Samtíminn

Blæddi næstum út eftir keisaraskurð

„Ég er akkúrat að gefa honum að drekka,“ segir Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur glöð í bragði um leið og hún opnar fyrir blaðamanni og býður inn. Í fanginu er hún með hinn sjö vikna Benjamín Leó sem kippir sér lítið upp við gestinn og sýgur brjóst móður sinnar af mikilli áfergju.

Frumleg frásagnaraðferð í Borgarleikhúsinu

Laugardaginn 25 mars verður sýningin Aftur-á-Bak frumsýnd í Borgarleikhúsinu að sænskri fyrirmynd. En sýningin miðar að því að uppfræða áhorfanda á frumlegan hátt um það sem hælisleitendur lenda í við komuna til Svíþjóðar. Sýningin er frumleg að mörgu leyti, þar á meðal vegna þess að hún notar tæknina á nýjan máta. Áhorfendur fá að til að mynda sýndarveruleika gleraugu þar sem þeir geta fylgst með viðtölum og frásögnum fólks sem sótt hafa um hæli í Svíþjóð, frásagnir lögfræðinga, þýðenda og starfsfólks útlendingastofnunar. Sýningin segir sögu hins sýrlenska Marwan Arkawi sem flúði frá Sýrlandi og sótti um hæli í Svíþjóð. Marwan veitir áhorfendum innsýn inn í veröld innflytjenda og hælisleitenda með því að segja frá eigin samskiptum við útlendingastofnun. Einungis 18 áhorfendur eru á hverri sýningu sem gerir verkið enn persónulegra og magnar upplifun áhorfandans. Sýningin gefur áhorfanda innsýn inn í margslungnar, ólíkar vistarverur hælisleitandans og gefur fólki örlitla innsýn inn í veröld þeirra sem verða að flýja heimkynni sín og sækja um dvöl í nýju landi.

Innflytjandinn: Guð er svört kona

„Pabbi átti gítar þegar ég var tíu ára en einhverra hluta vegna mátti ég ekki spila á hann. Svo lánaði hann frænda mínum gítarinn og hann braut hann. Þá varð ég alveg ákveðin í að kaupa mér einn daginn minn eigin rafmagnsgítar, sem ég gerði þegar ég var fjórtán ára,“ segir tónlistarkonan og hönnuðurinn Yara Polana sem hefur búið hér á landi í næstum fimm ár. „Þegar ég var búin að æfa mig dálítið á gítarinn stofnaði ég metalband með vinum mínum, sem voru samt dálítið efins af því að ég var stelpa. En svo heyrðu þeir mig spila og ákváðu að það væri í lagi.“

Parísarhjól við Hallgrímskirkju og risa sprellikarl í Breiðholti

Hugmyndasöfnun meðal borgarbúa vegna nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í Reykjavík lýkur í dag, föstudag. En allir borgarbúar gátu sent eins margar hugmyndir og þeir vildu inn á síðuna Hverfið mitt undir Betri Reykjavík á vegum Reykjavíkurborgar. Hugmyndirnar eru margar hverjar mjög frumlegar og skemmtilegar, sumar kannski frekar óraunhæfar, en það er aldrei að vita hvað gerist. Á næstunni gefst borgarbúum nefnilega kostur á að kjósa um hugmyndirnar og einhverjar þeirra verða að veruleika. Borgin hefur staðið fyrir þessu verkefni síðustu ár og margt skemmtilegt hefur komið út úr því.

Pólskar konur berjast fyrir lífi sínu

Þegar stærsti flokkurinn á pólska þinginu og kaþólska kirkjan voru í þann mund að setja blátt bann við fóstureyðingum í Póllandi risu konur upp um allan heim og mótmæltu. Justyna Grosel, grafískur hönnuður, er ein þeirra kvenna sem skipulögðu Black Monday mótmælin í Reykjavík 3. október á síðasta ári. En Feisbúkkgrúppa pólskra kvenna, búandi á hérlendis, kveikti umræðuna sem endaði í mótmælum úti á götu.

Vildi kynnast sjálfri sér betur

Rúrí Sigríðardóttir Kommata á íslenska móður og grískan föður. Hún ólst því upp í Grikklandi, nálægt fjallinu Parnassos sem að sögn Rúríar er þekkt fyrir hæfileikaríkar konur úr grískri goðafræði. Rúrí lærði stjórnmálafræði við grískan háskóla og ákvað 12 ára að verða sendiherra, eða þegar hún kom fyrst til Íslands. Við fyrstu komu til Íslands fann hún strax mikla tengingu við krakkana á Íslandi, en hún var að eigin sögn mikil strákastelpa. „Ég lék bara við stráka og spilaði fótbolta en stelpurnar í Grikklandi voru ekki þannig. Og allt í einu fattaði ég, vá ég er líka íslensk.“ Rúrí flutti svo til Íslands árið 2013, einungis fimm dögum eftir að hún kláraði síðasta prófið í BA náminu. „Ég vildi prófa að búa á Íslandi og vildi kynnast sjálfri mér betur.“

Tryllt að smyrja beikon með BBQ-sósu

Þröstur Sigurðsson er sérlegur áhugamaður beikon, hnetusmjör og BBQ-sósu, sem hann segir hina fullkomnu samsetningu. Þann boðskap breiðir hann út á bloggsíðu sinni toddibrasar.com, sem hann hefur haldið úti frá árinu 2012, en hún hefur þroskast og dafnað með árunum, líkt og bragðlaukar eigandans.

Saurugar konur á túr

Þegar Guðrún Kvaran íslenskufræðingur var beðin um að halda erindi á túrdögum sem Femínistafélag Háskóla Íslands hélt í vikunni var hún hikandi í fyrstu. Guðrún, sem er á áttræðisaldri, segist ekki hafa vanist því að tala um blæðingar, ekki einu sinni við vinkonur sínar. Hún lét þó slag standa og ákvað að stíga í pontu og tala um orðin sem við höfum notað yfir „það mánaðarlega“ frá því umfjöllunarefnið birtist okkur fyrst í íslensku.

Einmanaleikinn er böl okkar tíma

Það er enginn tími til að hitta fólk. Þetta er ekki eins og þegar við vorum unglingar og fórum bara í félagsmiðstöðina þegar við vildum hitta einhvern. Ég missti af æskuvinum mínum því við fórum í sitt hvora áttina og eftir það hef ég ekki eignast aðra vini, því það er enginn tími. Ég bý einn og stundum þegar ég kem heim á kvöldin þá hellist einmanaleikinn yfir mig og mig langar ekkert til að vera einn heima. Ég fer á internetið og tala við fólk þar en það er ekki eins.“ Svo segir einn viðmælandi sem hefur undanfarið ár reynt að vinna bug á félagslegri einangrun með hjálp sérfræðinga. „Þetta er ekki eins og áður,“ segir annar viðmælandi. „Hér áður fyrr var hægt að „droppa“ í heimsókn til fólks, í dag er það bara dónaskapur.“

Færeyingar sækja nám á Íslandi: Sterk tengsl við heimalandið

Guðrun í Jakupsstovu er fædd og uppalin í Þórshöfn og lærir bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Að sögn Guðrunar eru langflestir Færeyingar á hennar aldri í háskólum erlendis, margir hverjir í Kaupmannahöfn. Guðrun valdi hinsvegar að koma til Íslands en hún bjó á Íslandi um tíma þegar hún var unglingur og flutti svo til Danmerkur. „Ísland og Færeyjar eru svo lík á mörgum sviðum svo manni líður aldrei eins og útlendingi hérna. Mér finnst Reykjavík líka vera skemmtileg borg. Miðað við Færeyjar er margt að gerast og staðir alltaf að opna og loka,“ segir Guðrun og skellihlær.

Hera Björk er komin í fasteignabransann

„Ég átti ekki von á að þetta yrði svona svakalega skemmtilegt eða að þetta yrði svona mikil og góð vinna,“ segir söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir sem stundar nám í löggildingu til fasteignasala og hóf nýlega störf á Fasteignasölu Reykjavíkur. Hún er þó alls ekki hætt að syngja, en hún elskar að hafa nóg að gera og vill geta valið úr verkefnum.

Forritun er góð skemmtun fyrir pör

Hrönn Róbertsdóttir útskrifaðist sem tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík fyrir tæpu ári og starfar sem forritari hjá fyrirtækinu Gangverk. „Þegar ég útskrifaðist var ég ágætlega að mér í forritun en við ákváðum að búa þetta app til svo ég myndi ekki lenda bara beint í djúpu lauginni.“ Sölvi vann áður hjá fyrirtækinu Plain Vanilla og starfar nú hjá WOWair. Hann hafði nokkra reynslu af forritun og gat því leitt verkefnið áfram.

Segja nei við Landspítalann

„Mesta sjokkið kom þegar við fórum að bera saman opinberar stofnanir og í ljós kom gífurlegur munur á laununum,“ segja þrír hjúkrunarfræðinemar sem báru saman launakjör frá Reykjavíkurborg, Landspítalanum og sveitarfélögum. Landspítalinn býður þar mun lægri byrjunarlaun fyrir nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga en sveitarfélögin og Reykjavíkurborg.

Grínistinn á Gaza

Hópur palestínskra grínista á Gaza búa til skemmtiefni og birta á veraldarvefnum. Ein af þeim er hin 19 ára Reham al-Khalout sem er ein af fáum kvenkyns grínistinn á Gaza. Reham lætur sig dreyma um að ferðast til Egyptalands og leika þar, en það getur verið erfitt fyrir ungt fólk á Gaza að ferðast yfir landamærin. Reham hefur dyggan stuðning fjölskyldu sinnar, en margir hafa verið á móti því að hún leiki. Reham var til dæmis trúlofuð en unnusti hennar vildi að hún hætti að leika, Reham hætti því við að giftast honum.

Flugfreyjurnar í Dúbaí: Undirbúnar fyrir allt

Sigríður, eða Sigga eins og hún er gjarnan kölluð, hafði lokið öðru ári í sálfræði við Háskóla Íslands þegar hún ákvað að fara í viðtal sem flugfélagið stóð fyrir á Íslandi. „Ef ég hefði ekki komist í gegn í fyrsta þá hefði ég ekki prófað þetta aftur.“ Sigga er búin að koma sér vel fyrir í Dúbaí og er ekki viss hvenær hún ætlar að snúa aftur heim. Dvölin austan hafs hefur nefnilega breytt sýn hennar á framtíðina.