ErlentFréttirNorðurlandabúar myrtir í hryðjuverkunum á Sri Lanka

Ritstjórn Fréttatímanns5 mánuðir síðan3 min

Utanríkisþjónustan hefur beðið þá Íslendinga sem staddir eru á Sri Lanka að láta aðstandendur vita af sér

Alla vega 35 af þeim rúmlega 200 sem að myrtir voru í hryðjuverkunum á Sri Lanka voru ferðamenn frá Danmörku, Bandaríkjunum, Bretlandi, Hollandi, Portúgal og Tyrklandi.

Danski forsætisráðherran, Lars Rokke Rasmusen, fylgist með gangi mála

Skv. staðfestingu frá utanríkisþjónustu Danmerkur, hafa þrír Danir verið myrtir, þá er vitað að fimm Bretar voru á meðal hinna myrtu.

Ekki er enn vitað um hvort að Norðmenn eða Íslendingar hafi verið myrti í árásunum en mikill fjöldi ferðamanna var myrtur. Tveir Kínverjar og tveir Tyrkir eru á meðal hinna föllnu.

Utanríkisþjónustan hefur beðið þá Íslendinga sem staddir eru á Sri Lanka að láta aðstandendur vita af sér. Þeim sem þurfa á aðstoð að halda er bent á að hafa samband við neyðarsíma borgaraþjónustunnar, +354 545-0-112. Nokkrir Íslendingar hafa þegar látið vita að þeir séu óhultir. Utanríkisráðherra Noregs, Ine Søreide, segir að um 400 Norðmenn séu á svæðinu.

 

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.

Má bjóða þér að styrkja óháða blaðamennsku?

Hefur þú áhuga á að hjálpa Fréttatímanum að vaxa og dafna?
Með því að styrkja Fréttatímann stuðlar þú að frjálsri og óháðri umfjöllun.

Styrkir fara í gegnum Paypal og eru í Bandaríkjadollar. Unnið er að því setja upp styrki í íslenskri mynt.