FréttirInnlentHiti 8 til 18 stig í dag, svalast SA-lands

Ritstjórn Fréttatímanns2 mánuðir síðan4 min

Í dag og á morgun verða suðlægar áttir, 3-10 m/s ríkjandi en suðaustan strekkingur við SV-ströndina. Súld eða rigning með köflum S- og V-lands en bjartviðri N- og NA-lands. Svipað veður á morgun en þó heldur meiri úrkoma og má búast við vætu við Húnaflóa síðdegis á morgun. Hiti 8 til 18 stig, svalast SA-lands. Síðan áfram mildar suðaustlægar áttir með rigningu með köflum S- og V-lands en bjartviðri á N- og A-landi. Lítur út fyrir hægviðri á sunnudag og mánudag, skýjað við sjóinn en bjart inn til landsins. Um 560 km SA af Hvarfi er víðáttumikil 980 mb lægð sem þokast N. Um 160 km NA af Fonti er 1020 mb smálægð sem þokast N.
Yfir Scoresbysundi er 1030 mb hæð. Á Norðursjó er 1040 mb hæð.

Veðurhorfur á landinu

Suðlæg átt, 3-10 m/s en suðaustan strekkingur við SV-ströndina. Súld eða rigning með köflum S- og V-lands en bjartviðri N- og NA-lands. Svipað veður á morgun, þó má búast við vætu við Húnaflóa síðdegis á morgun. Hiti 8 til 18 stig, svalast SA-lands.
Spá gerð: 14.05.2019 05:30. Gildir til: 15.05.2019 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Sunnan og suðaustan 8-13 m/s, skýjað og rigning öðru hverju S- og V-lands. Hægari vindur og bjart með köflum á N- og A-landi. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á fimmtudag:
Sunnan 3-8 og víða léttskýjað N- og A-lands, en rigning með köflum á S- og V-landi. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á föstudag og laugardag:
Suðaustlæg áttir og víða léttskýjað á NA-verðu landinu, annars rigning með köflum. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast NA-lands.

Á sunnudag og mánudag:
Hæg breytileg átt, skýjað við sjóinn en bjart inn til landsins. Hiti 8 til 18 stig, svalast við sjóinn.
Spá gerð: 13.05.2019 20:30. Gildir til: 20.05.2019 12:00.

 

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.