ErlentFréttirBeitir miklum þrýstingi fyrir að leggja sæstreng án tafar til Íslands

Ritstjórn Fréttatímanns7 mánuðir síðan4 min

 

Félag í eigu Truell á 12,7% hlut í HS orku

Fjárfestirinn hefur skorað á viðskiptaráðherra Breta, Greg Clark, og sagst geta fjármagnað verkefnið en þurfi aðeins samþykki stjórnvalda
Edi Tru­ell

Breski fjár­fest­ir­inn Edi Tru­ell, hjá fyr­ir­tæk­inu Atlantic Superconn­ecti­on, vill að bresk stjórn­völd gefi leyfi fyrir um­fangs­mikl­ar fram­kvæmd­ir sem geri Bret­um kleift að sækja raf­orku til Íslands í gegn­um sæ­streng.

Fjallað er um málið á vef The Times í dag. 

Auglýsing

Þar seg­ir að Tru­ell hafi þrýst á Greg Clark, viðskiptaráðherra Bret­lands, en Tru­ell seg­ir að öll fjár­mögn­un liggi fyr­ir og nú þurfi hann aðeins samþykki stjórn­valda.  Greint hef­ur verið frá því, að Atlantic Superconn­ecti­on Corporati­on sé heiti á fé­lagi breskra fjár­festa sem miði að því að fjár­magna og setja upp 1.000 kíló­metra lang­an sæ­streng til Íslands.

Fjárfestirinn hefur skorað á viðskiptaráðherra Breta, Greg Clark, og sagst geta fjármagnað verkefnið en þurfi aðeins samþykki stjórnvalda.

Truell kvað fyrirtæki sitt, Atlantic Superconnection, geta skapað hundruð nýrra starfa í norðaustur hluta landsins, fái hann til þess leyfi. „Allt sem Greg Clark þarf að gera að skapa yfir 800 ný störf í Teesside er að sýna fram á að Atlantic Superconnection geti verið drifkraftur þar,“ sagði Truell, og bætti við, „Það myndi ekki skuldbinda ríkisstjórnina upp á eyri.“

Atlantic Superconnection hefur síðustu ár unnið að fjölmörgum greiningum á lagningu sæstrengs til Íslands, og keypti fjárfestingafélagið DC Renewable Energy, sem er systurfélag þess og í eigu Truell, 12,7% hlut í HS orku í fyrra.

„Ég sendi baráttukveðjur til þeirra þingmanna sem standa vaktina fyrir mig og börnin mín, dag og nótt“

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.

Má bjóða þér að styrkja óháða blaðamennsku?

Hefur þú áhuga á að hjálpa Fréttatímanum að vaxa og dafna?
Með því að styrkja Fréttatímann stuðlar þú að frjálsri og óháðri umfjöllun.

Styrkir fara í gegnum örugga greiðslusíðu hjá Paypal og er í bandarískum dollar.