FréttirInnlentSólin mun ýta hitatölum upp á við í dag

Ritstjórn Fréttatímanns6 mánuðir síðan4 min

Hæg norðan átt en 8-13 m/s austast á landinu fram á kvöld. Skýjað að mestu um norðanvert landið og dálitlar skúrir, en él til fjalla, í fyrstu á Norður- og Austurlandi, en úrkomulítið nálægt hádegi og hiti víða 3 til 8 stig. Sunnantil á landinu er hinsvegar yfirleitt heiðskýrt, og var því nokkuð svalt í nótt, víða nálægt frostmarki en mesta frost var 5 stig sem að mældist í Þykkvabæ. Sólin mun ýta hitatölum upp á við og ætli þær fara ekki víða yfir 12 stig síðdegis, en þá snýst vindur til suðausturs og fer að þykkna upp syðra með skúrum á Suðausturlandi. Norðanlands rofar þó til og verður frost í nótt líklega mest á Austurlandi, jafnvel stöku tveggjastafa tölur.

Veðurhorfur á landinu

Norðlæg átt, 3-8 m/s, en 8-10 austast, bjart með köflum og yfirleitt þurrt, en austan 5-10 og dálitlar skúrir á Suðausturlandi. Hægviðri og skúrir sunnanlands á morgun, en léttskýjað fyrir norðan. Hiti 4 til 13 stig í dag, hlýjast á Suðurlandi og allvíða næturfrost inn til landsins. Heldur svalara á morgun.
Spá gerð: 05.05.2019 09:48. Gildir til: 07.05.2019 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Norðaustan 8-15 m/s, hvassast NV-til. Skýjað að mestu og stöku él norðanlands, en skúrir syðra. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast á Vesturlandi.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðan- og norðaustanátt, víða 5-10 m/s. Skýjað og dálítil él á norðanverðu landinu, en þurrt og bjart syðra. Hiti 0 til 7 stig, mildast á Suðurlandi og víða næturfrost.

Á föstudag og laugardag:
Útilit fyrir áframhaldandi norðlægar áttir með skúrum eða dálitlum éljum, en bjartviðri SV-til og svölu veðri.
Spá gerð: 05.05.2019 07:49. Gildir til: 12.05.2019 12:00.

 

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.