Hilmar Snær Örvarsson varð í gær fyrstur Íslendinga til þess að vinna sigur á heimsbikarmótaröð IPC í alpagreinum! Hilmar er staddur í Zagreb þar sem heimsbikarmótið í svigi fer fram. Hilmar var annar eftir fyrri ferðina í gær en glæsileg frammistaða í seinni ferð dagsins skilaði honum sigri!

Hlmar á palliMótið var í beinni útsendingu hjá Alþjóða Ólympíuhreyfingu fatlaðra (IPC) og hér á 42. mínútu má sjá síðari keppnisferð Hilmars í dag. Hann tók við gullverðlaununum í gær. En það er ekkert frí því annars keppnisdagur Hilmars er í dag og enn verður keppt í svigi.

Sannarlega glæsilegur árangur og þegar ifsport.is ræddi við Þórð Georg Hjörleifsson þjálfara Hilmars kvaðst hann hæstánægður með árangurinn. Þórður sagði brautina hafa verið örlítið breytta á milli fyrstu og annarar ferðar og að beygjurnar hafi verið fleiri sem væri ein helsta skýringin á að skíðamennirnir voru ekki að bæta tíma sína úr fyrri ferð (það átti almennt við um alla keppendur).

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.

Má bjóða þér að styrkja óháða blaðamennsku?

Hefur þú áhuga á að hjálpa Fréttatímanum að vaxa og dafna?
Með því að styrkja Fréttatímann stuðlar þú að frjálsri og óháðri umfjöllun.

Styrkir fara í gegnum Paypal og eru í Bandaríkjadollar. Unnið er að því setja upp styrki í íslenskri mynt.