FréttirInnlentLagðir af stað heim með Herjólf

Ritstjórn Fréttatímanns3 mánuðir síðan1 min

 

Nýr Herjólfur er á leiðinni heim en lagt var af stað frá Póllandi í morgun. Áætlað er að siglingin heim taki um sex daga og því von á skipinu hingað í höfn næsta laugardag.

„Við ger­um ráð fyr­ir að vera um sex sól­ar­hringa á leiðinni. Það er stefnt að því að sigla hon­um inn til Vest­manna­eyja laug­ar­dag­inn 15. júní,“ sagði Guðbjart­ur í samtali við Eyjafréttir þegar samningurinn var loks undirritaður.

Heildarverð fyrir nýjan Herjólf er rúmlega 31 milljón evra. Ef reiknað er út frá genginu í dag er það 4,3 milljarðar íslenskra króna og er það um hálfum milljarði minna en upphaflega var gert ráð fyrir.

Ritstjórn Fréttatímanns

Fréttatíminn er óháður miðill.

Má bjóða þér að styrkja óháða blaðamennsku?

Hefur þú áhuga á að hjálpa Fréttatímanum að vaxa og dafna?
Með því að styrkja Fréttatímann stuðlar þú að frjálsri og óháðri umfjöllun.

Styrkir fara í gegnum Paypal og eru í Bandaríkjadollar. Unnið er að því setja upp styrki í íslenskri mynt.