Þyrlan flaug yfir svæðið í Hítardal

Ritstjórn Fréttatímanns1 ár síðan3 min

TF-SYN fengin til aðstoðar vegna grjótskriðu sem féll úr Fagraskógarfjalli

Flogið var yfir svæðið og umfang skriðunnar metið – Grjótskriðan féll þvert yfir Hítará og er um 2 km. löng og stíflar ánna. Lón hefur myndast fyrir ofan

Screen-shot-2018-07-07-at-21.09.54

Á þriðja tímanum í gærdag hélt TF-SYN, þyrla Landhelgisgæslunnar, áleiðis til Siglufjarðar þar sem ráðgert var að áhöfn hennar tæki þátt í hátíðarhöldum á Siglufirði.
Þegar þyrlan hafði nýlega tekið á loft frá Reykjavík var óskað eftir aðstoð hennar vegna grjótskriðu sem féll í úr Fagraskógarfjalli í gærnótt. Áhöfn þyrlunnar aðstoðaði lögreglu og jarðvísindamenn á svæðinu en flogið var yfir svæðið og umfang skriðunnar metið.
Skriðan sem féll úr Fagra­skóg­ar­fjalli við Hít­ar­dal í gærmorg­un er að öllum líkindum ein sú stærsta sem hef­ur fallið frá land­námi.


Séð upp í Fagraskógarfjall þar sem skriðan féll.

Skriðan til austurs

Alvarleg staða í Hítará

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.