InnlentMenning, Ferðalög, Viðtöl og Fleira,,Þú þarft að spyrja þig hvort þú gætir lifað af 212.000 kr. á mánuði æfina á enda?“

Ritstjórn Fréttatímanns5 mánuðir síðan2 min

Almenningur verður að vita að fólk sem veikist, fatlast eða fæðist fatlað lifir ekki sældarlífi af strípuðum örorkulífeyrir en hann er útborgaður í dag um 212.000 kr. Fólk verður að skilja að það sjálft er bara einni sekúndu frá því að lenda í þessum aðstæðum, að þurfa að lifa af þessari upphæð.

Fólk verður að vita að flestir eru á strípuðum örorkulífeyri, og að þeir sem ná um 300.000 kr. í heildarlaun fyrir skatt, fá t.d.heimilisuppbót og aldurstengda uppbót. Þetta eru lágar upphæðir og skerðingar enn allt að 100%. Þú þarft að vita að þú ferð sennilega afar illa fjárhagslega ef þú lendir í því að veikjast af t.d. krabbameini eða slasast alvarlega.

Ég biðla til almennings að knýja á um að örorkulífeyrir verði hækkaður þannig að hann sé amk eins og lágmarkslaun, að dregið verði verulega úr tekjutengingum og að kr. á móti kr. verði aflögð. Þú þarft að spyrja þig hvort þú gætir lifað af 212.000 kr. á mánuði æfina á enda?

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.