AfþreyingMenning, Ferðalög, Viðtöl og FleiraFullt hús á frábærum Disneytónleikum Jórukórsins

Ritstjórn Fréttatímanns3 vikur síðan3 min

Auglýsing


Vortónleikar Jórukórsins í ár voru með aðeins óhefðbundnu sniði, eða þematónleikar, þar sem kórinn söng lög úr velþekktum Disneymyndum. Í ár voru tónleikarnir haldnir í Félagslundi og voru þeir fyrri s.l. föstudagskvöld og þeir síðari í gær. Börn og unglingar voru boðin sérstaklega velkomin á þá tónleika.

Gísli Jóhann Grétarsson stjórnar kórnum og um undirleik sjá Hörður Alexander Eggertsson á píanó, Sigurgeir Skafti Flosason á bassa, Skúli Gíslason á trommur og meðlimir úr strengjasveit Tónlistarskóla Árnesinga.

Gísli Jóhann Grétarsson stjórnandi kórsins. Hörður Alexander Eggertsson á píanó, Sigurgeir Skafti Flosason á bassa, Skúli Gíslason á trommur og meðlimir úr strengjasveit Tónlistarskóla Árnesinga.

Fullt hús var á tónleikunum og bæði yngri og eldri kynslóðin skemmti sér vel á þessum frábæru tónleikum og gestir voru ánægðir með bæði söng og undirleik.

Á þessum vortónleikum fengu kórkonur að syngja mörg af sínum uppáhalds lögum úr teiknimyndum Disney, en þau eru eftir ýmsa höfunda og má þar nefna fræga poppara eins og Elton John og Phil Collins. Mörg þessara laga eru löngu orðin sígild, hver kannast ekki við Hakuna Matata úr Lion King, eða Let it go úr Frozen.

Lögin voru ýmist sungin á ensku eða íslensku en öll eru þau í útsetningu Gísla Jóhanns Grétarssonar stjórnanda Jórukórsins. Það er gaman hve margar kórkonur fá að spreyta sig í einsöng og kvartett á vortónleikunum og bregða sér í hlutverk sígildra teiknimyndahetja.

Með sumarkveðju frá Jórukórnum.

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.