Aðsendar greinarTollamúrar Reykjavíkurborgar í anda Berlínarmúrsins – Austur Reykjavík – Vestur Reykjavík

Ritstjórn Fréttatímanns4 mánuðir síðan3 min

 

Austur Reykjavík – Vestur Reykjavík

Árið 1989 var merkilegt ár.
9.nóvember það herrans ár féll Berlínarmúrinn við mikinn fögnuð flestra.

Síðan eru liðin 30 ár og þá berast tíðindi frá Reykjavík, nánar tiltekið formanni Skipulags og samgönguráðs, Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur Pírata:

Baldur Borgþórsson, Borgarfulltrúi Miðflokksins

Nú skal nýr múr rísa í Reykjavík, það gengur ekki að að íbúar austurborgarinnar séu að þvælast inn á Lattésvæði borgarinnar lengur gjaldfrítt, hvað þá fólk af landsbyggðinni!
Hér þarf að reisa múr og stöðva þessa þróun.

Sennilegt þykir að Sigurborg Ósk og kumpánar hennar í meirihluta borgarinnar með borgarstjóra fremstan í flokki hyggist reisa tollamúr strax.
Steypan kemur síðar.

Ég ætla að leyfa mér að koma með þá hugmynd að fyrsta hlið hins nýja múrs verði staðsett í brekkunni ofan við Hlemm,
sem borgarstjóri sjálfur kallar:
,, Fyrstu brekkuna upp í Breiðholt´´

Hliðið fái nafnið Checkpoint Sigurborg.
( Eftirlitsstöð Sigurborg)

Undirrituðum finnst rétt að taka fram að engin umræða hefur verið um þetta undarlega mál á fundum Skipulags og samgönguráðs, þar sem undirritaður situr sem áheyrnarfulltrúi Miðflokksins.

Þetta útspil kemur þó ekki á óvart og er vissulega í anda þeirrar tolla/skatta og forræðishyggjustefnu sem meirihlutinn hefur staðið fyrir.

Mér eru minnstæð orð sem féllu fyrr í vetur vegna annars umdeilds máls:

,,Okkur er alveg sama hvað fólk vill, við ætlum að gera þetta´´

Það verður aldrei of oft brýnt hversu miklu máli skiptir að setja Xið sitt á réttan stað í kjörklefanum.

Mit Freundliche Grüße
Baldur Borgþórsson

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.

Má bjóða þér að styrkja óháða blaðamennsku?

Hefur þú áhuga á að hjálpa Fréttatímanum að vaxa og dafna?
Með því að styrkja Fréttatímann stuðlar þú að frjálsri og óháðri umfjöllun.

Styrkir fara í gegnum Paypal og eru í Bandaríkjadollar. Unnið er að því setja upp styrki í íslenskri mynt.