FréttirInnlentViðskiptiGóðar gæftir og mikill afli á strandveiðum

Ritstjórn Fréttatímanns7 mánuðir síðan2 min

.
Strandveiðibátar hafa fiskað vel í maí.  Afli allra svæða er meiri enn í fyrra og mun fleiri bátar hafa hafið veiðar.
61258154_335264177160955_8659452919768154112_n.png
Heildarafli hefur aukist um rúmlega þriðjung milli ára og er þorskaflinn kominn í 1.861 tonn.  Mest er aukningin á svæði D.  Afli þar fer úr 285 tonnum í 519 –  82%.  Það er í samræmi við fjölda landana sem segir allt til um tíðarfarið.
Fiskistofa hefur gefið út 507 leyfi til strandveiða og hafa 457 bátar nú þegar hafið veiðar.  Sambærilegar tölur á sama tíma í fyrra voru 451 og 390.  Landanir voru í lok 13. dags strandveiða sl. fimmtudag komnar í 3.060, 906 fleiri en í fyrra, 42% aukning. Að sögn Landssambands smábátaeigenda.

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.

Má bjóða þér að styrkja óháða blaðamennsku?

Hefur þú áhuga á að hjálpa Fréttatímanum að vaxa og dafna?
Með því að styrkja Fréttatímann stuðlar þú að frjálsri og óháðri umfjöllun.

Styrkir fara í gegnum örugga greiðslusíðu hjá Paypal og er í bandarískum dollar.