Deila

Uppáhalds ljósmyndin: Afi besta barnapía í heimi

Ljósmyndir geta átt sérstakan stað í hjarta fólks. Minningar sem festar hafa verið á filmu sem gott er að horfa á stöku sinnum þegar grátt er úti eða þegar maður er lítill í sér. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir deilir sinni uppáhalds ljósmynd.

„Myndin er tekin í Englandi árið 1995 þegar ég var tveggja ára. Þetta eru ég og afi og amma Svanhildur tók hana. Þetta er fyrsta myndin sem ég átti innrammaða, ég lét stækka hana og ramma inn. Hún er bæði lýsandi fyrir mig og afa en hann er besta barnapía í heimi,“ segir Svanhildur Gréta um dýrmætustu ljósmyndina sína sem hún hefur átt frá blautu barnsbeini.

„Afi hefur elst svo fáránlega vel og hann hefur eiginlega ekkert breyst síðan þessi mynd var tekin. Þetta gæti eins verið hann í dag og svo er Svanhildur, litla frænka mín, mjög lík mér en hún er tveggja ára í dag og jafngömul mér á þessari mynd. Pabbi og afi eru líka mjög líkir þannig mér finnst ég sjá alla fjölskylduna mína í þessari mynd.

Ég á myndina í svarthvítu, hún er pínu væmin þannig og fólk hefur spurt mig þegar hún er upp á vegg hvort þetta sé myndin sem fylgdi rammanum. Þetta er mynd sem mun fylgja mér alla ævi.“

Auglýsing

Ef þú telur að Fréttatíminn eigi erindi getur þú styrkt útgáfu blaðsins með því að gerast stofnfélagi í Frjálsri fjölmiðlun, stuðningsfélagi óháðrar blaðamennsku og Fréttatímans. Með framlagi sínu efla félagar ritstjórn Fréttatímans og færa blaðið til fleiri heimila.

Frjáls fjölmiðlun í almannaþjónustu er mikilvæg undirstaða heilbrigðs samfélags og nauðsynlegt mótvægi við þá fjölmiðla sem nú eru komnir í eigu sérhagsmunaaðila.