Kynning
Deila

Útivistarverslun þar sem hægt er að leigja búnað

Gangleri er útivistarverslun og búnaðarleiga á Hverfisgötu 82, í miðbæ Reykjavíkur, en til stendur að flytja verslunina út á Fiskislóð 31 nú í vor.

32560 Gangleri 03419Verslunin hefur verið í rekstri undanfarin 4 ár. Þar er hægt að fá búnað til útivistar og aðrar vörur sem fólk notar á ferðalögum sínum innanlands og utanlands.
Vaidas er eigandi verslunarinnar og þegar hann er spurður út í af hverju hann fór í það að stofna verslunina segir hann:
„Mér fannst vanta útivistarverslun sem byði upp á þá þjónustu að leigja búnað. Í fyrstu voru það aðallega erlendir ferðamenn sem komu til okkar en Íslendingar hafa tekið okkur fagnandi og við erum mjög ánægð með þær viðtökur sem við höfum fengið. Það hefur gefið mjög góða raun eða tvinna þetta tvennt saman að leigja út búnað og selja hann. Við fáum strax viðbrögð frá kúnnum okkar varðandi þann búnað sem við leigjum út og sjáum hvað virkar og hvað ekki. Nýlega höfum við aukið töluvert við vöruúrvalið hjá okkur, bjóðum núna upp á talsvert dýran búnað sem fólk leggur kannski ekki alveg í að kaupa sér en getur leigt hann hjá okkur og séð hvernig því líkar og í framhaldi af því keypt vöruna. Ég er þá að tala um vörur eins og snjóflóðabúnað og annan dýran búnað. Við hvetjum því fólk til þess að koma til okkar og leigja sér svona einum degi áður en ferðin er skipulögð svo það geti lært á og vanist búnaðinum“

Vaidas er þaulvanur að ráðleggja fólki hvað græjur henta hverjum og einum.
Vaidas er þaulvanur að ráðleggja fólki hvað græjur henta hverjum og einum.

Er eitthvað spennandi ­framundan?
„Já, heldur betur, við ætlum að fara að flytja verslunina út á Fiskislóð 31, í maí næstkomandi. Strax eftir opnun munum við selja notaðan búnað á mjög góðu verði.Endanleg dagsetning liggur ekki alveg fyrir en fólk getur fylgst með okkur á Facebook, þar munum við tilkynna um endanlega dagsetningu þegar hún liggur fyrir. Við erum farin að undirbúa flutninginn og erum byrjuð með rýmingarsölu á fullt af frábærum útivistarklæðnaði og vörum, rýmingarsalan mun standa til marsloka. Ég hvet því fólk til þess að kíkja við hjá okkur þá, ef það vill gera einstaklega góð kaup og eignast vönduðu útivistarföt og græjur fyrir mjög lágt verð,“ segir Vaidas.

32560 Gangleri 03419

Hvaðan kemur nafnið ?
„Nafnið Gangleri kemur úr Gylfaginningu Snorra-Eddu og merkir ferðalangur sem ferðast fótgangandi. Kallaði Gylfi konungur sig Ganglera er hann gekk á fund þríeins Óðins sem gekk þar undir nöfnunum Hár, Jafnhár og Þriðji,“ segir Vaidas

Vöruúrvalið er glæsilegt í versluninni á Hverfisgötu 82
Vöruúrvalið er glæsilegt í versluninni á Hverfisgötu 82

Vaidas segir aðspurður að þeir hjá Ganglera leggi ríka áherslu á umhverfismál.
„Já, þau eru okkur mjög mikilvæg. Þegar við erum að velja og kaupa inn vörur fyrir verslunina þá höfum við alltaf í huga að vörurnar séu framleiddar í Evrópu undur ströngustu kröfum um umhverfisvernd og vinnusiðferði. Nýlega tókum við það upp að veita þeim viðskiptavinum sem koma með eigin endurvinnanlega poka 5% afslátt.
Við ­gerum okkur grein fyrir því að þetta er ekki að fara bjarga umhverfisvanda heimsins er margt smátt gerir eitt stórt,“ segir Vaidas.

Auglýsing

Unnið í samstarfi við Gangleri outfitters

Ef þú telur að Fréttatíminn eigi erindi getur þú styrkt útgáfu blaðsins með því að gerast stofnfélagi í Frjálsri fjölmiðlun, stuðningsfélagi óháðrar blaðamennsku og Fréttatímans. Með framlagi sínu efla félagar ritstjórn Fréttatímans og færa blaðið til fleiri heimila.

Frjáls fjölmiðlun í almannaþjónustu er mikilvæg undirstaða heilbrigðs samfélags og nauðsynlegt mótvægi við þá fjölmiðla sem nú eru komnir í eigu sérhagsmunaaðila.