Hann er líka talinn góður við hinum ýmsu kvillum eins og þvagblöðruvandamálum og nýrna- og gallsteinum. Hann veitir náttúrulega hreinsun á einfaldan en jafnframt öflugan hátt. 1-2 glös á fastandi maga er nóg til að bæta og styrkja hreinsikerfið til muna. Rauðrófusafinn er hollur orkudrykkur og einstaklega góður fyrir þá sem þurfa langvarandi jafna orku, t.d. hlaupara og íþróttafólk. Rauðrófusafinn frá Beutelsbacher er mjólkursýrður safi sem er ferskpressaður úr nýuppteknum lífrænt ræktuðum demeter rauðrófum. Mjólkursýring hjálpar til við að mynda örverur sem valda náttúrulegri gerjun og mynda L+ mjólkursýrugerla sem hafa verulega góð áhrif á líkamann. Fyrir þá sem vilja bragðbæta rauðrófusafann er tilvalið að blanda honum saman við lífrænan eplasafa. innnes_beutelsbacher-1_raudrofusafi


innnes_beutelsbacher-11_tronuberjaTrönuberjasafi

Trönuber eru vel þekkt fyrir heilsubætandi eiginleika og eru hvað þekktust fyrir að vera góð vörn gegn blöðrubólgu. Þau koma í veg fyrir að bakteríur festi sig við þvagblöðruvegginn og komi af stað bólgum og þvagfærasýkingu. Því er trönuberjasafi eitt af helstu náttúrulækningameðulum gegn blöðrubólgu og öðrum þvagfærasýkingum. Að auki er trönuberjasafi stútfullur af andoxunarefnum og styrkir ónæmiskerfið með því að hjálpa til við að hreinsa út eiturefni sem safnast fyrir í líkamanum. Trönuber eru frekar súr og bitur og því er Beutelsbacher trönuberjasafinn sætaður með frúktósa úr vínberjum og agaveþykkni. Safinn er demeter vottaður og 100% lífrænn, hann inniheldur engin rotvarnarefni, litarefni, sætuefni eða erfðabreytt efni. Til að fyrirbyggja þvagfærasýkingu er mælt með að drekka a.m.k. eitt glas á dag. innnes_beutelsbacher-16


innnes_beutelsbacher-21_sitronu_storSítrónusafi

Volgt sítrónuvatn á morgnana kemur meltingunni af stað fyrir daginn. Sítrónuvatn skolar út óæskilegum efnum og eiturefnum úr líkamanum. Það fær lifrina okkar til að framleiða gall sem er sýra sem meltingin okkar þarf á að halda. Sítrónur eru einnig háar í steinefnum og vítamínum og því er glas af heitu sítrónuvatni frábær byrjun á degi hverjum. Til þess að vera viss um að sítrónuvatnið þitt hafi þessa gagnlegu eiginleika er mikilvægt að tryggja að leifar af skaðlegum aukefnum séu ekki að finna á sítrónunni. Beutelsbacher sítrónusafinn er 100% hreinn safi kaldpressaður úr demeter sítrónum. Auðvelt er að setja 1-2 msk út í volgt vatn og drekka á tóman maga strax í morgunsárið.innnes_beutelsbacher-7_sitronusafi


innnes_beutelsbacher-13_eplaedik_storEplaedik

Eplaedik hefur löngum verið þekkt fyrir góð áhrif á meltingu, brjóstsviða og aukna slímmyndun í líkamanum. Það gerir líkamann basískari og hjálpar til við hreinsun líkamans ásamt því að vera náttúrulega vatnslosandi. Eplaedikið frá Beutelsbacher er ekki hitameðhöndlað og er því náttúrulega skýjað. Það er dregið úr ógerjuðum eplasafa sem pressaður hefur verið úr ferskum demeter eplum. Eplaedikið er kaldunnið til þess að varðveita mikilvæg næringarefni. Prófið að byrja daginn á vatnsglasi með 2 msk af eplaediki og finnið áhrifin. innnes_beutelsbacher-14


innnes_beutelsbacher-18_logo innnes_beutelsbacher-16

Unnið í samstarfi við Innnes

Ef þú telur að Fréttatíminn eigi erindi getur þú styrkt útgáfu blaðsins með því að gerast stofnfélagi í Frjálsri fjölmiðlun, stuðningsfélagi óháðrar blaðamennsku og Fréttatímans. Með framlagi sínu efla félagar ritstjórn Fréttatímans og færa blaðið til fleiri heimila.

Frjáls fjölmiðlun í almannaþjónustu er mikilvæg undirstaða heilbrigðs samfélags og nauðsynlegt mótvægi við þá fjölmiðla sem nú eru komnir í eigu sérhagsmunaaðila.