Deila

Vildi kynnast sjálfri sér betur

Rúrí Sigríðardóttir Kommata á íslenska móður og grískan föður. Hún ólst því upp í Grikklandi, nálægt fjallinu Parnassos sem að sögn Rúríar er þekkt fyrir hæfileikaríkar konur úr grískri goðafræði. Rúrí lærði stjórnmálafræði við grískan háskóla og ákvað 12 ára að verða sendiherra, eða þegar hún kom fyrst til Íslands. Við fyrstu komu til Íslands fann hún strax mikla tengingu við krakkana á Íslandi, en hún var að eigin sögn mikil strákastelpa.
„Ég lék bara við stráka og spilaði fótbolta en stelpurnar í Grikklandi voru ekki þannig. Og allt í einu fattaði ég, vá ég er líka íslensk.“ Rúrí flutti svo til Íslands árið 2013, einungis fimm dögum eftir að hún kláraði síðasta prófið í BA náminu. „Ég vildi prófa að búa á Íslandi og vildi kynnast sjálfri mér betur.“

 

Mynd/Georg Leite

Auglýsing

Ef þú telur að Fréttatíminn eigi erindi getur þú styrkt útgáfu blaðsins með því að gerast stofnfélagi í Frjálsri fjölmiðlun, stuðningsfélagi óháðrar blaðamennsku og Fréttatímans. Með framlagi sínu efla félagar ritstjórn Fréttatímans og færa blaðið til fleiri heimila.

Frjáls fjölmiðlun í almannaþjónustu er mikilvæg undirstaða heilbrigðs samfélags og nauðsynlegt mótvægi við þá fjölmiðla sem nú eru komnir í eigu sérhagsmunaaðila.