FólkInnlentHjólaþjófur hjólar á milli byggðalaga og stelur hjólum – Daníel Andri er alsæll, en með aðstoð Fréttatímans, endurheimti hann hjólið í dag

Ritstjórn Fréttatímanns4 mánuðir síðan11 min

.
Uppfært 23.05.2019: Daníel Andri er alsæll, en með aðstoð Fréttatímans, endurheimti hann hjólið í dag, þremur dögum eftir að því var stolið fyrir utan heimili hans sem að er við Herjólfsgötu sem að liggur meðfram sjónum í Hafnarfirði. En hjólið fannst í Bæjarhrauninu í Hafnarfirði sem að er langt frá heimili hans. Daníel og foreldrar þakka þeim sem að deildu fréttinni og eru ánægð með að hafa fengið hjólið aftur og m.a.s. óskemmt.
Mikið er um þjófnað á hjólum þessa dagana. Þessu hjóli var stolið frá Daníel Andra í gær en hann fékk það í afmæliðgjöf fyrir tæpu ári síðan og sér að sjálfsögðu mikið eftir hjólinu sínu. ,,Þetta er Merida fjallahjól, svart og blátt“ segir móðir hans og að hjólið hafi horfið þaðan sem að það stóð við hús fjölskyldunnar við Herjólfsgötu í Hafnarfirði.
Hér er Daníel Andri nýbúinn að taka gjafapappírinn af hjólinu sínu
Hér er Daníel á leiðinni í skólann á hjólinu sínu

Reyndar hafði þjófurinn stolið öðru hjóli í Garðabæ, hjólað á því niður á Herjólfsgötu í Hafnarfirði og skilið það eftir fyrir utan heimili þeirra og stolið svo hjólinu hans Daníels Andra. Ljóst er að um er að ræða einstakling sem að er a.m.k. 1.80 á hæð þar sem að hann stillti hnakkinn svo hátt á hjólinu sem að hann stal í Garðabæ.

Síminn hjá móður hans Daníels er 6967005 og biður hún fólk um að hafa samband við sig ef að það sér hjólið.
Daníel Andri saknar hjólsins mjög og endilega deilið fréttinni þangað til að hjólið finnst

Framleiðslunúmerið (serialnúmer) er skráð, og ef að hjólið er boðið til sölu t.d. á netinu, þá er það góð regla að taka niður framleiðslunúmer og kanna hvort að um sé að ræða stolið hjól, hjá lögreglunni.

Þeir sem að taka áhættuna á að kaupa stolin hjól, tapa þeim fjármunum sem að hjólið kostaði, þegar að þau finnast. Daníel Andri saknar hjólsins mjög og endilega deilið fréttinni þangað til að hjólið finnst.

Nú þegar vora tekur fjölgar reiðhjólum á götum á höfuðborgarsvæðinu og um leið slysum á reiðhjólafólki. Nokkur brögð hafa verið að því að börn og unglingar hafi verið hjálmlaus á ferð á hjólum sínum og því þarf að breyta. Á hverju ári bjarga hjálmar reiðhjólafólki frá dauða eða alvarlegum slysum og því hvetur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu foreldra og forráðamenn til að sjá til þess að börn og unglingar séu ekki hjálmlaus á ferð á reiðhjólum (á líka við um vespur og bifhjól). Jafnframt eru foreldrar hvattir til að sýna fordæmi og setja upp hjálma, því börn læra það sem fyrir þeim er haft.

Einnig er bent á mikilvægi þess að geyma reiðhjól á eins öruggum stað og unnt er og alls ekki skilja þau eftir ólæst. Jafnframt er nauðsynlegt að vera með góðan lás og ávallt skal læsa hjólinu við eitthvað sem öruggt hald er í en ekki vefja bara lásnum um dekkið, það skilar alls ekki tilætluðum árangri. Ef illa fer, og hjóli er stolið, getur komið sér vel ef eigandinn hefur raðnúmer þess tiltækt. Það auðveldar lögreglu að koma því til skila ef það á annað borð kemur í óskilamunadeild hennar. Munið því að geyma alltaf kvittunina þegar hjól er keypt.

Reiðhjólageymsla lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er í Borgartúni 7b í Reykjavík. Hún er staðsett í kjallara hússins og þar er einvörðungu opið á þriðjudögum. Á veturna frá kl. 10-12 en á sumrin (frá og með 1. maí) frá kl. 9-12. Þar er hægt að tilkynna reiðhjólið stolið ef það finnst ekki í geymslunni.

Þjófar stela reiðhjólum af börnum um miðjan dag í Garðabæ – Uppfært: Hjólið er fundið með hjálp Fréttatímans

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.

Má bjóða þér að styrkja óháða blaðamennsku?

Hefur þú áhuga á að hjálpa Fréttatímanum að vaxa og dafna?
Með því að styrkja Fréttatímann stuðlar þú að frjálsri og óháðri umfjöllun.

Styrkir fara í gegnum Paypal og eru í Bandaríkjadollar. Unnið er að því setja upp styrki í íslenskri mynt.